Hæstiréttur tekur Spartakusarmálið fyrir

Atli Már Gylfason er til hægri á myndinni.
Atli Már Gylfason er til hægri á myndinni. mbl.is/​Hari

Hæstiréttur samþykkti í dag að taka fyrir mál blaðamannsins Atla Más Gylfasonar. Hann var fundinn sekur í Landsrétti um meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða hon­um 1,2 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur.

Frá þessu er greint á vef RÚV.

Málið snýst um um­fjöll­un Atla Más um Friðrik Kristjáns­son sem hvarf spor­laust í Suður-Am­er­íku árið 2013. Í ít­ar­legri um­fjöll­un Atla Más um málið kaf­aði hann ofan í fíkni­efna­heim­inn á landa­mær­um Bras­il­íu og Parag­væ og bendl­aði Guðmund Spar­tak­us við hvarf Friðriks.

Guðmund­ur höfðaði mál gegn Atla Má, sem er fyrr­ver­andi blaðamaður Stund­ar­inn­ar, vegna 30 um­mæla sem birt voru í Stund­inni og á vef­miðli blaðsins.

Guðmund­ur krafðist þess að um­mæl­in yrðu dæmt ómerkt og að hon­um yrðu dæmd­ar miska­bæt­ur. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness sýknað Atla í sama máli.

Guðmundur Spartakus Ómarsson í Landsrétti í febrúar.
Guðmundur Spartakus Ómarsson í Landsrétti í febrúar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dómi Lands­rétt­ar kem­ur fram að með hluta um­fjöll­un­ar sinn­ar hefði Atli Már borið Guðmund sök­um um al­var­leg­an og sví­v­irðileg­an glæp sem varði að lög­um ævi­löngu fang­elsi. Lægi ekk­ert fyr­ir um að Guðmund­ur hefði verið kærður fyr­ir hið ætlaða brot, hvað þá að ákæra hefði verið gef­in út og dóm­ur fallið.

mbl.is