Halldór Blöndal endurkjörinn formaður SES

Halldór Blöndal, fyrrverandi þingmaður og forseti Alþingis, hefur verið endurkjörinn …
Halldór Blöndal, fyrrverandi þingmaður og forseti Alþingis, hefur verið endurkjörinn formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna (SES). mbl.is/Ómar Óskarsson

Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis, var endurkjörinn formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna á aðalfundur SES sem fram fór 8. maí síðastliðinn. Halldór hefur setið sem formaður SES síðan árið 2009.

Ásamt Halldóri voru þau Björg Þórðardóttir, Hallfríður Bjarnadóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Finnbogi Björnsson, Guðrún Bjarnadóttir, Leifur A. Ísaksson, Anna Þorgrímsdóttir og Guðjón Guðmundsson.

Í varastjórn kjörin þau Drífa Hjartardóttir, Hilmar Guðlaugsson, Ingibjörg Bergsveinsdóttir, Jóhann Birgisson, Stefán Runólfsson, Guðfinnur Halldórsson, Ingibjörg H Sverrisdóttir, Magni Kristjánsson og Engilbert Ingvarsson.

Í ályktun aðalfundarins er meðal annars lýst yfir ánægju með lífskjarasamningana svokölluðu og fagna samtökin því að samningar til langs tíma skuli hafa tekist á hinum almenna vinnumarkaði með aðkomu ríkis og sveitarfélaga. 

Á fundinum var einnig lögð áhersla á níu atriði í baráttu aldraðra til betri kjara, meðal þeirra er að fjármagnstekjuskattur verði lækkaður í 10% og að almennt frítekjumark verði hækkað úr 25 þúsund krónum í 50 þúsund krónur á mánuði, en nánar má lesa um ályktun aðalfundarins í frétt á vef flokksins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert