Eitt þúsund börn með skólaforðun

Málefni skólabarna voru til umræðu á málþingi í gær.
Málefni skólabarna voru til umræðu á málþingi í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það eru nú um eitt þúsund börn sem glíma við skólaforðun – það er mjög sláandi fjöldi,“ segir Guðríður Bolladóttir, lögfræðingur hjá Umboðsmanni barna, í samtali við Morgunblaðið.

Hún er ein þeirra sem í gær fluttu erindi á málþingi um skólasókn og skólaforðun grunnskólabarna. Var þar meðal annars hlutverki stjórnvalda, skóla og foreldra velt upp í því samhengi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðríður umræðu um skólaforðun vera nokkuð nýja af nálinni hér á landi. Hún sé aftur á móti áratugagömul í þeim löndum sem við gjarnan berum okkur saman við. Að hennar mati er brýnt að samræma skráningar á fjarvistum og hugtakanotkun þegar kemur að skólaforðun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »