Hatrið hvílist ekki lengi

Einar og hans menn þurfa ekki að hvíla lúin bein ...
Einar og hans menn þurfa ekki að hvíla lúin bein í langan tíma. Tónleikaferðalagið hefst á fimmtudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það hljómar þreytt en þakklátt, trommugimpið sem ansar þegar blaðamaður mbl.is slær á þráðinn til Einars Stef, eins liðsmanna Hatara, nú rétt eftir hádegi. Íslenski Eurovision-hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr ellefu í gærkvöld, og hafði þá eytt ríflega tveimur vikum í Ísrael. „Það er mjög gott að vera kominn heim. Ég hef saknað dóttur minnar mikið,“ segir Einar sem hljómar allt í einu ekki eins ógnvekjandi og hann leit út fyrir að vera á stóra sviðinu í Tel Aviv um helgina. 

„Bara annað verkefni“

„Við litum alltaf á þetta sem verkefni. Hatari hefur tekið að sér mörg verkefni. Þó að þetta hafi nú verið gríðarlega stórt verkefni þá var þetta bara annað verkefni,“ segir Einar um nýfengna Eurovision-reynslu. Spurður hvernig það sé að komast úr karakter, líta um öxl og fá að skilja við verkefnið segir Einar sko ekkert slíkt vera í vændum „Við erum ekki að því. Við erum að gefa út lag núna á næstunni með tónlistarmanni sem býr í austur-Jerúsalem, heitir Bashar Murad, og erum að fara í tónlistarferð um landið,“ segir hann og blaðamaður undrast á orkunni í Hataramönnum þegar Einar tjáir honum að ferðalagið hefjist eftir tvo daga. Viðkomustaðirnir á ferðalaginu, sem hefur yfirskriftina Þjóðarskömm, eru fimm; Reykjavík, Akureyri, Ísafjörður, Reykjanesbær og Vestmannaeyjar. „Það er bara haldið áfram,“ segir Einar.

Feðgarnir Stefán Haukur Jóhannesson og Einar í banastuði í Tel ...
Feðgarnir Stefán Haukur Jóhannesson og Einar í banastuði í Tel Aviv í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Glansmyndin féll

Hann segir aðspurður það hafa komið sér mest á óvart við förina til Ísraels hvursu fáir keppendur hafi látið sig Ísraels-Palestínu deiluna varða eða tjáð sig um hana. „Mér fannst merkilegt hvað það voru fáir af þátttakendum sem voru að tjá sig um ástandið í þessu landi.“ Þá bætir hann við að einnig hafi honum þótt merkilegt hvað allt fór á annan endann þegar Hatari veifaði borða með fána Palestínuríkis í sjónvarpsútsendingu keppninnar á laugardagskvöld. „Það var búin að vera þessi samstaða. Allir að veifa fánum allt kvöldið en svo féll öll þessi glansmynd um leið og það var haldið á borðum með fjórum litum í græna herberginu. Mér fannst það mjög lýsandi hvað þetta var fljótt að taka algera U-beygju.“

Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan Hatari gaf það ...
Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan Hatari gaf það fyrst út í vor að hatrið myndi sigra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halda sínu striki

Hataramenn hafa verið á allra landsmanna vörum og átt gríðarmiklum vinsældum að fagna eftir að þeir unnu söngvakeppni sjónvarpsins fyrr í vor og eru nú í uppáhaldi hjá ungum sem öldnum. En hefur Euro-ævintýrið breytt Hatara-hugmyndinni?

„Áheyrendahópurinn, og sá hópur sem við náum til með okkar skilaboðum, hefur auðvitað stækkað gríðarlega. Hatari hefur verið mjög „local“ hljómsveit, en er nú orðin mun alþjóðlegri,“ segir Einar og bætir við að fólk hvaðanæva að úr heiminum sýni Hatara nú áhuga. „Fólk er þá að spyrja okkur hvenær við ætlum að koma og spila í þeirra landi.“

Fleiri fjölmiðlar en mbl.is gerðu sér mat úr ævintýrum Hatara ...
Fleiri fjölmiðlar en mbl.is gerðu sér mat úr ævintýrum Hatara í Tel Aviv, enda áhugaverður hópur þar á ferð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Blaðamaður spyr því hvort Hatarar ætli ekki að grípa gæsina meðan hún gefst og nýta sér skriðið sem sveitin er nú komin á. Einar hljómar þó rólegur og virðist þó ekki ætla að hlaupa upp til handa og fóta eftir frægðarförina til Ísraels. Hann ræskir sig og segir svo með yfirvegað: „Ég hugsa að við höldum bara okkar striki og okkar plani. Það hefur svosem ekkert breyst. Við höfum verið að stefna á að klára plötu nú í sumar og að halda áfram að taka að okkur verkefni sem eru krefjandi og fjölbreytileg.“

Í lok samtals kemst blaðamaður ekki hjá því að spyrja manninn með gaddagrímuna, trommugimpið sjálft, hvernig það sé svo að geta tekið grímuna niður eftir margar vikur með hana reimaða á andlitið, næstum því upp á hvern einasta dag. „Við erum öll með grímu, á einn eða annan máta,“ svarar Einar. 

„Við erum öll með grímu,“ segir Einar. Gríman sem hann ...
„Við erum öll með grímu,“ segir Einar. Gríman sem hann hefur borið síðastliðnar vikur er þó örlítið meira áberandi en flestra annarra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tugþúsundir fylgdust með

Í gær, 23:15 Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

Í gær, 21:45 Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Loksins gekk potturinn út

Í gær, 19:56 Loksins gekk lottópotturinn út en hann var áttfaldur í kvöld og nam alls 131 milljón króna. Fimm miðaeigendur voru með allar tölur réttar og fær hver þeirra rúmlega 26 milljónir króna í sinn hlut. Meira »

Stormviðvörun á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 19:41 Gefin hefur verið út gul stormviðvörun um sunnan- og vestanvert landið á morgun en spáð er 30-35 m/s í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og Eyjafjöllum. Höfuðborgarbúar eru beðnir um að ganga frá lausum munum, svo sem garðhúsgögnum og trampólínum til að forðast tjón. Meira »

Terturnar komu í lögreglufylgd

Í gær, 19:23 Brauðterturnar sem tóku þátt í brauðtertusamkeppni í Listasafni Reykjavíkur í dag komu til keppni í lögreglufylgd. Alls voru brauðterturnar 17 talsins sem tóku þátt í keppninni, að sögn Erlu Hlynsdóttur, sem var í dómnefnd keppninnar. Meira »

Kæra niðurfellingu máls

Í gær, 18:35 Foreldar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Meira »

7203 hlupu 10 km

Í gær, 18:06 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í 36.sinn í frábæru hlaupaveðri í dag. Til þátttöku voru skráðir 14.667 hlauparar á öllum aldri. Þátttökumet var sett í 10 km hlaupinu þar sem 7203 tóku þátt og 3 km skemmtiskokki þar sem 2436 voru skráðir til þátttöku. Meira »

Mikil gleði í miðborginni

Í gær, 18:06 „Við erum bara í hæstu hæðum. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega. Ótrúlega mikið af fólki, sólin að skína á okkur og mikið af viðburðum út um allt. Þannig að við erum alveg ótrúlega sátt og glöð,“ segir Björg Jónsdóttir, verkefnisstjóri menningarnætur, í samtali við mbl.is. Meira »

Tekur hart á unglingadrykkju

Í gær, 16:44 Lögreglan mun taka hart á drykkju unglinga á Menningarnótt og biður foreldra um að taka þátt í að koma í veg fyrir hana. Unglingar yngri en 16 ára verða færðir í athvarf séu þeir úti eftir lögboðinn útivistartíma. Meira »

Fólk eigi að geta notað peninga

Í gær, 16:20 „Ég veit ekki til þess að þetta sé beinlínis bannað með lögum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um greiðslufyrirkomulag hjá Air Iceland Connect. Flugfélagið tekur ekki við peningum í greiðslu fyrir flug heldur eingöngu kortum. Meira »

Áheitametið fallið

Í gær, 16:07 Áheitametið í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið frá því í fyrra er fallið og allt stefnir í að áheitin fari yfir 160 milljónir í ár, en þau eru þegar komin í rúmlega 159 milljónir króna. Áheitasöfnunin verður opin til miðnættis á mánudag. Meira »

14 aukavagnar vegna álags

Í gær, 15:47 Það er óhætt að segja að mikið er um að vera hjá Strætó í dag, en að venju boðið er frítt far vegna menningarnætur. Þá er þetta mesti álagsdagur ársins hjá fyrirtækinu, að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó bs. Meira »

Taka ekki við peningum sem greiðslu

Í gær, 14:45 Flugfarþegar með innanlandsflugi Air Iceland Connect geta ekki greitt fyrir flugfarið með peningaseðlum. Eingöngu er tekið við greiðslum með kortum í afgreiðslunni. Þessi breyting tók gildi fyrir um ári síðan. Meira »

Eins og að fara í ræktina

Í gær, 14:28 Mannræktarstarfi frímúrara má líkja við það að stunda líkamsrækt. Þetta segir Valur Valsson stórmeistari Frímúrarareglunnar en í ár eru 45 ár liðin frá því að hann gekk í Regluna. Hann segir eðlilegar ástæður fyrir þeirri leynd sem starf frímúrara hefur verið sveipað í aldanna rás. Meira »

Ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Í gær, 13:22 Þrír ungir Íslendingar hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúm 16 kíló af kókaíni í gegnum Keflavíkurflugvöll í maí. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1999 og hafa ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. Meira »

Lampi úr fataafgöngum á tískuviku

Í gær, 13:20 Lampi og borð úr gömlum bómullar- og ullartextíl sem er pressaður saman verða meðal þess sem íslenska frumkvöðlafyrirtækið FÓLK mun kynna á alþjóðlegu stórsýningunni Maison & Objet sem fram fer í París 6.-10. september og er hluti af tískuvikunni þar í borg. Meira »

„Minni háttar sem betur fer“

Í gær, 12:38 „Þetta var minni háttar sem betur fer. Engin slys og vélin skemmdist lítið,“ segir Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis. Kennslu­vél á veg­um akademíunnar hlekkt­ist á í lend­ingu á flug­vell­in­um á Flúðum í morg­un. Meira »

Arnar og Hólmfríður Íslandsmeistarar

Í gær, 12:25 Arnar Pétursson var fyrstur í mark í maraþoni Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í maraþoni og er Arnar því Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Meira »

Hlekktist á við lendingu

Í gær, 12:02 Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð í vélinni en hann sakaði ekki. Meira »
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...