Skákmenn þjálfa hugann vikulega í TR

Að tefla við skákborð er talsvert öðruvísi en að tefla …
Að tefla við skákborð er talsvert öðruvísi en að tefla við tölvuskjáinn, segir formaður TR. Ljósmynd/Kjartan Maack

Atskákmót hafa verið fátíð hér á landi undanfarin ár og því fór Taflfélag Reykjavíkur að efna til vikulegra atskákmóta í húsakynnum félagsins. Mótin byrjuðu í mars sl. og hafa fengið mjög góðar viðtökur.

Bíða margir spenntir í hverri viku eftir þriðjudagskvöldum í Faxafeni, þar sem skákmenn fá sér heitt kaffi og taka nokkrar „bröndóttar“, sér að kostnaðarlausu, segir í umfjöllun um mál þetta á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Fjöldi skákáhugamanna teflir fyrir framan tölvuskjáinn, sem er síður en svo galin leið til að þjálfa hugann gegn andstæðingum hvaðanæva úr heiminum. Þótt tölvan geti hjálpað skákmönnum við að viðhalda taflmennskunni segir Kjartan Maack, formaður Taflfélags Reykjavíkur, að gjörólíkt sé að tefla á skákborði og við tölvuskjáinn. Augljósi munurinn sé félagsskapurinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »