Níu hljóta styrk frá Fulbright

Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright, Oscar Avila, formaður stjórnar Fulbright, Kristján …
Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright, Oscar Avila, formaður stjórnar Fulbright, Kristján Páll Guðmundsson, Elísa Sverrisdóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Ósk Einarsdóttir, Dr. Gísli Kort Kristófersson, Sóley Kaldal, Ingvi Hrannar Ómarsson, Dr. Árni Heimir Ingólfsson, Lenya Rún Taha Karim, Erna Vala Arnardóttir. Ljósmynd/Aðsend

Fulbright-stofnunin á Íslandi veitir á ári hverju styrki til íslenskra og bandarískra náms- og fræðimanna.

Móttaka íslenskum styrkþegum til heiðurs var haldin í dag í Ráðherrabústaðnum að viðstaddri Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að því er segir í tilkynningu.

Íslendingar sem hljóta styrk frá Fulbright stofnuninni í ár:

  • Dr. Árni Heimir Ingólfsson, til rannsóknarstarfa á sviði tónlistarsögu við Yale háskóla
  • Dr. Gísli Kort Kristófersson, til rannsóknarstarfa á sviði geðhjúkrunarfræði við Minnesota háskóla
  • Erna Vala Arnardóttir, til doktorsnáms í tónlist við Suður-Kaliforníu háskóla
  • Kristján Páll Guðmundsson til masters- og doktorsnáms í sagnfræði við Columbia háskóla
  • Ingvi Hrannar Ómarsson, til mastersnáms í kennslufræðum við Stanford háskóla
  • Sóley Kaldal, til mastersnáms í alþjóðasamskiptum við Yale háskóla
  • Lenya Rún Taha Karim, til þátttöku í sumarnámsstefnu á sviði félagslegrar frumkvöðlastarfsemi við Tennessee háskóla
  • Elísa Sverrisdóttir, til þátttöku í undirbúningsnámskeiði fyrir háskólanám við St. Cloud háskóla
  • Katrín Ósk Einarsdóttir, til þátttöku í undirbúningsnámskeiði fyrir háskólanám við Wisconsin háskóla
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert