Eldur í bifreið í Salahverfi

Íbúar voru að mestu búnir að slökkva eldinn þegar slökkvilið …
Íbúar voru að mestu búnir að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði. mbl.is/Árni Sæberg

Eldur kom upp í bifreið í Salahverfi í Kópavogi á áttunda tímanum í kvöld. Bifreiðin var mannlaus en íbúar í hverfinu voru fljótir að bregðast við og notuðu garðslöngu til að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Slökkviliðið var jafnframt kallað á vettvang og tók þá við slökkvistarfi. Skemmdir urðu í vélarrými og mælaborði bifreiðarinnar. Eldsupptök eru ekki kunn.

mbl.is