Fleiri fengu fyrir hjartað eftir hrun

Hrunið hafði áhrif á hjartaheilsu fólks.
Hrunið hafði áhrif á hjartaheilsu fólks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Efna­hags­hrunið hafði áhrif á hjarta­heilsu Íslend­inga. Áhrifa er að gæta bæði hjá körl­um og kon­um, en meiri hjá körl­um. Áhrif­in voru bæði til skemmri tíma og til lengri tíma eða allt að tveim­ur árum eft­ir hrun.

Þetta er á meðal helstu niðurstaðna doktors­rit­gerðar Krist­ín­ar Helgu Birg­is­dótt­ur sem ber heitið, Hagsveifl­ur og heilsa: Áhrif ís­lenska efna­hags­hruns­ins 2008 á heilsu, og er skrifuð við Hag­fræðideild á Fé­lags­vís­inda­sviði Há­skóla Íslands. 

Niðurstaðan bygg­ir á ein­stak­lings­gögn­um um alla full­orðna Íslend­inga á ár­un­um 2000-2014 eða um 350 þúsund manns tals­ins og eru blóðþurrðar­hjarta­sjúk­dóm­ar, þ.á.m. hjarta­áföll, rannsakaðir.

Krist­ín­ Helga Birg­is­dótt­ir
Krist­ín­ Helga Birg­is­dótt­ir Ljósmynd/Aðsend

Í heild voru að meðaltali 13-16 auka árleg til­felli af blóðþurrðar­hjart­sjúk­dóm­um á næstu tveimur árum eftir hrunið. Þetta hafði mest áhrif á elstu ein­stak­linga sam­fé­lags­ins eða þá sem voru eldri en 70 ára.

„Lær­dóm­ur­inn er sá að það þarf að huga vel að þeim sem eru læknisfræðilega viðkvæm­ast­ir fyr­ir, t.d. eldri einstaklinga,  og taka vel á móti þeim þegar áföll ríða yfir,“ seg­ir Krist­ín.      

Hún bend­ir á að í stóra sam­heng­inu hafði efna­hags­hrunið ekki stór áhrif á hjarta­heilsu. „Það má velta því fyr­ir sér hvort kerfið hafi náð að taka vel á móti þeim sem lentu í ein­hverju áfalli,“ seg­ir Krist­ín. Í því sam­hengi bend­ir hún á að eft­ir hrunið hafi Há­skól­inn tekið á móti stór­um hópi fólks og vinnu­markaðsaðgerðir hafi mögu­lega dregið úr sjokk­inu. Kannski hafi ekki verið hugað eins að elsta hóp sam­fé­lags­ins á þeim tíma. 

„Það er nauðsyn­legt að viðhalda og efla heil­brigðis- og vel­ferðar­kerfið. Það þarf að taka á móti þeim hópi sem er viðkvæm­ur og lend­ir í áföll­um. Von­andi er póli­tísk­ur vilji að hjálpa þeim sem til þurfa,“ seg­ir hún.    

Í upp­sveiflu versn­ar hjarta­heilsa

„Þessi efna­hagskreppa er öðru­vísi en venju­leg­ar hagsveifl­ur er snert­ir hjarta­heilsu. Í venju­leg­um hagsveifl­um er þetta akkúrat öf­ugt. Í upp­sveiflu versn­ar hjarta­heilsa,” seg­ir Krist­ín og bæt­ir við: „Í venju­legri hagsveiflu eru breyt­ing­arn­ar hæg­ari og all­ir hreyfa sig í takt og hafa tíma til að bregðast við aðstæðum. Þegar óvænt­ur skell­ur kem­ur þá getur verið að viðbrögðin séu önnur.”

Áhrif efna­hags­hruns­ins hafði ekki merkj­an­leg áhrif á al­menna heilsu, sam­kvæmt niður­stöðum Krist­ín­ar. Í þeim þætti var skoðuð dán­artíðni allra helstu sjúk­dóma t.d. krabba­meins, hjarta- og önd­un­ar­færa­sjúk­dóma, ytri ástæða s.s slysa. „Ég fann ekk­i merkj­an­legt samband milli efna­hags­sveiflna og al­mennr­ar lýðheilsu á því tímabili sem var rannsakað.“   

Ekk­ert fyr­ir­fram gefið í slík­um rann­sókn­um 

„Bæði og. Það er ekk­ert fyr­ir­fram gefið að maður finni þetta sam­band. Marg­ar rann­sókn­ir hafa sýnt að heilsa batn­ar í kreppu því fólk hegðar sér öðru­vísi. Kannski minna stress út af vinnu þó stressið auk­ist ef fólk miss­ir tekj­ur. Neysla á vör­um breyt­ist, bæði holl­um og óholl­um. Það er því ekk­ert fyr­ir­fram gefið í hvaða átt þessi áhrif fara,“ seg­ir hún spurð hvort niðurstaðan hafi komið á óvart.

Sambandið á milli hagsveiflna og heilsu er áhugavert og áhugi á Kristínar á því rannsóknarefni skýrist að hluta til af hennar eigin reynslu, þar sem hún  missti sjálf vinn­una í banka í hrun­inu. „Ég sá hvað þetta hafði mik­il áhrif á fólk og grunaði að þetta hefði áhrif á heilsu á ein­hvern hátt. Mér fannst þetta áhuga­vert rann­sókn­ar­efni,“ seg­ir hún. 

Krist­ín starfar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins við gagna­grein­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert