Engin raunhæf úrræði í boði

Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs og Tryggva.
Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs og Tryggva. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er mjög, mjög merkilegur dómur hjá Hæstarétti. Hæstiréttur lýsir þeirri afstöðu að það séu engar lagaheimildir til þess að taka upp dóma á grundvelli þess að Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hafi komist að niðurstöðu um að fyrri dómar þeirra séu rangir,“ segir Gestur Jónsson, lögmaður þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar.

Í morgun kvað Hæstiréttur Íslands upp þann dóm að mál þeirra yrði ekki endurupptekið og það segir Gestur hafa komið sér „mjög á óvart“ þar sem hann telji að fyrir liggi fordæmi frá Hæstarétti, Vegasmálið frá 2012.

Dómur Hæstaréttar hefur væntanlega fordæmisgildi fyrir aðra þá sem leitað hafa til MDE sökum þess að hafa verið refsað tvívegis af íslenska ríkinu fyrir sömu brotin, en nýjasta dæmið um slíkt er mál Bjarna Ármannssonar kaupsýslumanns, sem lagði íslenska ríkið fyrir MDE í síðasta mánuði.

„En þetta er niðurstaða Hæstaréttar og þá horfir maður til þess að samkvæmt mannréttindasáttmálanum, sem er ekki bara einhver sáttmáli úti í heimi heldur eru lög sem gilda á Íslandi, […] er sú skylda lögð á aðildarríki mannréttindasáttmálans að tryggja þegnum sínum raunhæf úrræði til þess að ná rétti sínum, samkvæmt dómum MDE.

Að fenginni þessari niðurstöðu Hæstaréttar liggur fyrir að íslenska ríkið hefur ekki sinnt þeirri skyldu sinni til þess að ná rétti sínum samkvæmt dómum MDE,“ segir Gestur og vísar til 13. gr. laga um mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt til raunhæfs úrræðis til að leita réttar síns.

Þar segir: „Sérhver sá sem á er brotinn sá réttur eða það frelsi hans skert, sem lýst er í samningi þessum, skal eiga raunhæfa leið til að ná rétti sínum fyrir opinberu stjórnvaldi, og gildir einu þótt brotið hafi framið opinberir embættismenn.“

Gestur Jónsson (t.v.) og Jón Ásgeir Jóhannesson (f.m.) hafa varið ...
Gestur Jónsson (t.v.) og Jón Ásgeir Jóhannesson (f.m.) hafa varið dágóðum tíma saman í dómsal undanfarin ár. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Í niðurlagi dóms Hæstaréttar, sem kveðinn var upp í morgun, kemur fram að með niðurstöðunni sé „ekki tekin afstaða til þess hvort dómfelldu kunni að eiga önnur raunhæf úrræði til að leita réttar síns á grundvelli 13. gr. mannréttindasáttmálans“.

Þetta telur Gestur algjörlega útilokað.

„Ég veit ekki til þess að það sé nein önnur leið til að fella dóma Hæstaréttar úr gildi í sakamáli nema það sé gert af Hæstarétti sjálfum,“ segir hann og bætir við að hann skilji ekki hvað Hæstiréttur sé að segja.

„Það er í mínum huga fullkomlega útilokað að það séu nokkur önnur úrræði við núverandi aðstæður.“

Saksóknari breytti afstöðu sinni

Gestur segir að sé merkilegt að þegar að málið var rekið fyrir endurupptökunefndinni, sem í fyrra tók ákvörðun um að taka ætti málið upp fyrir Hæstarétti, hafi Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tvívegis veitt því jákvæða umsögn að málið yrði tekið upp á ný.

„Í báðum tilvikum mælti hann eindregið með endurupptöku og að það yrði fallist á þessa beiðni. Síðan kom niðurstaða frá nefndinni sem var í samræmi við það sem við óskuðum eftir og það sem ríkissaksóknari hafði mælt með, en þegar málið var flutt fyrir Hæstarétti þá breytti ríkissaksóknari um afstöðu og hélt því fram, sem að er núna niðurstaða Hæstaréttar, að það væri ekki lagagrundvöllur fyrir þessari endurupptöku.“

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. mbl.is/Eggert

Gestur segir að saksóknari hafi skýrt þessa kúvendingu í afstöðu sinni með þeim hætti að við nánari skoðun hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að það vantaði lagaheimild fyrir endurupptökunni.

Svíar hafi ekki þurft neinar lagabreytingar til

Í dómi Hæstaréttar er fjallað um að í Noregi hafi verið sett sérstakt lagaákvæði sem heimili Hæstarétti Noregs að endurupptaka mál á grundvelli dóma MDE, en það vekur athygli Gests að ekki hafi verið fjallað um að Hæstiréttur Svíþjóðar hafi árum saman tekið upp „öll mál af þessu tagi án þess að það væri nokkrum lögum breytt þar“.

„Ég veit ekki til þess að það hafi verið neinar aðrar aðstæður uppi í Svíþjóð en á Íslandi. Þar löguðu menn þessa stöðu sem uppi var nánast í beinu framhaldi af dómi MDE sem gekk árið 2010 eða 2009,“ segir Gestur.

Spurður út í framhaldið fyrir skjólstæðinga sína segir Gestur að mögulegt haldreipi gæti verið frumvarp sem liggur fyrir Alþingi um stofnun endurupptökudómstóls, sem mun koma í stað endurupptökunefndar verði frumvarpið að lögum.

„Samkvæmt frumvarpinu er sett inn sérstök heimild til þess að taka upp mál á grundvelli þess að niðurstöður MDE hafi verið aðrar um túlkun á réttarreglunum heldur en þær sem eru á Íslandi. Verði þessi lög samþykkt opnast til þess heimild að fá þennan dóm endurupptekinn,“ segir Gestur.

En hann segir ferlið nú þegar hafa verið afar langt fyrir skjólstæðinga sína og að ekki megi gleyma því að þetta mál sem Hæstiréttur fjallaði um í morgun eigi sér uppruna í atvikum sem áttu sér stað árið 2002.

„Það eru þegar orðin 17 ár síðan þetta byrjaði og þetta er auðvitað alveg rosaleg niðurstaða að fá það í andlitið að það sé ekki heimild til að leiðrétta það sem er vitað að var rangt,“ segir Gestur og bætir því að Íslendingar séu „tossar í því að standa við þær skuldbindingar sem við höfum gengist undir“.

mbl.is

Innlent »

Sandfokið ekkert annað en hamfarir

21:52 „Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir sem geisað hafa í V-Skaftafellssýslu marga daga frá í vor,“ skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook þar sem hann lýsir miklu sandfoki á ferð hans austur í Skaftafell í dag. Meira »

700 á biðlista eftir íbúðum í Gufunesi

21:10 Um sjö hundruð manns eru á biðlista eftir 120 íbúðum í Gufunesi. Níu lóðarvilyrði hjá Reykjavíkurborg eru með ströngum kvöðum til að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur. Meira »

Stærsti samningur í sögu Kolviðar

20:58 Bláa lónið hefur samið við Kolvið um að kolefnisjafna rekstur fyrirtækisins frá og með árinu 2019, en markmiðið er að binda kolefni sem fellur til vegna allrar starfsemi Bláa lónsins og er um að ræða stærsta samning sem Kolviður hefur gert við nokkurt fyrirtæki á Íslandi fram til þessa. Meira »

Fyrstu keppendur lagðir af stað

20:37 „Þau hjóla saman um 6 kílómetra en svo er hraðinn gefinn frjáls og þá teygist úr hópnum,“ segir Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, en keppendur í einstaklingskeppni og Hjólakrafti lögðu af stað í hringinn í kringum landið fyrr í kvöld. Meira »

Hvílir sig fyrir þungan róður

20:32 „Þegar heilsan er orðin góð og veðrið er gott, þá er ég farin,“ segir kaj­akræðar­inn Veiga Grétarsdóttir sem rær um þessar mundir rangsælis í kringum landið. Veiga er búin að ljúka um þriðjungi leiðarinnar en er nú komin til Reykjavíkur þar sem hún hyggst hvíla sig um stund í kjölfar veikinda. Meira »

Ómetanlegur tónlistararfur brann

20:00 Fyrir ellefu árum kom upp eldur á lóð Universal-risans í Hollywood. Í stóru vöruhúsi voru geymdar frumupptökur með mörgum helstu tónlistarmönnum 20. aldarinnar. Sumar munu aldrei heyrast aftur. Upptökur með Elton John, Billie Holiday, Ellu Fitzgerald, Nirvana, Guns N' Roses og Louis Armstrong. Meira »

Fátækara samfélag án Íslendinga

20:00 Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik, fer ekki í neinar grafgötur með dálæti sitt á Íslendingum með víkingaeðli sem hann segir hreina lyftistöng fyrir atvinnulíf staðarins, en auk þess ræddi hann aukna fíkniefnaneyslu og deildi sýn sinni á löggæslumál með mbl.is. Meira »

Ísjakinn ógn við skemmtiferðaskip

19:21 Borgarísjaka undan Vestfjörðum rekur enn að landi innan um hafís, frosinn sjó. Samkvæmt athugunum jarðvísindamanna við Háskóla Íslands er ísjakinn nú um 28 sjómílum norðvestan af Horni á Hornströndum. Hafísinn, sem umkringir jakann, rekur nú austur. Meira »

Nýr forstjóri segir stöðuna mjög þrönga

18:58 Nýr forseti Íslandspósts kveðst jákvæður gagnvart skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst og segir hana munu koma sér vel við endurskipulagningu fyrirtækisins. Í skýrslunni segir meðal annars að stjórnendur hafi brugðist of hægt við breytingum á markaði. Meira »

Miðlar 40 ára reynslu

18:34 Námskeið þar sem Einar Kárason rithöfundur miðlar reynslu sinni af því hvernig skrifa eigi bók, opnaði fyrir skráningu í gær. Námskeiðið, sem fyrirtækið Frami býður upp á, fer fram á netinu og er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Meira »

Segir stjórn LV starfa samkvæmt lögum

18:00 „Eitt að því sem þessi stjórn hefur lagt áherslu á er að auka gagnsæi í öllum sínum störfum, svo sem við í skipun í stjórnir hlutafélaga. Hún hefur einnig innleitt kröfu um siðferðisleg viðmið við allar sínar fjárfestingar,“ segir Ína Björk Hannesdóttir, stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Meira »

Ætlar að sjá hvert námið leiðir sig

17:58 Hugi Kjartansson var semidúx við brautskráningu frá Menntaskólanum við Hamrahlíð um síðustu áramót. Söngur og tónlist hefur alltaf skipað stóran sess í lífi hans og er hann til að mynda nýlega kominn heim frá New York þar sem hann söng með Björk Guðmundsdóttur söngkonu. Meira »

Greiddu atkvæði með fullri aðild Rússa

17:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna voru á meðal 118 þingmanna frá ríkjum Evrópu sem samþykktu í dag að veita Rússum fulla aðild að Evrópuráðinu á ný. Meira »

Míla braut ekki gegn Gagnaveitunni

16:48 Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur fellt úr gildi hluta ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar í máli Gagnaveitu Reykjavíkur gegn Mílu. Meira »

Ákærður fyrir gróf brot gegn syni sínum

16:34 Karlmaður hefur verið ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn syni sínum, sem áttu sér stað á heimilum ákærða á árunum 1996-2003, er sonur hans var 4-11 ára gamall. Málið var þingfest í morgun. Meira »

Vildi bætur en var sjálfur grunaður

16:12 Tryggingamiðstöðin var í gær sýknuð af bótakröfu vegna eldsvoða á gistiheimili á Vesturlandi í janúar 2016, en eigandi gistiheimilisins var grunaður um að hafa sjálfur orðið valdur að upptökum eldsins. Meira »

„Engin skylda að vera heiðursfélagi“

15:51 Lögmannafélag Íslands mun verða við þeirri ósk Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns um að hann verði tekinn af lista yfir heiðursfélaga í Lögmannafélaginu. Þetta staðfestir Berglind Svavarsdóttir, formaður félagsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Mótmæla aukinni skattheimtu

15:46 Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Meira »

Gæti þurft frekari fyrirgreiðslu ríkis

15:36 Að mati ríkisendurskoðanda er ekki öruggt að Íslandspóstur muni ekki þurfa á frekari fyrirgreiðslu ríkisins að halda á næsta á ári, þrátt fyrir að hækkun burðargjalda og viðbótargjald vegna erlendra sendinga muni rétta rekstur fyrirtækisins af, um tíma hið minnsta. Meira »
Piaggo Vespa LX125
Piaggio Vespa LX125 Himinblá, hjálmabox Árg. 2008 Ekin 12.600 km kr: 190.0...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
Íbúð óskast til leigu
Íbúð óskast til leigu Óska eftir lítilli 2 herbergja eða rúmgóðri stúdíóíbúð á R...