„Bersýnilega málþóf“

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var 12 sinnum á mælendaskrá ...
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var 12 sinnum á mælendaskrá í gær og segir umræðuna „bersýnilega“ vera komna út í málþóf. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það eru eng­in tak­mörk á því í starfs­regl­um þings­ins hversu marg­ar ræður má halda í ann­arri umræðu um frum­vörp inni á þingi.

Í dag hefst þingfundur klukkan 13.30. Þar verður þriðji orkupakkinn þriðja mál á dagskrá. Sá fundur gæti líka staðið langt fram á nótt.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur umræðuna á þinginu „bersýnilega“ vera komna út í málþóf núna. Þingfundi var slitið klukkan 5.42 í morgun, eftir að stigið hafði verið í pontu 287 sinnum frá því 17.43 síðdegis í gær. Helgi Hrafn tók sjálfur 12 sinnum til máls en þurfti frá að hverfa áður en yfir lauk.

Bryndís Haraldsdóttir, 6. varaforseti þingsins, sat fundinn þar til um fjögurleytið í morgun. Í samtali við mbl.is segir hún Miðflokksmenn í málþófi. Engin takmörk séu á ræðuhöldum í annarri umræðu, segir Bryndís. „Þingsköpin okkar eru gölluð að þessu leyti,“ segir hún.

Bryndís treystir sér ekki til þess að fullyrða um hve lengi þetta kann að standa. „Þeir hafa frelsi til að tala á meðan þeir telja eitthvað óframkomið í málinu. Ég sé ekki annað en að fólk hljóti að sjá á endanum að önnur mál eru mikilvægri,“ segir hún.

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og 6. varaforseti þingsins, segir þingmenn ...
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og 6. varaforseti þingsins, segir þingmenn Miðflokksins hafa verið að spyrja spurninga sem þeir vissu svarið við. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það eru aðeins sex þingfundir eftir samkvæmt starfsáætlun þingsins, auk eldhúsdags. Bryndís segir „harla ólíklegt“ að meint málþóf standi út þingið.

„Ef það er ekki málþóf þá er málþóf bara einhver hjátrú“

„Þetta er bersýnilega málþóf. Það er hlægilegt að ímynda sér eitthvað annað. Þeir fara í andsvör við hver annan innan flokks fram á morgun. Ef það er ekki málþóf þá er málþóf bara einhver hjátrú,“ segir Helgi Hrafn.

„Ég get ekki sagt til um hvað liggur að baki hjá þeim. Eflaust eru þetta hjá sumum þeirra einlægar áhyggjur af þessu máli. Tveir þingmenn Miðflokksins finnst mér samt hafa snúið svo svakalega út úr staðreyndum að ég trúi því ekki að þeir séu að halda umræðunni gangandi af málefnalegum ástæðum. Það gildir samt ekki um þá alla,“ segir Helgi Hrafn.

„Það er auðvitað eðlilegt að fólk fái þann tíma sem það telur sig þurfa til að ræða málin. Að sama skapi finnst mér að séu svona langar umræður yfir nóttina dragi úr getu umræðunnar til að verða árangursrík. En þriðji orkupakkinn er hitamál í samfélaginu og mér finnst eðlilegt að það sé rætt mjög mikið í þingsal,“ segir Helgi Hrafn.

Voru að spyrja spurninga sem þeir vissu svarið við

„Miðflokksmenn eru í málþófi um þriðja orkupakkann,“ segir Bryndís. Hún situr í utanríkismálanefnd, sem vísaði málinu í aðra umræðu í upphafi síðustu viku. „Þeir voru einir á mælendaskrá á tíma og fóru í andsvör við sjálfa sig með skjalli um samflokksmenn sína,“ segir hún. „Þeir voru að spyrja spurninga sem þeir vissu svarið við.“

Fæstir voru staddir í salnum alla nótt og undir lokin voru það aðeins þeir sem voru á mælendaskrá og svo þeir sem annast utanumhald þingstarfs, svo sem forsetar þingsins. „Það er ekki með neinu móti hægt að skylda neinn til þess að hlusta á þetta,“ segir Bryndís.

Hún segir þingmönnum frjálst að hlusta á fundinn heima við kjósi þeir svo. „En ég efast um að það séu margir sem hlusti á þessar ræður langt fram á nótt,“ segir hún.

Helgi segir að þegar umræðan sé komin út í málþóf þurfi samt að gæta þess að dæma hana ógilda. „Mér finnst mikilvægt að hafa í huga þegar við tölum um málþóf,“ segir Helgi, „að það virkar ekki þannig að sá sem þæfir geri það bara af röngum ástæðum. Það er lenska hjá þeim sem er á öndverðum meiði við þá sem standa í málþófinu að halda sig frá umræðunni, dæma þetta málþóf og taka þess vegna ekki þátt. Ég er á móti þessari nálgun. Ef fólk telur sig hafa ástæðu til þess að ræða málin mjög lengi, þá eigum við bara að ræða þau mjög lengi og rekja punktana aftur og aftur ef þess þarf,“ segir Helgi.

mbl.is

Innlent »

Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum

Í gær, 23:45 Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hafi ekki brotið gegn fjölmiðlalögum.  Meira »

Verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga

Í gær, 23:25 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, hefur sent Lögmannafélagi Íslands bréf þar sem hann óskar þess að nafn hans verði tekið af skrá yfir heiðursfélaga. Meira »

Erfiðir tímar án Jóns Þrastar

Í gær, 23:00 Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi í febrúar, biðlaði til áhorfenda sjónvarpsþáttarins Crimecall í kvöld að láta lögregluna vita ef þeir hafa einhverjar upplýsingar sem tengjast hvarfi hans. „Ég sakna hans svo mikið,“ sagði hún grátandi. Meira »

Nýr seðlabankastjóri skipaður í júlí

Í gær, 22:23 Gengið verður frá skipan nýs seðlabankastjóra í næsta mánuði, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.  Meira »

Segir úttektina ekki gefa falleinkunn

Í gær, 22:10 „Hér er verið að innleiða þessu nýju lög eins og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Ég lít ekki á þetta sem áfellisdóm eða falleinkunn heldur leiðbeinandi álit,“ segir bæjarstjóri Hveragerðis um úttekt gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlað fólk í bænum. Meira »

Skýrsla um Íslandspóst kynnt á morgun

Í gær, 21:50 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður kynnt á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fyrramáli Meira »

„Þyrfti þá að læra íslensku“

Í gær, 21:00 Prestekla er viðvarandi vandamál í ystu byggðum Noregs. Gabriel Are Sandnes var beðinn að þiggja brauðið í Gamvik í nokkrar vikur þrátt fyrir að vera löngu farinn á eftirlaun. Hann ræddi við mbl.is um sorgina á hjara veraldar, þverrandi kirkjusókn og spíritisma. Meira »

Búast við einstakri stemningu

Í gær, 20:51 Þeir lofa skemmtun, stuði, óvæntum uppákomum og tónlist af bestu sort í Laugardalshöll annað kvöld. Fjórmenningarnir í Duran Duran eru hingað komnir til að halda tónleika og hlakka til að skemmta íslenskum aðdáendum sínum og rifja upp að á fyrri tónleikum sínum hér hafi verið einstök stemning. Meira »

Veganestið veganesti fyrir Nettó

Í gær, 20:41 Þegar fréttir bárust af óheppilegum verðmiða í Nettó úti á Granda biðu menn þar á bæ ekki boðanna heldur réðust strax í að breyta honum. Nú stendur Veganesti en hvergi Vegan. Meira »

Fleiri vilja í vinnuskólann í ár

Í gær, 20:15 Fleiri starfa í unglingavinnunni bæði í Kópavogi og í Reykjavík á þessu ári en í fyrra. 15% fjölgun er í vinnuskóla Reykjavíkur milli ára og eru nemendur um 2.200 talsins í ár. Í Kópavogi eru skráðir um 900 krakkar og fjölgaði þeim um 50 milli ára. Allir sem sækja um fá vinnu hjá sveitarfélögunum. Meira »

Vesturbæjarlaug lokuð í tæpar tvær vikur

Í gær, 19:57 Frá 24. júní og til 5. júlí verður Vesturbæjarlaugin lokuð vegna viðhalds og framkvæmda. Einhverjir vongóðir sundlaugargestir komu að lokuðum dyrunum í morgun. Meira »

Á bak við tjöldin

Í gær, 19:54 Þáttagerðarmaðurinn Gunnlaugur Jónsson og Ragnar Hansson kvikmyndagerðarmaður eru að leggja lokahönd á fimm íþróttatengda heimildaþætti fyrir Saga Film sem ráðgert er að byrja að sýna í Sjónvarpi Símans öðruhvorumegin við næstu áramót. Meira »

Sykurskattur sé forsjárhyggja

Í gær, 19:24 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir áform um nýjan sykurskatt og fleiri breytingar á skattlagningu matvæla og segir þær munu flækja skattkerfið á ný með tilheyrandi óhagræði og umstangi fyrir fyrirtæki og hættu á undanskotum frá skatti. Meira »

Tengist hernaðarumsvifum Rússa

Í gær, 19:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar segir áætlaða uppbyggingu bandaríska hersins á Íslandi hafa verið viðbúna. Með mótframlagi Íslands sé verið að bregðast við viðhaldsþörf. Meira »

Ljóð kvenna eru gull og gersemar

Í gær, 19:05 Magnea Ingvarsdóttir menningarfræðingur hefur mikinn áhuga á ljóðum kvenna frá öllum tímum. Hún hefur safnað ljóðabókum eftir konur í nokkurn tíma og heldur úti fésbókarsíðu sem heitir Tófan. Meira »

Fögnuðu nýju jafnréttisákvæði

Í gær, 18:33 Ráðherrar Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, fögnuðu því að EFTA hefur nú uppfært samningsmódel sitt um sjálfbæra þróun og tekið inn í það jafnréttisákvæði, að frumkvæði Íslands, á árlegum fundi sínum í Liechtenstein í dag. Meira »

Mun ekki tefja fjölmiðlafrumvarpið

Í gær, 18:19 „Það var búið að afgreiða þetta frumvarp úr ríkisstjórn og úr þingflokkunum. Ég mun mæla aftur fyrir frumvarpinu á fyrstu dögum haustþingsins og svo fer það í nefnd og við klárum það mál,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við mbl.is um fjölmiðlafrumvarpið. Meira »

Ummæli forstjóra SÍ lítilsvirðandi

Í gær, 18:14 Sérfræðingur í barnahjúkrun segir ummæli forstjóra Sjúkratrygginga Íslands þess efnis að ekki skipti máli við hverja verði samið um heimahjúkrun langveikra barna gera að engu sérþekkingu og reynslu þeirra sem henni sinna. Meira »

Þrjú umferðarslys í borginni á viku

Í gær, 18:04 Síðasta fimmtudag var bifreið ekið utan í gangandi mann og yfir vinstri fót hans, er hann gekk skáhallt yfir Lækjargötu við gangbraut með ljósastýringu. Hann er einn þriggja sem slösuðust í umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu 16.-22. júní. Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...