Nýbyggingin kynnt þingmönnum

Farið var m.a. yfir byggingaráform þingsins á Alþingisdeginum, en vonir …
Farið var m.a. yfir byggingaráform þingsins á Alþingisdeginum, en vonir standa til að byggingin verði tekin í notkun árið 2023. Ljósmynd/Alþingi

„Við ákváðum að gera eitthvað sameiginlega og það mæltist mjög vel fyrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um Alþingisdaginn sem haldinn var sl. föstudag.

Þar var fundað með bæði þingmönnum og starfsfólki þingsins og farið yfir ýmis mál sem snerta þingið sem sameiginlegan vinnustað.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem dagur af þessu tagi er haldinn í þinginu þar sem bæði þingmenn og starfsmenn koma saman, utan jólahlaðborða, og segir Steingrímur að það sé ekki ólíklegt að dagurinn verði haldinn aftur. „Bæði þingmenn og starfsmenn sem ég heyrði í voru mjög ánægðir, og þetta undirstrikar það að við erum einn vinnustaður og eitt samfélag. Við vinnum í miklu návígi og erum hvert öðru háð í þeim skilningi að starfsemi Alþingis væri ekki beysin nema fyrir okkar starfsfólk,“ segir Steingrímur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »