Meiri háttar vegaframkvæmdir á Akureyri

Gatnamót Þórunnarstrætis og Glerárgötu. Hér er Norðurorka ehf. að verki …
Gatnamót Þórunnarstrætis og Glerárgötu. Hér er Norðurorka ehf. að verki við að leggja svonefnda Hjalteyrarlögn. Áfram verður Þórunnarstrætið þverað í norður í sumar og lagnir lagðar. mbl.is/Þorgeir

Miklar framkvæmdir standa yfir á þungum umferðaræðum á Akureyri, bæði við Glerárgötu og Þórunnarstræti. Framkvæmdirnar hófust um mánaðamótin. Hluta þeirra ætti að ljúka í maí en framkvæmdir við lagnir geta staðið fram í ágúst. 

Verið er að gera vinstribeygjuvasa á miðeyju Glerárgötu og sömuleiðis breytingar á útkeyrslunni úr verslunargötunni við húsaröðina að austanverðu og inn á gatnamótin. Gatnamót Glerárgötu og Tryggvabrautar verða lagfærð og vinstribeygjuvasi Glerárgötu þar lengdur til suðurs. Í lok mánaðar ætti stærstu verkþáttum í þessum framkvæmdum að vera lokið.

Áfram verður þó eftir það unnið að ýmsum endurbótum á gatnamótum, til dæmis með fjölgun umferðarljósa. 

Norðurorka vinnur að lagningu Hjalteyrarlagnar á gatnamótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu um þessar mundir. Svo verður sú lögn lögð norður Þórunnarstrætið í allt sumar.

Unnið að lagfæringu Glerárgötu. Kantar steyptir. Mikilvægustu þáttum þessarar framkvæmdar …
Unnið að lagfæringu Glerárgötu. Kantar steyptir. Mikilvægustu þáttum þessarar framkvæmdar verður lokið í maímánuði. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert