Á 164 km hraða og of seinn á hótelið

Lögreglan á Suðurlandi greip tvo ökumenn í Eldhrauni á miklum …
Lögreglan á Suðurlandi greip tvo ökumenn í Eldhrauni á miklum hraða. mbl.is/Eggert

Tveir erlendir ferðamenn voru á ofsaakstri í Eldhrauni skammt frá Kirkjubæjarklaustri í gær. Annar var að 164 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Lögreglan á Suðurlandi svipti hann ökuréttindum á staðnum. 

Ökumaðurinn gaf þá skýringu á ökuhraða sínum að hann væri orðinn alltof seinn á hótelið þar sem hann og ferðafélagi hans höfðu pantað næturgistingu.

Á sama vegkafla skömmu áður var annar ökumaður tekinn á 140 km á klukkustund. 

  

mbl.is