Telur þátttökubann ólíkleg viðurlög

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segist skilja Hatara að mörgu leyti ...
Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segist skilja Hatara að mörgu leyti fyrir uppátækið og kveður það ekki hafa komið sér neitt gríðarlega á óvart. mbl.is/Þórður

„Okkur hefur ekki borist neitt frá EBU (samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva) og sjáum til hvort svo verður,“ sagði Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri í Morgunþættinum á Rás 2 í morgun um mögulega eftirmála þess að nokkrir liðsmenn Hatara hafi haldið á lofti borðum með palestínska fánanum í útsendingu frá stigagjöf Eurovision.

Spurður hvort hann telji möguleg viðurlög geta falið í sér að Íslandi yrði meinuð þátttaka í keppninni á næsta ári, sagðist hann telja  „óeðlilegt og undarlegt“ ef viðurlögin yrðu svo mikil.

Magnús Geir sagði aðstæður óneitanlega hafa verið sérstakar og listamennirnir hafi tekið þessa ákvörðun í hita leiksins. Þá minnti hann á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem fánum annarra þjóða en þeirra sem taki þátt hafi verið veifað í Eurovision. Þannig hafi samíski fáninn til að mynda sést undir framlagi Noregs í undankeppninni í síðustu viku.

„Mér þykir það mjög ólíklegt að það verði einhver slík viðurlög. Það er líklegra að það verði kannski gerð formleg athugasemd við þetta,“ sagði hann og ítrekaði að þetta væri bara hans vangaveltur.

Hatarar veifuðu borðum með palestínska fánanum og öll Evrópa fylgdist ...
Hatarar veifuðu borðum með palestínska fánanum og öll Evrópa fylgdist með. Skjáskot/RÚV

Meðvituðuð um að þetta var ekki sykurhúðað framlag

Hann segir RÚV ekki hafa haft vitneskju um þá ætlun Hatara að hafa fánana á lofti, en RÚV sé heldur ekki búið að gera athugasemd við listamennina eftir keppnina vegna atburðarins. „Þetta var kannski hluti af þeirra plani, en þetta var ekki hluti af plani RÚV,“ sagði Magnús Geir.

„Við hins vegar erum alveg meðvituð um að þegar þjóðin valdi Hatara þá vitum við að við erum ekki að fara með sykurhúðað framlag. Þarna eru listamenn sem liggur mikið á hjarta og það er jú eðli listarinnar að spyrja áleitinna spurninga og velta upp nýjum flötum.“ Sjálft atriðið sé þess eðlis. „Það slær mann svolítið utan undir og það er auðvitað eldfimmt ástand á þessum slóðum og það er hlutverk listarinnar að  spyrja spurninga.“

Magnús Geir sagðist vera gríðarlega ánægður með framlag Íslands í ...
Magnús Geir sagðist vera gríðarlega ánægður með framlag Íslands í Eurovision þetta árið og atriðið væri að hans mati eitt flottasta íslenska atriðið til þessa. AFP

Gríðarlega ánægður með framlag Íslands

Sjálfur sagðist Magnús Geir vera „gríðarlega ánægður“ með framlag Íslands þetta árið. „Mér finnst þetta eitt flottasta, ef ekki flottasta, framlag Íslands í keppnina til þessa,“ sagði hann. „Þetta er risastór listrænn gjörningur, listaverk sem gengur algjörlega upp á sínum forsendum. Mér finnst þetta vera flott sviðsett, flott á sviðinu, lagið flott og mér finnst framganga Hatara hafa verið verið virkilega flott í fjölmiðlum. Við höfum náð mikilli athygli. Þeir dansa á línunni og það er erfitt og krefjandi verkefni í þessum mikla sirkus sem Eurovision er.“

Kvaðst útvarpsstjóri skilja Hatara að mörgu leyti. „Ég get ekki sagt að það hafi komið mér gríðarlega á óvart,“ sagði hann um uppátækið.

Magnús Geir játaði hann hefði vissulega verið örlítið stressaður fyrir úrslitakvöldið. „Þegar maður tekur þátt í svona þá er maður ekkert rólegur, sérstaklega í þessu tilviki þegar þetta er svona eldfimt efni. Ég neita því ekki að ég var ekki pollrólegur þetta kvöld,“ sagði hann og bætti við að hann hefði verið ánægður að sjá er atriðinu var siglt í höfn þetta kvöld.

mbl.is

Innlent »

Fljúga 1.100 kílómetra á svifvængjum

22:30 Hans Kristján er staddur í Sviss og mun næstu daga þvera Alpana á svifvængjum. „Þetta er ein magnaðasta keppni í heimi,“ segir hann en drífur sig svo að sofa, því að á morgun flýgur hann 100 kílómetra. Meira »

Lokanir gatna og akstur Strætó 17. júní

22:26 Mörgum götum verður lokað vegna hátíðarhalda í miðborg Reykjavíkur á morgun, 17. júní, og hvetur lögregla vegfarendur til að fara varlega og leggja löglega, en frekari upplýsingar um götulokanir er að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Meira »

Víða væta á þjóðhátíðardegi íslendinga

21:59 „Það er útlit fyrir norðlæga átt hjá okkur á morgun og skýjað fyrir norðan og austan, en léttskýjað suðvestan lands fram eftir degi,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur um veðurspána fyrir 17. júní, þjóðhátíðardag Íslands, í samtali við mbl.is. Meira »

Flugkennslu aflýst vegna óánægju

20:40 Eftir að póstur var sendur til flugkennara í verktakavinnu hjá Keili þess efnis að þeim yrði gert að gangast undir kjarasamninga við fyrirtækið, lögðu sumir þeirra niður störf vegna óánægju. Meira »

Græni herinn kom saman á ný

19:30 Græni herinn svokallaði var endurvakinn í dag með táknrænni athöfn á sama stað og hann var upphaflega stofnaður fyrir 20 árum. Efnt var til gróðursetningar í Hveragerði sem mun marka upphaf starfsemi Græna hersins í nýrri 5 ára áætlun hans. Meira »

Costco sýknað af bótakröfu vegna tjóns

19:05 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Costco af kröfu konu um bætur vegna innkaupakerru sem rann á bíl hennar framan við verslunina í Garðabæ. Fór konan fram á rúmar 262 þúsund krónur í bætur vegna viðgerðar. Meira »

Fara í Garðabæ eftir 80 ár í Borgartúni

18:25 Vegagerðin mun á næstu 14 mánuðum flytja höfuðstöðvar sínar frá Borgartúni í Reykjavík í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Reginn og framkvæmasýsla ríkisins hafa gert samning um uppbyggingu og leigu á nýjum höfuðstöðvum á þessum stað, en þangað verður einnig flutt þjónustustöð Vegagerðarinnar í Hafnarfirði. Meira »

Engin lending komin um þinglok

18:13 Enn þá virðist engin lending komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Viðræðurnar eru í gangi en hljóðið í mönnum er á þá leið að ekki sé mikill kraftur í viðræðunum. Meira »

Fjórir mjög hæfir í starf seðlabankastjóra

18:05 Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög hæfa, en það eru þeir Gylfi Magnússon, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands, Jón Dan­í­els­son, pró­fessor við LSE í London, og Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra. Meira »

„Besta vor sem ég hef upplifað“

17:40 „Þetta er nú bara besta vor sem ég hef upplifað,“ segir Anna Melén sem hefur um áratugaskeið ræktað garðinn sinn í Garðabæ af mikilli alúð. Þar ræktar hún grænmeti, ber og jurtir og er uppskeran oft svo mikil að hún fær um kíló af tómötum á hverjum degi á uppskerutímabilinu. Meira »

Forsetinn mætir á Packardinum á morgun

16:25 Á opnu húsi á Bessastöðum í dag voru gamlar forsetabifreiðar til sýnis. Gestir fengu líka að skoða sig um í vistarverum forsetans. Forsetinn verður á bíl frá 1942 á morgun, 17. júní. Meira »

Víkingar njóta lífsins í blíðunni

15:50 Víkingahátíð er enn í fullum gangi á Víðistaðatúni í Hafnarfirði, en þar hafa gestir, líkt og aðrir landsmenn, notið veðurblíðunnar um helgina. Meira »

Heiðrún komin í leitirnar

14:02 Heiðrún Kjartansdóttir, sem lýst var eftir seint í gærkvöld, er komin í leitirnar heil á húfi. Lögreglan þakkar fyrir veitta aðstoð. Meira »

Úr Sævarhöfða í Álfsnesvík

13:20 Björgun og Reykjavíkurborg hafa undirritað samkomulag um að fyrirtækið fái lóð undir starfsemi sína í Álfsnesvík á Álfsnesi, skammt frá urðunarsvæði Sorpu. Skipulagsferli er hafið og jafnframt er unnið að umhverfismati á svæðinu. Meira »

Varðeldur skapaði stórhættu

12:23 „Það er mjög alvarlegt að gera þetta og við erum að skoða málið. Þetta er inni í skógi og það er tilræði við almannahagsmuni að gera svona,“ segir Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, í samtali við mbl.is. Hann staðfestir að eldur hafi verið kveiktur á tjaldsvæði í Selskógi í nótt. Meira »

Segir húsmæðraorlof tímaskekkju

11:28 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir að orlof húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu sé „algjör tímaskekkja“ en bærinn greiddi um þrjú hundruð þúsund kr. fyrir orlof húsmæðra í fyrra. Meira »

Gekk 100 kílómetra á 36 klukkutímum

10:36 „Þetta var miklu erfiðara en ég átti von á. Ástandið á líkamanum er eiginlega skelfilegt og sársauki allstaðar en allt í góðu samt,“ segir Einar Hansberg Árnason í samtali við mbl.is eftir að hann lauk 100 kílómetra göngu nú fyrr í morgun. Meira »

Ekkert saknæmt talið hafa átt sér stað

10:15 Engar vísbendingar hafa borist lögreglunni vegna hvarfs Heiðrúnar Kjartansdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á miðvikudag. Ekki er talið að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. „Vonandi koma með morgninum eða deginum upplýsingar til okkar,“ segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Meira »

86 mál skráð hjá lögreglunni

07:29 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt því alls skráði hún 86 mál á þessu tímabili. Í öllum hverfum þurftu lögreglumenn að sinna mörgum kvörtunum um hávaða í tónlist úr heimahúsum, hávaða vegna framkvæmda á vinnustöðum og frá skemmtistöðum. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
35 " Toyota LandC árg. sept. 2002
Dísel 164 hestöf sjálfskiptur. Akstur 256 þús: gott viðhald. Búið að sjóða í s...