Fleiri fengu fyrir hjartað eftir hrun

Hrunið hafði áhrif á hjartaheilsu fólks.
Hrunið hafði áhrif á hjartaheilsu fólks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Efna­hags­hrunið hafði áhrif á hjarta­heilsu Íslend­inga. Áhrifa er að gæta bæði hjá körl­um og kon­um, en meiri hjá körl­um. Áhrif­in voru bæði til skemmri tíma og til lengri tíma eða allt að tveim­ur árum eft­ir hrun.

Þetta er á meðal helstu niðurstaðna doktors­rit­gerðar Krist­ín­ar Helgu Birg­is­dótt­ur sem ber heitið, Hagsveifl­ur og heilsa: Áhrif ís­lenska efna­hags­hruns­ins 2008 á heilsu, og er skrifuð við Hag­fræðideild á Fé­lags­vís­inda­sviði Há­skóla Íslands. 

Niðurstaðan bygg­ir á ein­stak­lings­gögn­um um alla full­orðna Íslend­inga á ár­un­um 2000-2014 eða um 350 þúsund manns tals­ins og eru blóðþurrðar­hjarta­sjúk­dóm­ar, þ.á.m. hjarta­áföll, rannsakaðir.

Krist­ín­ Helga Birg­is­dótt­ir
Krist­ín­ Helga Birg­is­dótt­ir Ljósmynd/Aðsend

Í heild voru að meðaltali 13-16 auka árleg til­felli af blóðþurrðar­hjart­sjúk­dóm­um á næstu tveimur árum eftir hrunið. Þetta hafði mest áhrif á elstu ein­stak­linga sam­fé­lags­ins eða þá sem voru eldri en 70 ára.

„Lær­dóm­ur­inn er sá að það þarf að huga vel að þeim sem eru læknisfræðilega viðkvæm­ast­ir fyr­ir, t.d. eldri einstaklinga,  og taka vel á móti þeim þegar áföll ríða yfir,“ seg­ir Krist­ín.      

Hún bend­ir á að í stóra sam­heng­inu hafði efna­hags­hrunið ekki stór áhrif á hjarta­heilsu. „Það má velta því fyr­ir sér hvort kerfið hafi náð að taka vel á móti þeim sem lentu í ein­hverju áfalli,“ seg­ir Krist­ín. Í því sam­hengi bend­ir hún á að eft­ir hrunið hafi Há­skól­inn tekið á móti stór­um hópi fólks og vinnu­markaðsaðgerðir hafi mögu­lega dregið úr sjokk­inu. Kannski hafi ekki verið hugað eins að elsta hóp sam­fé­lags­ins á þeim tíma. 

„Það er nauðsyn­legt að viðhalda og efla heil­brigðis- og vel­ferðar­kerfið. Það þarf að taka á móti þeim hópi sem er viðkvæm­ur og lend­ir í áföll­um. Von­andi er póli­tísk­ur vilji að hjálpa þeim sem til þurfa,“ seg­ir hún.    

Í upp­sveiflu versn­ar hjarta­heilsa

„Þessi efna­hagskreppa er öðru­vísi en venju­leg­ar hagsveifl­ur er snert­ir hjarta­heilsu. Í venju­leg­um hagsveifl­um er þetta akkúrat öf­ugt. Í upp­sveiflu versn­ar hjarta­heilsa,” seg­ir Krist­ín og bæt­ir við: „Í venju­legri hagsveiflu eru breyt­ing­arn­ar hæg­ari og all­ir hreyfa sig í takt og hafa tíma til að bregðast við aðstæðum. Þegar óvænt­ur skell­ur kem­ur þá getur verið að viðbrögðin séu önnur.”

Áhrif efna­hags­hruns­ins hafði ekki merkj­an­leg áhrif á al­menna heilsu, sam­kvæmt niður­stöðum Krist­ín­ar. Í þeim þætti var skoðuð dán­artíðni allra helstu sjúk­dóma t.d. krabba­meins, hjarta- og önd­un­ar­færa­sjúk­dóma, ytri ástæða s.s slysa. „Ég fann ekk­i merkj­an­legt samband milli efna­hags­sveiflna og al­mennr­ar lýðheilsu á því tímabili sem var rannsakað.“   

Ekk­ert fyr­ir­fram gefið í slík­um rann­sókn­um 

„Bæði og. Það er ekk­ert fyr­ir­fram gefið að maður finni þetta sam­band. Marg­ar rann­sókn­ir hafa sýnt að heilsa batn­ar í kreppu því fólk hegðar sér öðru­vísi. Kannski minna stress út af vinnu þó stressið auk­ist ef fólk miss­ir tekj­ur. Neysla á vör­um breyt­ist, bæði holl­um og óholl­um. Það er því ekk­ert fyr­ir­fram gefið í hvaða átt þessi áhrif fara,“ seg­ir hún spurð hvort niðurstaðan hafi komið á óvart.

Sambandið á milli hagsveiflna og heilsu er áhugavert og áhugi á Kristínar á því rannsóknarefni skýrist að hluta til af hennar eigin reynslu, þar sem hún  missti sjálf vinn­una í banka í hrun­inu. „Ég sá hvað þetta hafði mik­il áhrif á fólk og grunaði að þetta hefði áhrif á heilsu á ein­hvern hátt. Mér fannst þetta áhuga­vert rann­sókn­ar­efni,“ seg­ir hún. 

Krist­ín starfar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins við gagna­grein­ingu.

mbl.is

Innlent »

Fara í Garðabæ eftir 80 ár í Borgartúni

18:25 Vegagerðin mun á næstu 14 mánuðum flytja höfuðstöðvar sínar frá Borgartúni í Reykjavík í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Reginn og framkvæmasýsla ríkisins hafa gert samning um uppbyggingu og leigu á nýjum höfuðstöðvum á þessum stað, en þangað verður einnig flutt þjónustustöð Vegagerðarinnar í Hafnarfirði. Meira »

Engin lending komin um þinglok

18:13 Enn þá virðist engin lending komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Viðræðurnar eru í gangi en hljóðið í mönnum er á þá leið að ekki sé mikill kraftur í viðræðunum. Meira »

Fjórir mjög hæfir í starf seðlabankastjóra

18:05 Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög hæfa, en það eru þeir Gylfi Magnússon, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands, Jón Dan­í­els­son, pró­fessor við LSE í London, og Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra. Meira »

„Besta vor sem ég hef upplifað“

17:40 „Þetta er nú bara besta vor sem ég hef upplifað,“ segir Anna Melén sem hefur um áratugaskeið ræktað garðinn sinn í Garðabæ af mikilli alúð. Þar ræktar hún grænmeti, ber og jurtir og er uppskeran oft svo mikil að hún fær um kíló af tómötum á hverjum degi á uppskerutímabilinu. Meira »

Forsetinn mætir á Packardinum á morgun

16:25 Á opnu húsi á Bessastöðum í dag voru gamlar forsetabifreiðar til sýnis. Gestir fengu líka að skoða sig um í vistarverum forsetans. Forsetinn verður á bíl frá 1942 á morgun, 17. júní. Meira »

Víkingar njóta lífsins í blíðunni

15:50 Víkingahátíð er enn í fullum gangi á Víðistaðatúni í Hafnarfirði, en þar hafa gestir, líkt og aðrir landsmenn, notið veðurblíðunnar um helgina. Meira »

Heiðrún komin í leitirnar

14:02 Heiðrún Kjartansdóttir, sem lýst var eftir seint í gærkvöld, er komin í leitirnar heil á húfi. Lögreglan þakkar fyrir veitta aðstoð. Meira »

Úr Sævarhöfða í Álfsnesvík

13:20 Björgun og Reykjavíkurborg hafa undirritað samkomulag um að fyrirtækið fái lóð undir starfsemi sína í Álfsnesvík á Álfsnesi, skammt frá urðunarsvæði Sorpu. Skipulagsferli er hafið og jafnframt er unnið að umhverfismati á svæðinu. Meira »

Varðeldur skapaði stórhættu

12:23 „Það er mjög alvarlegt að gera þetta og við erum að skoða málið. Þetta er inni í skógi og það er tilræði við almannahagsmuni að gera svona,“ segir Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, í samtali við mbl.is. Hann staðfestir að eldur hafi verið kveiktur á tjaldsvæði í Selskógi í nótt. Meira »

Segir húsmæðraorlof tímaskekkju

11:28 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir að orlof húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu sé „algjör tímaskekkja“ en bærinn greiddi um þrjú hundruð þúsund kr. fyrir orlof húsmæðra í fyrra. Meira »

Gekk 100 kílómetra á 36 klukkutímum

10:36 „Þetta var miklu erfiðara en ég átti von á. Ástandið á líkamanum er eiginlega skelfilegt og sársauki allstaðar en allt í góðu samt,“ segir Einar Hansberg Árnason í samtali við mbl.is eftir að hann lauk 100 kílómetra göngu nú fyrr í morgun. Meira »

Ekkert saknæmt talið hafa átt sér stað

10:15 Engar vísbendingar hafa borist lögreglunni vegna hvarfs Heiðrúnar Kjartansdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á miðvikudag. Ekki er talið að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. „Vonandi koma með morgninum eða deginum upplýsingar til okkar,“ segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Meira »

86 mál skráð hjá lögreglunni

07:29 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt því alls skráði hún 86 mál á þessu tímabili. Í öllum hverfum þurftu lögreglumenn að sinna mörgum kvörtunum um hávaða í tónlist úr heimahúsum, hávaða vegna framkvæmda á vinnustöðum og frá skemmtistöðum. Meira »

Skýjað sunnan- og austanlands

07:09 Spáð er hægri breytilegri átt eða hafgolu og skýjuðu veðri eða úrkomulitlu sunnan- og austanlands.  Meira »

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu

00:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er vitað um ferðir hennar síðastliðinn miðvikudag. Meira »

Blóð úr ófæddum tvíbura

Í gær, 22:15 Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóðprufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þessari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má Hamilton sjálfan. Meira »

Móttaka nýs Herjólfs: Myndasyrpa

Í gær, 21:22 Tekið var á móti nýjum Herjólfi við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson afhenti Vestmannaeyingum nýja ferju og Katrín Jakobsdóttir nefndi hana formlega. Meira »

Að öðlast heyrn og mannréttindi

Í gær, 20:47 Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira »

Þrír skiptu með sér lottópottinum

Í gær, 20:08 Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér sjöföldum lottópotti kvöldsins, sem hljóðaði upp á rúmar 100 milljónir, og fær hver þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna í vinning. Meira »
35 " Toyota LandC árg. sept. 2002
Dísel 164 hestöf sjálfskiptur. Akstur 256 þús: gott viðhald. Búið að sjóða í s...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR 'UTSALA er að byrja
Glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals glösum og ska...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...