Hugmynd að RÚV fari af auglýsingamarkaði

Lilja Dögg mennta- og menningarmálaráðherra mælir senn fyrir nýju fjölmiðlafrumvarpi. ...
Lilja Dögg mennta- og menningarmálaráðherra mælir senn fyrir nýju fjölmiðlafrumvarpi. Hún segir að til greina komi að taka RÚV af auglýsingamarkaði og bæta tekjutapið með öðrum hætti. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ein hugmynd sem hefur verið rædd er að RÚV fari af auglýsingamarkaði. Það yrði þó gert upp, þannig að RÚV yrði ekki fyrir tekjumissi vegna þessa,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra í Kastljósinu á RÚV í kvöld.

Til umræðu var fjölmiðlafrumvarpið sem Lilja mun mæla fyrir á yfirstandandi þingi. Í dag var það birt í breyttri mynd og lagt fyrir þingið. Þar stendur að til standi að endurskoða stöðu RÚV á fjölmiðlamarkaði áður en samningur ríkisins við RÚV rennur út um áramótin.

Margir hafa mælt fyrir því að breyta tekjuuppbyggingu RÚV með einhverjum hætti, draga RÚV út af auglýsingamarkaði alveg eða alla vega draga úr umfangi þess á honum. „Við erum að hefja umræður um þennan samning. En það er ljóst í mínum huga að við viljum hafa sterkt RÚV,“ sagði Lilja.

„Ríkisútvarpið er á auglýsingamarkaði og við höfum heyrt talsverða gagnrýni hvað það varðar. En það er alveg á hreinu í mínum huga að við erum ekki að fara í neinar aðgerðir sem veikja RÚV. RÚV nýtur mikils trausts meðal landsmanna og mér finnst það bara býsna gott,“ sagði Lilja.

Þannig, sagði hún, að ef til þess kæmi að taka RÚV af auglýsingamarkaði, yrði RÚV bætt tekjutapið. Það yrði þá að vera gert með hækkuðu útvarpsgjaldi eða öðrum opinberum leiðum.

Lilja sagði þá að í Danmörku, þar sem umsvif ríkismiðilsins voru minnkuð á auglýsingamarkaði, hafi það gerst að það fé sem annars hefði farið þangað hafi farið til erlendra fyrirtækja, eins og Google og Facebook. Þar auglýsi margir. Hún sagði því til skoðunar að hækka skatta á kaup á slíkum auglýsingum. „Þetta er eitt af því sem við höfum verið að skoða og athuga. Það sem hefur verið að gerast á öðrum Norðurlöndum, eins og Danmörku, er að mikið af auglýsingatekjum eru ekki lengur hjá þeim,“ sagði hún.

Efni fyrir almenning

Fjöldi umsagna frá nærrum því öllum fjölmiðlum landsins rötuðu inn á samráðsgátt stjórnvalda við gerð frumvarpsins. Lilja sagði í Kastljósinu að hún hafi viljað koma þessu inn í þingið fyrir lok þess svo að fyrstu endurgreiðslurnar gætu átt við árið 2019. „Öll umræða sem tengist fjölmiðlum á Íslandi er oft viðkvæm. Ég vildi hafa vaðið fyrir neðan mig og koma frumvarpinu í gegnum flokkana,“ sagði Lilja.

Mikill fjöldi fjölmiðla verður styrkhæfur miðað við skilyrðin sem sett eru fram í frumvarpinu. Eftirlitið með styrkhæfi fjölmiðlanna kann að verða mikið starf. Lilja sagði að umfang eftirlitsins hafi verið metið hjá Fjölmiðlanefnd og að einum starfsmanni verði bætt við. „Ég tel að þetta muni skila sér. Þeir sem hafa verið að vinna að þessu fullvissa mig um að ekki þurfi fleiri en einn starfsmann til viðbótar,“ sagði Lilja.

Um þröng skilyrði sem hafa verið gagnrýnd sagði Lilja að miðað hafi verið við að verið væri að styrkja efni sem væri ætlað almenningi en ekki þrengri hópum. Hún sagði einnig að ekki væri æskilegt fyrir hana eina að meta styrkhæfi hvers fjölmiðils fyrir sig. Og svo ætti málið eftir að fara fyrir nefnd og að ekki væri loku fyrir það skotið að frekari breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

86 mál skráð hjá lögreglunni

07:29 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt því alls skráði hún 86 mál á þessu tímabili. Í öllum hverfum þurftu lögreglumenn að sinna mörgum kvörtunum um hávaða í tónlist úr heimahúsum, hávaða vegna framkvæmda á vinnustöðum og frá skemmtistöðum. Meira »

Skýjað sunnan- og austanlands

07:09 Spáð er hægri breytilegri átt eða hafgolu og skýjuðu veðri eða úrkomulitlu sunnan- og austanlands.  Meira »

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu

00:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er viðtað um ferðir hennar síðastliðinn miðvikudag. Meira »

Blóð úr ófæddum tvíbura

Í gær, 22:15 Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóðprufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þessari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má Hamilton sjálfan. Meira »

Móttaka nýs Herjólfs: Myndasyrpa

Í gær, 21:22 Tekið var á móti nýjum Herjólfi við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson afhenti Vestmannaeyingum nýja ferju og Katrín Jakobsdóttir nefndi hana formlega. Meira »

Að öðlast heyrn og mannréttindi

Í gær, 20:47 Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira »

Þrír skiptu með sér lottópottinum

Í gær, 20:08 Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér sjöföldum lottópotti kvöldsins, sem hljóðaði upp á rúmar 100 milljónir, og fær hver þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna í vinning. Meira »

Fimm í bílveltu á Vesturlandi

Í gær, 19:55 Fimm manns voru í bíl sem valt á Snæfellsvegi skammt frá bænum Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi á sjöunda tímanum í kvöld.  Meira »

Gekk upp og niður Esjuna í sólarhring

Í gær, 19:07 „Ég ligg bara og tek því mjög rólega. Ég stend eiginlega ekki í lappirnar ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Svanberg Halldórsson í samtali við mbl.is. Hann náði því ótrúlega afreki að ganga upp og niður Esjuna tólf sinnum í einum rykk og er því líklega íslandsmethafi í Esjugöngu. Meira »

Hvaða hlutverki gegnir þjóðkirkjan?

Í gær, 18:15 Þjóðkirkjan er stærst trúfélag á Íslandi og kemur að lífi margra á hverjum degi. Hlutverk hennar hefur breyst í gegnum árin. Hér verður hlutverk hennar í íslensku samfélagi skoðað frá mismunandi sjónarhornum. Meira »

Fjölmennt á torfærukeppni Bíladaga

Í gær, 17:50 Torfærukeppni Bíladaga á Akureyri stendur nú yfir á þessari árlegu hátíð sem haldin er um helgina. Mikill fjöldi fólks er mættur til að horfa á ökumenn sýna listir sínar og er stemningin góð. Þór Þormar Pálsson var fljótastur í tímabraut og kom í mark á 46 sekúndum. Meira »

„Hér eru allir í skýjunum“

Í gær, 17:37 „Þetta var í alla staði frábær dagur. Við fengum hér stútfulla hafnarstétt af fólki, athöfnin sjálf var frábær og hér eru allir í skýjunum,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, um móttöku skipsins í samtali við mbl.is. Meira »

Ríkisvæðingarstefna dauðans

Í gær, 16:30 Bæklunarsérfræðingarnir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson, sem einnig er lögfræðingur, eru afar ósáttir við nýja heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðherra. Ekkert samráð var haft við sérfræðinga og segja þeir ógerlegt að færa allar aðgerðir inn á spítalana. Meira »

Fékk sér Billie Eilish-tattú

Í gær, 16:10 Allt bendir til þess að Birta Líf Bjarkadóttir sé helsti aðdáandi poppstjörnunnar bandarísku Billie Eilish hér á landi. Vitnisburður um það er nýja húðflúrið hennar Birtu, sem er mynd af Billie. Meira »

300 hlupu kvennahlaup á Akureyri

Í gær, 15:30 Kvennahlaupið fór fram í þrítugasta sinn í blíðskaparveðri um allt land, en frábær þátttaka var í hlaupinu og talið er að 10.000 konur hafi tekið þátt í því á yfir 80 stöðum um land allt og víða erlendis. Meira »

Fjárlaganefnd bara að „bora í nefið“

Í gær, 14:43 Á meðan þingið bíður eftir að fjármálaáætlun komi frá fjárlaganefnd bíður fjárlaganefnd eftir gögnum frá fjármálaráðuneytinu til að vinna úr. Nefndin er í „algerri biðstöðu,“ segir Björn Leví Pírati. Meira »

Rigningin stoppaði stutt við

Í gær, 14:17 Þau tíðindi urðu á öðrum tímanum í dag að regnskúr gerði á höfuðborgarsvæðinu. Rigningin stoppaði þó stutt við en ekki hefur rignt að ráði undanfarnar vikur. Meira »

Hefur verið á göngu síðan átta í gær

Í gær, 13:00 Einar Hansberg Árnason hefur gengið 50 kílómetra síðan klukkan átta í gærkvöldi. Hann á 50 kílómetra fram undan. Hann er í sérstöku þyngdarvesti og stoppar á tveggja tíma fresti og tekur æfingu. Meira »

Eðlilegt að E. coli greinist í kjöti

Í gær, 12:56 „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eðlilegt því E. coli er í þarmaflóru nautgripa og sauðfjár og hluti þeirra getur borið shigatoxín,“ segir Dóra Gunnardóttir, forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar, spurð hvort það hafi komið á óvart að shigatoxínmyndandi E.coli (STEC) hafi fundist í kjöti á markaði. Meira »
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Söluverðmat án skuldbindinga. Vertu í sambandi. ...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Passa undir t...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
4 herb Íbúð til leigu
Til leigu er 4 herbergja íbúð í Laufengi, hverfi 112, Reykjavík. Verð 260 þús má...