Heildarlosun frá flugi allt að þrefalt meiri

Heildarlosun vegna iðnaðar í Evrópu fer minnkandi, en losun vegna ...
Heildarlosun vegna iðnaðar í Evrópu fer minnkandi, en losun vegna flugsins er enn í vexti. mbl.is/RAX

Heildarlosun hjá íslenskum flugrekendum er líklega tvisvar til þrisvar sinnum hærri en þau rúm 820 þúsund tonn koltvísýringsígilda sem gerð hafa verið upp fyrir flug innan EES ríkja á síðasta ári. Þetta segir Margrét Helga Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á sviði loftslagsmála og græns samfélags.

Umhverfisstofnun birti í morgun tölur síðasta árs fyrir losun íslenskra flugrekenda og íslensks iðnaðar. Þær tölur sýna að losunin hélt áfram að aukast í fyrra og var heildarlosun í flugi sem fellur undir kerfið 820.369 tonn koltvísýringsígilda og losun frá iðnaði 1.854.715 tonn. Í báðum tilfellum var um aukningu að ræða milli ára.

Býst við aukinni losun frá iðnaði á næsta ári

Margrét Helga segir ekkert í þessum tölum koma Umhverfisstofnun á óvart. „Iðnaðurinn er nokkuð stöðugur og ástæðan fyrir aukningunni í fyrra er sú að það var að koma nýtt fyrirtæki á markað. Margrét Helga vísar þar til PCC á Bakka sem hóf rekstur á síðasta ári. „Þannig að ég geri ráð fyrir að fyrir árið 2019 verði aukningin meiri, því þá verður PCC búið að vera í fullum gangi í heilt ár.“ Margrét Helga samsinnir því að losunin 2018 hefði væntanlega verið enn meiri í fyrra ef kísilver United Silcon hefði ekki orðið gjaldþrota í byrjun þess árs.

Sú losun sem gerð er upp vegna flugsins á eingöngu við um flug innan EES svæðisins og tekur því ekki á heildarlosunar flestra flugrekenda, þar sem t.d. Ameríkuflug er ekki innan gildissviðs kerfisins eins og er. Margrét Helga segir af þessu sökum geta verið erfitt að meta flugið, þar sem heildarlosunartala liggi ekki fyrir.

Spurð hversu miklu hærri hún telji þó heildarlosunina vera segir hún: „Ég geri ráð fyrir að  það megi vel tvö- til þrefalda hana til að fá heildarlosunina.“

Verður sett stjórnvaldsekt á WOW air?

Þeirra hækkunar verði líka vart þegar nýtt losunarkerfi Corsia (Carbon Offsetting and Reduction Scheme for International Aviation) verður tekið í gagnið árið 2021. „Þá náum við heildarlosuninni og þá verðum við loks með betri upplýsingar um heildarlosun hjá íslenskum flugrekendum,“ segir Margrét Helga, en kerfinu er ætlað að taka á koltvísýringslosun í öllu millilandaflugi.

Íslenskir flugrekendur eru að hennar sögn þegar byrjaðir að vakta heildarfluglosun sína til að undirbúa að skila skýrslu um losun sína áður en kerfið fer í gang árið 2021.

Líkt og áður sagði þá var losun frá flugi íslenskra flugrekenda innan EES 820.369 tonn koltvísýrings ígilda í fyrra, einungis voru þó gerð upp 542.244 tonn þeirrar losunar. Flugfélagið WOW air, sem varð gjaldþrota í byrjun mars, var búið að skila inn losunarskýrslu en var ekki búið að gera upp losunina þegar það sigldi í strand.  Samkvæmt 43. grein laga um loftslagsmál á að setja stjórnvaldssekt  á þá sem gera ekki upp losun fyrir 20. apríl ár hvert og segir Margrét Helga það nú vera í vinnslu hjá Umhverfisstofnun hvernig þetta verði útfært. „Við munum þó fara eftir lögum í þessu,“ segir hún.

Losa vel flest umfram heimildir

Líkt og töflurnar sem fylgja með greininni og sem birtar voru með frétt Umhverfisstofnunnar  sýna þá virðast fyrirtæki í iðnaði vel flest, ef ekki öll, losa umfram heimildir. Þannig er Elkem með losunarheimild upp á tæp 260.000 tonn, en losar um 400.000 tonn.  Alcoa er með um 450.000 tonna heimild, en losar um 550.000 tonn, Rio Tinto Alcan er með 250.000 tonna heimild en losar um 320.000 tonn og Norðurál losar um 500.000 tonn en er með um 360.000 tonna heimild.

Margrét Helga segir Umhverfisstofnun vissulega vilja sá þessar tölur fara niður á við, en svo virðist sem iðnaður hér á landi standi mikið til í stað. „Ef við skoðum hins vegar Evrópu þá er losunin þar að fara niður í iðnaði,“ segir hún. „Heildarlosun í ETS kerfinu fyrir árið 2018 lækkaði um 3,5% en flughlutinn jókst á móti um 5%.“

Hún bendir á að þegar tafla Umhverfisstofnunnar fyrir flugrekendur er skoðuð megi sjá að einungis einn flugrekandi hér á landi hafi dregið úr losun í fyrra. „Og það er Icelandair“, segir Margrét Helga.  Eina ástæða þess sé hins vegar fækkun flugferða.

Kísilver PCC Bakki Silicon við Húsavík. Margrét Helga býst við ...
Kísilver PCC Bakki Silicon við Húsavík. Margrét Helga býst við aukinni losun frá iðnaði á þessu ári vegna kísilversins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Losunartonnið komið úr 4 evrum í 27

Erfiðara er að draga úr losun frá flugi en losun á landi og tekur lengri tíma. Umhverfisstofnun vildi þó vissulega sjá iðnaðinn draga meira úr losun hjá sér. „Þeir vilja þó meina að þeir séu með öll bestu tæki sem þeir hafa til að draga úr,“ segir Margrét Helga.

2019 verður engu að síður líklega aukningu úr losun frá iðnaði hér á landi. Samdráttur gæti hins vegar orðið í losun frá fluginu vegna gjaldþrots WOW air. „Ef við miðum við stöðuna núna, þá gæti flugið vera ca. 300.000 tonnum minna á þessu ári, en hvort að sú losun eigi eftir að koma fram í aukningu hjá einhverjum öðrum flugrekendum það eigum við eftir að sjá,“ bætir hún við.

Losunarkvótar hafa líka hækkað all verulega í verði undanfarin tvö ár, en sömu heimildir EEA eininga eru keyptar fyrir bæði flug og iðnað. Þannig var verðið á tonninu komið upp í 25-27 evrur á þeim tíma sem síðasta uppgjör var unnið. Í fyrra kostaði tonnið í kringum 12-13 og fyrir tveimur árum var það 4-5 evrur. „Þannig að ég geri ráð fyrir að þeir séu farnir að finna aðeins fyrir þessu núna,“ segir Margrét Helga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sandfokið ekkert annað en hamfarir

21:52 „Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir sem geisað hafa í V-Skaftafellssýslu marga daga frá í vor,“ skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook þar sem hann lýsir miklu sandfoki á ferð hans austur í Skaftafell í dag. Meira »

700 á biðlista eftir íbúðum í Gufunesi

21:10 Um sjö hundruð manns eru á biðlista eftir 120 íbúðum í Gufunesi. Níu lóðarvilyrði hjá Reykjavíkurborg eru með ströngum kvöðum til að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur. Meira »

Stærsti samningur í sögu Kolviðar

20:58 Bláa lónið hefur samið við Kolvið um að kolefnisjafna rekstur fyrirtækisins frá og með árinu 2019, en markmiðið er að binda kolefni sem fellur til vegna allrar starfsemi Bláa lónsins og er um að ræða stærsta samning sem Kolviður hefur gert við nokkurt fyrirtæki á Íslandi fram til þessa. Meira »

Fyrstu keppendur lagðir af stað

20:37 „Þau hjóla saman um 6 kílómetra en svo er hraðinn gefinn frjáls og þá teygist úr hópnum,“ segir Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, en keppendur í einstaklingskeppni og Hjólakrafti lögðu af stað í hringinn í kringum landið fyrr í kvöld. Meira »

Hvílir sig fyrir þungan róður

20:32 „Þegar heilsan er orðin góð og veðrið er gott, þá er ég farin,“ segir kaj­akræðar­inn Veiga Grétarsdóttir sem rær um þessar mundir rangsælis í kringum landið. Veiga er búin að ljúka um þriðjungi leiðarinnar en er nú komin til Reykjavíkur þar sem hún hyggst hvíla sig um stund í kjölfar veikinda. Meira »

Ómetanlegur tónlistararfur brann

20:00 Fyrir ellefu árum kom upp eldur á lóð Universal-risans í Hollywood. Í stóru vöruhúsi voru geymdar frumupptökur með mörgum helstu tónlistarmönnum 20. aldarinnar. Sumar munu aldrei heyrast aftur. Upptökur með Elton John, Billie Holiday, Ellu Fitzgerald, Nirvana, Guns N' Roses og Louis Armstrong. Meira »

Fátækara samfélag án Íslendinga

20:00 Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik, fer ekki í neinar grafgötur með dálæti sitt á Íslendingum með víkingaeðli sem hann segir hreina lyftistöng fyrir atvinnulíf staðarins, en auk þess ræddi hann aukna fíkniefnaneyslu og deildi sýn sinni á löggæslumál með mbl.is. Meira »

Ísjakinn ógn við skemmtiferðaskip

19:21 Borgarísjaka undan Vestfjörðum rekur enn að landi innan um hafís, frosinn sjó. Samkvæmt athugunum jarðvísindamanna við Háskóla Íslands er ísjakinn nú um 28 sjómílum norðvestan af Horni á Hornströndum. Hafísinn, sem umkringir jakann, rekur nú austur. Meira »

Nýr forstjóri segir stöðuna mjög þrönga

18:58 Nýr forseti Íslandspósts kveðst jákvæður gagnvart skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst og segir hana munu koma sér vel við endurskipulagningu fyrirtækisins. Í skýrslunni segir meðal annars að stjórnendur hafi brugðist of hægt við breytingum á markaði. Meira »

Miðlar 40 ára reynslu

18:34 Námskeið þar sem Einar Kárason rithöfundur miðlar reynslu sinni af því hvernig skrifa eigi bók, opnaði fyrir skráningu í gær. Námskeiðið, sem fyrirtækið Frami býður upp á, fer fram á netinu og er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Meira »

Segir stjórn LV starfa samkvæmt lögum

18:00 „Eitt að því sem þessi stjórn hefur lagt áherslu á er að auka gagnsæi í öllum sínum störfum, svo sem við í skipun í stjórnir hlutafélaga. Hún hefur einnig innleitt kröfu um siðferðisleg viðmið við allar sínar fjárfestingar,“ segir Ína Björk Hannesdóttir, stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Meira »

Ætlar að sjá hvert námið leiðir sig

17:58 Hugi Kjartansson var semidúx við brautskráningu frá Menntaskólanum við Hamrahlíð um síðustu áramót. Söngur og tónlist hefur alltaf skipað stóran sess í lífi hans og er hann til að mynda nýlega kominn heim frá New York þar sem hann söng með Björk Guðmundsdóttur söngkonu. Meira »

Greiddu atkvæði með fullri aðild Rússa

17:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna voru á meðal 118 þingmanna frá ríkjum Evrópu sem samþykktu í dag að veita Rússum fulla aðild að Evrópuráðinu á ný. Meira »

Míla braut ekki gegn Gagnaveitunni

16:48 Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur fellt úr gildi hluta ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar í máli Gagnaveitu Reykjavíkur gegn Mílu. Meira »

Ákærður fyrir gróf brot gegn syni sínum

16:34 Karlmaður hefur verið ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn syni sínum, sem áttu sér stað á heimilum ákærða á árunum 1996-2003, er sonur hans var 4-11 ára gamall. Málið var þingfest í morgun. Meira »

Vildi bætur en var sjálfur grunaður

16:12 Tryggingamiðstöðin var í gær sýknuð af bótakröfu vegna eldsvoða á gistiheimili á Vesturlandi í janúar 2016, en eigandi gistiheimilisins var grunaður um að hafa sjálfur orðið valdur að upptökum eldsins. Meira »

„Engin skylda að vera heiðursfélagi“

15:51 Lögmannafélag Íslands mun verða við þeirri ósk Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns um að hann verði tekinn af lista yfir heiðursfélaga í Lögmannafélaginu. Þetta staðfestir Berglind Svavarsdóttir, formaður félagsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Mótmæla aukinni skattheimtu

15:46 Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Meira »

Gæti þurft frekari fyrirgreiðslu ríkis

15:36 Að mati ríkisendurskoðanda er ekki öruggt að Íslandspóstur muni ekki þurfa á frekari fyrirgreiðslu ríkisins að halda á næsta á ári, þrátt fyrir að hækkun burðargjalda og viðbótargjald vegna erlendra sendinga muni rétta rekstur fyrirtækisins af, um tíma hið minnsta. Meira »
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
Golfbílar
Mjög vel útbúnir bílar, með ljósum/háum ljósum, stefnuljósum, flautu, skriðvörn,...
Bast-gardínur 3 stærðir
Til sölu 3 vel með farnar bast gardínur (fengust í Ikea) : stærðir 83 cm, 100 cm...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...