Veifuðu fána fullvalda ríkis

Forsætisráðherrann tók sérstaklega fram að Palestína væri fullvalda ríki í …
Forsætisráðherrann tók sérstaklega fram að Palestína væri fullvalda ríki í augum Íslands. mbl.is/​Hari

„Ég er talsmaður tjáningarfrelsis, og tel það mjög mikilvægt,“ segir forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir í samtali við mbl.is spurð um það uppátæki Hatara að veifa borðum með fána Palestínu í útsendingu Eurovision-söngvakeppninnar á laugardagskvöld. 

Spurð frekar um málið tekur Katrín fram að Íslendingar hafi viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki.

„Þeir nýttu [tjáningarfrelsi sitt] þarna til að veifa fána ríkis sem við höfum viðurkennt sem fullvalda ríki,“ segir Katrín og hljómar nokkuð róleg yfir uppátækinu öllu saman. 

„Það á svo eftir að koma í ljós hvaða áhrif þetta hefur á söngvakeppnina,“ segir hún en eins og víða hefur komið fram hefur framkvæmdastjórn söngvakeppninnar gefið út að atvikið verði rætt, og muni mögulega hafa einhverjar afleiðingar.

Deilt hefur verið um uppátækið á netmiðlum um allan heim.
Deilt hefur verið um uppátækið á netmiðlum um allan heim. Skjáskot/RÚV
mbl.is