Hatrið hvílist ekki lengi

Einar og hans menn þurfa ekki að hvíla lúin bein ...
Einar og hans menn þurfa ekki að hvíla lúin bein í langan tíma. Tónleikaferðalagið hefst á fimmtudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það hljómar þreytt en þakklátt, trommugimpið sem ansar þegar blaðamaður mbl.is slær á þráðinn til Einars Stef, eins liðsmanna Hatara, nú rétt eftir hádegi. Íslenski Eurovision-hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr ellefu í gærkvöld, og hafði þá eytt ríflega tveimur vikum í Ísrael. „Það er mjög gott að vera kominn heim. Ég hef saknað dóttur minnar mikið,“ segir Einar sem hljómar allt í einu ekki eins ógnvekjandi og hann leit út fyrir að vera á stóra sviðinu í Tel Aviv um helgina. 

„Bara annað verkefni“

„Við litum alltaf á þetta sem verkefni. Hatari hefur tekið að sér mörg verkefni. Þó að þetta hafi nú verið gríðarlega stórt verkefni þá var þetta bara annað verkefni,“ segir Einar um nýfengna Eurovision-reynslu. Spurður hvernig það sé að komast úr karakter, líta um öxl og fá að skilja við verkefnið segir Einar sko ekkert slíkt vera í vændum „Við erum ekki að því. Við erum að gefa út lag núna á næstunni með tónlistarmanni sem býr í austur-Jerúsalem, heitir Bashar Murad, og erum að fara í tónlistarferð um landið,“ segir hann og blaðamaður undrast á orkunni í Hataramönnum þegar Einar tjáir honum að ferðalagið hefjist eftir tvo daga. Viðkomustaðirnir á ferðalaginu, sem hefur yfirskriftina Þjóðarskömm, eru fimm; Reykjavík, Akureyri, Ísafjörður, Reykjanesbær og Vestmannaeyjar. „Það er bara haldið áfram,“ segir Einar.

Feðgarnir Stefán Haukur Jóhannesson og Einar í banastuði í Tel ...
Feðgarnir Stefán Haukur Jóhannesson og Einar í banastuði í Tel Aviv í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Glansmyndin féll

Hann segir aðspurður það hafa komið sér mest á óvart við förina til Ísraels hvursu fáir keppendur hafi látið sig Ísraels-Palestínu deiluna varða eða tjáð sig um hana. „Mér fannst merkilegt hvað það voru fáir af þátttakendum sem voru að tjá sig um ástandið í þessu landi.“ Þá bætir hann við að einnig hafi honum þótt merkilegt hvað allt fór á annan endann þegar Hatari veifaði borða með fána Palestínuríkis í sjónvarpsútsendingu keppninnar á laugardagskvöld. „Það var búin að vera þessi samstaða. Allir að veifa fánum allt kvöldið en svo féll öll þessi glansmynd um leið og það var haldið á borðum með fjórum litum í græna herberginu. Mér fannst það mjög lýsandi hvað þetta var fljótt að taka algera U-beygju.“

Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan Hatari gaf það ...
Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan Hatari gaf það fyrst út í vor að hatrið myndi sigra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halda sínu striki

Hataramenn hafa verið á allra landsmanna vörum og átt gríðarmiklum vinsældum að fagna eftir að þeir unnu söngvakeppni sjónvarpsins fyrr í vor og eru nú í uppáhaldi hjá ungum sem öldnum. En hefur Euro-ævintýrið breytt Hatara-hugmyndinni?

„Áheyrendahópurinn, og sá hópur sem við náum til með okkar skilaboðum, hefur auðvitað stækkað gríðarlega. Hatari hefur verið mjög „local“ hljómsveit, en er nú orðin mun alþjóðlegri,“ segir Einar og bætir við að fólk hvaðanæva að úr heiminum sýni Hatara nú áhuga. „Fólk er þá að spyrja okkur hvenær við ætlum að koma og spila í þeirra landi.“

Fleiri fjölmiðlar en mbl.is gerðu sér mat úr ævintýrum Hatara ...
Fleiri fjölmiðlar en mbl.is gerðu sér mat úr ævintýrum Hatara í Tel Aviv, enda áhugaverður hópur þar á ferð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Blaðamaður spyr því hvort Hatarar ætli ekki að grípa gæsina meðan hún gefst og nýta sér skriðið sem sveitin er nú komin á. Einar hljómar þó rólegur og virðist þó ekki ætla að hlaupa upp til handa og fóta eftir frægðarförina til Ísraels. Hann ræskir sig og segir svo með yfirvegað: „Ég hugsa að við höldum bara okkar striki og okkar plani. Það hefur svosem ekkert breyst. Við höfum verið að stefna á að klára plötu nú í sumar og að halda áfram að taka að okkur verkefni sem eru krefjandi og fjölbreytileg.“

Í lok samtals kemst blaðamaður ekki hjá því að spyrja manninn með gaddagrímuna, trommugimpið sjálft, hvernig það sé svo að geta tekið grímuna niður eftir margar vikur með hana reimaða á andlitið, næstum því upp á hvern einasta dag. „Við erum öll með grímu, á einn eða annan máta,“ svarar Einar. 

„Við erum öll með grímu,“ segir Einar. Gríman sem hann ...
„Við erum öll með grímu,“ segir Einar. Gríman sem hann hefur borið síðastliðnar vikur er þó örlítið meira áberandi en flestra annarra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Litla Grá og Litla Hvít komnar heim

23:14 Löngu og ströngu ferðalagi mjaldrasystranna Litlu Hvítrar og Litlu Grárrar lauk nú á ellefta tímanum þegar þær komu til Vestmannaeyja með Herjólfi. Ferðalagið tók alls um 19 klukkustundir og systurnar voru farnar að sýna þreytumerki við komuna til Eyja að sögn Sig­ur­jóns Inga Sig­urðsson­ar. Meira »

Allt gert fyrir Litlu Grá og Litlu Hvít

21:37 Áhöfn og farþegar í Herjólfi bíða nú þolinmóðir eftir flutningabílunum tveimur sem flytja mjaldrasysturnar sem komu til landsins í dag eftir langt og strangt flug frá Sjanghæ. Meira »

Smíðar eru ekki fjarlægar guðspjöllum

21:24 Sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju í Reykjavík undanfarin 13 ár, útskrifaðist úr húsasmíði í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti á dögunum. Meira »

Hvað er íslenskt og hvað ekki?

20:16 Framleiðendur lopapeysa á Íslandi eru ekki ánægðir með aukna framleiðslu lopapeysa í Kína sem seldar eru undir þeim formerkjum að vera íslenskar. Þó að notuð sé íslensk ull til framleiðslunnar þar eystra þykir handbragðið sjálft ekki vera það sama. Meira »

Reyna að ná Herjólfi fyrir níu

19:39 Ferð flutningabílanna tveggja með mjaldrasysturnar Litlu Grá og Litlu Hvít hefur gengið eins og í sögu frá því að lagt var af stað frá Keflavík laust eftir klukkan 18. Bílarnir eru að nálgast Þorlákshöfn. Meira »

Steypireyðarmæðgur sáust í Faxaflóa

19:11 Hvalaskoðunarskip hitti tvær steypireyðar í Faxaflóa á 17. júní. Það eru sannarlega tíðindi og leiðsögumaður um borð segir að farþegum hafi verið stórbrugðið. Hann komst í návígi við dýrin. Meira »

7 sekúndna grænt ljós „algjörlega ólíðandi“

18:59 Bæjarstjóri Seltjarnarness ætlar að óska eftir svörum frá starfsbróður sínum í Reykjavík, Degi B. Eggertssyni, vegna knapps græns beygjuljóss á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu sem margir Seltirningar nýta sér á leið heim úr vinnu og daglegum störfum. Meira »

Norsku eldisrisarnir lögsóttir fyrir meint verðsamráð

18:45 Tíu lögsóknir vofa nú yfir nokkrum af stærstu laxeldisfyrirtækjum Noregs og dótturfyrirtækjum þeirra, þar sem þau eru sökuð um verðsamráð. Meira »

Magnús fær Tesluna ekki aftur

18:21 Hæstiréttur hafnaði því í dag að mál Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi for­stjóra United Silicon, vegna hraðaksturs hans á Teslu-bifreið á Reykjanesbrautinni yrði tekið fyrir. Magnús var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti fyrir hraðakstur og að hafa valdið slysi. Meira »

Fjármálaeftirlitið hnýtir í VR

17:38 Fjármálaeftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum, í tilefni frétta um að VR skoði að afturkalla umboð stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Meira »

Vísa yfirlýsingum VR til föðurhúsanna

17:13 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ákvarðanir um vaxtabreytingar séu ætíð teknar með „hagsmuni sjóðfélaga og lántakenda að leiðarljósi, aldrei af græðgi, geðþótta, illkvittni eða til að ganga í berhögg við kjarasamninga.“ Meira »

Annar mjaldranna steinsofnaði í fluginu

17:13 Flugferð flutningavélarinnar Cargolux með mjaldrana tvo frá Sjanghæ til Íslands gekk vel og var vélin hálftíma á undan áætlun þegar hún lenti í Keflavík klukkan 13.41 í dag. Mjaldrarnir voru órólegir í byrjun flugferðarinnar en róuðust þegar leið á flugið að sögn Brynjars Arnar Sveinjónssonar, yfirflugstjóra Cargolux. Meira »

Endurskoða löggjöf um réttarstöðu brotaþola

16:54 Tillögur um bætta réttarstöðu brotaþola kynferðisofbeldis voru til umfjöllunar á ráðherranefndarfundi um jafnréttismál í dag, á kvenréttindadeginum. Dómsmálaráðherra mun hefja endurskoðun á löggjöf og lagaframkvæmd þegar í stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Meira »

Kröfu um ógildingu vísað frá

16:52 Héraðsdómur Vestfjarða hefur vísað frá dómi kröfu um að viðurkennt verði með dómi að framkvæmd og undirbúningur sveitarstjórnarkosninga í Árneshreppi í maí í fyrra hafi ekki uppfyllt kröfur laga um kosningar til sveitarstjórna. Meira »

Sameiginleg samþykkt í fyrsta sinn

16:49 Nýverið tók ný lögreglusamþykkt gildi fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Er samþykktin sú fyrsta í umdæminu sem nær yfir öll sveitarfélög á þessu svæði að því er fram kemur í frétt á vef Skagafjarðar, en þar segir einnig að fyrir gildistöku samþykktarinnar hafi ekki verið gildar lögreglusamþykktir í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra. Meira »

Greip fast um brjóst konu á dansleik

16:43 Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðislega áreitni. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða konu sem hann áreitti 317.187 krónur í bætur. Meira »

Skoða afnám skerðinga lífeyris

16:03 Velferðarnefnd hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem biður um að lagt verði mat á kostnaði við að afnema tekjuskerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Feli slíkt ekki í sér útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð er hvatt til þess að lagt verði frumvarp fyrir Alþingi um afnám skerðinganna. Meira »

Læknar veri vakandi fyrir einkennum

15:50 „Læknar þurfa að vera vakandi fyrir sjaldgæfum sjúkdómum sérstaklega hjá Íslendingum sem ferðast erlendis,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um þrjá íslenska ferðamenn sem greindust með chik­ung­unya-sótt eftir ferðalag á Spáni. Meira »

Bítast á um tillögur fjárlaganefndar

15:44 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að dökk tíðindi séu í breytingartillögum meirihluta nefndarinnar við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segir að gagnrýni og vinna minnihlutans og Öryrkjabandalagsins hafi aftur á móti skilað heilmiklum árangri og haft áhrif á breytingartillögurnar. Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Vatnsaflstúrbínur -Rafalar-Lokar
Útvegum allar stærðir af túrbínum rafölum og lokum fyrir virkjanir. Holt Véla...
Ýmsar áhugaverðar bækur til sölu
il sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasög...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...