Fiskistofa bendir lögreglu á stórlaxafrétt

Fiskurinn kom í grásleppunet 30. apríl og hefur verið frystur, …
Fiskurinn kom í grásleppunet 30. apríl og hefur verið frystur, eins og greint var frá í gær. Ljósmynd/Aðsend

Fiskistofa hefur vakið athygli lögreglu á frétt sem birt var á mbl.is í gær, þar sem fjallað er um stórlax sem veiddist í grásleppunet undir Skálanesbjargi í síðustu viku. Bendir stofnunin á að ekki megi veiða lax í sjó.

Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Segir þar að ef lax veiðist í veiðarfæri í sjó skuli sleppa honum strax aftur og er vísað til 14. greinar laga nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði.

Enn fremur skuli laxinn gerður upptækur, segir stofnunin, og vísar í því skyni til 53. greinar sömu laga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert