Málshraði MDE skapar vanda

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gildandi fordæmi Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg þegar hæstaréttardómur í skattalagabrotamáli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar féll árið 2012 voru með þeim hætti að ekki er lagaheimild til þess að endurupptaka málið.

Þetta segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari að hafi orðið honum skýrt þegar að hann skoðaði málið ofan í kjölinn, en áður hafði hann lagt fram álit til endurupptökunefndar í tvígang þess efnis að rök væru fyrir endurupptöku málsins fyrir Hæstarétti.

„Það var mælt með því að það væru rök fyrir því að taka þetta upp og það væri auðvitað æskilegt ef það væri hægt, en við nánari skoðun á þeim ákvæðum sem að í hlut eiga, 228. gr. laga um sakamál, var í rauninni ekki hægt að finna þessu lagaheimild og því fór sem fór,“ segir Helgi Magnús í samtali við mbl.is.

„Skoðun mín eða ríkissaksóknara eða endurupptökunefndar á því hvort að skilyrði séu fyrir endurupptöku eða ekki, eru auðvitað léttvægari en dómur Hæstaréttar. Það er fordæmi sem svarar spurningunni í eitt skipti fyrir öll.“

Hann segir saksóknaraembættið ekki hafa vera andsnúið því að mál Jóns Ásgeirs og Tryggva fengi efnislega meðferð hérlendis m.t.t. til dóms MDE sem gekk árið 2017, en að engin stoð væri fyrir því í lögum.

„Við erum auðvitað bara að þjóna lögunum, og lögin eru einhvernveginn og svo getum við haft skoðun á því hvort þau séu góð eða vond,“ segir Helgi.

Æskilegt ef menn gætu fengið endurskoðun

Gestur Jónsson lögmaður tvímenninganna sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að hann teldi íslenska ríkið vera að bregðast þeirri skyldu sinni, sem fjallað er um í 13. gr. laga um mannréttindasáttmála Evrópu, að bjóða þeim sem ríkið brýtur á samkvæmt MDE, upp á raunhæfar leiðir til að ná rétti sínum.

Hæstiréttur tók ekki afstöðu til þess í dómi sínum, hvort svo væri, en Helgi Magnús segir að það kunni að vera svo samkvæmt núgildandi lögum og að við þurfum „þá kannski að gera bragarbót á því.“ Hann segir að „hinn æskilegi réttur“ sé að ef að menn fái dóm fyrir MDE um að mannréttindi þeirra hafi verið brotin, sé einhver leið til að endurskoða dómana.

Hæstiréttur geti ekki farið að giska

Hann segir þó einnig að hafa verði í huga að mat endurskoðunarnefndar, sem varð til þess að málið gekk til Hæstaréttar að nýju en var svo vísað frá í dag, hafi byggt á því að galli hafi verið á málsmeðferð. Svo hafi ekki verið, samkvæmt dómafordæmum MDE á þeim tíma.

„Það er ekki galli í meðferð dómstóla á Íslandi að sjá ekki fyrir hvert Mannréttindadómstóllinn sé að fara þremur árum seinna. Ef að það ætti að flokka þetta sem galla í málsmeðferð, þá væri hann fólginn í því að Hæstiréttur Íslands ætti að fara að giska á hvað þeim í Strassborg dettur í hug næst. Það er engin lögfræði. Á þeim forsendum er ekkert óeðlilegt við þessa meðferð,“ segir Helgi Magnús og bætir við að dómstólar geti ekki gert betur en að fylgja dómafordæmum MDE, eins og þau liggi fyrir hverju sinni.

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Hallur Már

„Það er okkar þjóðréttarlega skuldbinding,“ segir Helgi og bætir því við að MDE sé ekki að gera neinum greiða með hægri málsmeðferð.

„Það var bara dæmt í Hæstarétti m.t.t. þess að MDE væri ekki kominn að neinni niðurstöðu, en ef að málshraðinn í Strassborg, ef þau á annað borð eru að breyta fordæmum sínum, væri sæmilega eðlilegur, þá kæmust íslensk stjórnvöld nú hjá því að brjóta mannréttindi á stórum hópi manna bara vegna þess að þau fengju þá að vita það aðeins fyrr að Mannréttindadómstóllinn væri að fara einhverja aðra leið,“ segir Helgi Magnús.

Hvaða áhrif ættu dómar MDE að hafa?

„Hvernig eigum við svo í rauninni að fjalla um það, hvaða áhrif þessi dómar ættu að hafa? Hvernig á að breyta svona afturvirkt? Þegar að réttarástandið þegar að fyrri dómur gekk var á þá leið að þetta væri í lagi? Ég veit það ekki,“ segir Helgi Magnús og heldur síðan áfram að velta vöngum yfir þessum málum.

„Það er ekkert æskilegt að dómskerfið virki þannig að það séu alltaf að breytast einhver fordæmi í Strassborg og við eigum að fara að spóla mörg ár aftur í tímann til þess að leiðrétta eitthvað því að þeir hafi einhverjar nýjar hugmyndir um hvað séu mannréttindi. Það er grundvallaratriði í réttarríkinu og því skipulagi sem við búum í að dómar Hæstaréttar séu endir allrar deilu. En þarna er kominn einhver „varíant“ og hvar endar þetta?

Eigum við alltaf að finna einhverjar nýjar túlkanir og spóla til baka og breyta og menn að fá dóm um að eitthvað sem var ekki mannréttindabrot sé núna orðið mannréttindabrot? Við gætum séð þetta í auknum mæli,“ segir Helgi Magnús.

Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg.
Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg. Ljós­mynd/​ECHR

Hann segir jafnframt að honum þyki MDE ekki vera að gera sér gagn, með því að líta á mannréttindi á jafn afstæðan hátt og raun ber vitni.

„Ég held að það samræmist ekki réttarvitund fólks að mannréttindi séu ekki algild, heldur að breytast eftir einhverjum hugmyndum lögfræðinga í Strassborg. Þetta er svona ígildi stjórnarskráa, sem tryggja ákveðin mannréttindi, og við erum ekkert að hlaupa með það bara svona í hina og hverja áttina.

En sko, guð minn góður, mannréttindi eru heilög og allt það. Pyntingar, ólögmætar handtökur og fangelsun og þetta sem við erum alltaf að tala um. En þetta er á einhverjum allt öðrum stað,“ segir Helgi Magnús.

mbl.is

Innlent »

Litla Grá og Litla Hvít komnar heim

23:14 Löngu og ströngu ferðalagi mjaldrasystranna Litlu Hvítrar og Litlu Grárrar lauk nú á ellefta tímanum þegar þær komu til Vestmannaeyja með Herjólfi. Ferðalagið tók alls um 19 klukkustundir og systurnar voru farnar að sýna þreytumerki við komuna til Eyja að sögn Sig­ur­jóns Inga Sig­urðsson­ar. Meira »

Allt gert fyrir Litlu Grá og Litlu Hvít

21:37 Áhöfn og farþegar í Herjólfi bíða nú þolinmóðir eftir flutningabílunum tveimur sem flytja mjaldrasysturnar sem komu til landsins í dag eftir langt og strangt flug frá Sjanghæ. Meira »

Smíðar eru ekki fjarlægar guðspjöllum

21:24 Sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju í Reykjavík undanfarin 13 ár, útskrifaðist úr húsasmíði í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti á dögunum. Meira »

Hvað er íslenskt og hvað ekki?

20:16 Framleiðendur lopapeysa á Íslandi eru ekki ánægðir með aukna framleiðslu lopapeysa í Kína sem seldar eru undir þeim formerkjum að vera íslenskar. Þó að notuð sé íslensk ull til framleiðslunnar þar eystra þykir handbragðið sjálft ekki vera það sama. Meira »

Reyna að ná Herjólfi fyrir níu

19:39 Ferð flutningabílanna tveggja með mjaldrasysturnar Litlu Grá og Litlu Hvít hefur gengið eins og í sögu frá því að lagt var af stað frá Keflavík laust eftir klukkan 18. Bílarnir eru að nálgast Þorlákshöfn. Meira »

Steypireyðarmæðgur sáust í Faxaflóa

19:11 Hvalaskoðunarskip hitti tvær steypireyðar í Faxaflóa á 17. júní. Það eru sannarlega tíðindi og leiðsögumaður um borð segir að farþegum hafi verið stórbrugðið. Hann komst í návígi við dýrin. Meira »

7 sekúndna grænt ljós „algjörlega ólíðandi“

18:59 Bæjarstjóri Seltjarnarness ætlar að óska eftir svörum frá starfsbróður sínum í Reykjavík, Degi B. Eggertssyni, vegna knapps græns beygjuljóss á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu sem margir Seltirningar nýta sér á leið heim úr vinnu og daglegum störfum. Meira »

Norsku eldisrisarnir lögsóttir fyrir meint verðsamráð

18:45 Tíu lögsóknir vofa nú yfir nokkrum af stærstu laxeldisfyrirtækjum Noregs og dótturfyrirtækjum þeirra, þar sem þau eru sökuð um verðsamráð. Meira »

Magnús fær Tesluna ekki aftur

18:21 Hæstiréttur hafnaði því í dag að mál Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi for­stjóra United Silicon, vegna hraðaksturs hans á Teslu-bifreið á Reykjanesbrautinni yrði tekið fyrir. Magnús var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti fyrir hraðakstur og að hafa valdið slysi. Meira »

Fjármálaeftirlitið hnýtir í VR

17:38 Fjármálaeftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum, í tilefni frétta um að VR skoði að afturkalla umboð stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Meira »

Vísa yfirlýsingum VR til föðurhúsanna

17:13 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ákvarðanir um vaxtabreytingar séu ætíð teknar með „hagsmuni sjóðfélaga og lántakenda að leiðarljósi, aldrei af græðgi, geðþótta, illkvittni eða til að ganga í berhögg við kjarasamninga.“ Meira »

Annar mjaldranna steinsofnaði í fluginu

17:13 Flugferð flutningavélarinnar Cargolux með mjaldrana tvo frá Sjanghæ til Íslands gekk vel og var vélin hálftíma á undan áætlun þegar hún lenti í Keflavík klukkan 13.41 í dag. Mjaldrarnir voru órólegir í byrjun flugferðarinnar en róuðust þegar leið á flugið að sögn Brynjars Arnar Sveinjónssonar, yfirflugstjóra Cargolux. Meira »

Endurskoða löggjöf um réttarstöðu brotaþola

16:54 Tillögur um bætta réttarstöðu brotaþola kynferðisofbeldis voru til umfjöllunar á ráðherranefndarfundi um jafnréttismál í dag, á kvenréttindadeginum. Dómsmálaráðherra mun hefja endurskoðun á löggjöf og lagaframkvæmd þegar í stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Meira »

Kröfu um ógildingu vísað frá

16:52 Héraðsdómur Vestfjarða hefur vísað frá dómi kröfu um að viðurkennt verði með dómi að framkvæmd og undirbúningur sveitarstjórnarkosninga í Árneshreppi í maí í fyrra hafi ekki uppfyllt kröfur laga um kosningar til sveitarstjórna. Meira »

Sameiginleg samþykkt í fyrsta sinn

16:49 Nýverið tók ný lögreglusamþykkt gildi fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Er samþykktin sú fyrsta í umdæminu sem nær yfir öll sveitarfélög á þessu svæði að því er fram kemur í frétt á vef Skagafjarðar, en þar segir einnig að fyrir gildistöku samþykktarinnar hafi ekki verið gildar lögreglusamþykktir í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra. Meira »

Greip fast um brjóst konu á dansleik

16:43 Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðislega áreitni. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða konu sem hann áreitti 317.187 krónur í bætur. Meira »

Skoða afnám skerðinga lífeyris

16:03 Velferðarnefnd hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem biður um að lagt verði mat á kostnaði við að afnema tekjuskerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Feli slíkt ekki í sér útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð er hvatt til þess að lagt verði frumvarp fyrir Alþingi um afnám skerðinganna. Meira »

Læknar veri vakandi fyrir einkennum

15:50 „Læknar þurfa að vera vakandi fyrir sjaldgæfum sjúkdómum sérstaklega hjá Íslendingum sem ferðast erlendis,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um þrjá íslenska ferðamenn sem greindust með chik­ung­unya-sótt eftir ferðalag á Spáni. Meira »

Bítast á um tillögur fjárlaganefndar

15:44 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að dökk tíðindi séu í breytingartillögum meirihluta nefndarinnar við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segir að gagnrýni og vinna minnihlutans og Öryrkjabandalagsins hafi aftur á móti skilað heilmiklum árangri og haft áhrif á breytingartillögurnar. Meira »
Skemmtibátur til sölu.
Glæsilegur skemmtibátur, Skilsö 33 árg. 2000. Svefnpláss fyrir 4-6. Vél volvo pe...
Honda VTX 1800 Tilboð óskast
Ný dekk, nýr rafgeymir og power commander. Tilboð óskast . Uppl í s 8961339....
Biskupstungur- sól og sumar..
Eigum lausa daga í sumar. Gisting fyrir 5-6. Heitur pottur, leiksvæði í nágrenni...
Gisting við flugbraut..
Lítið sumarhús og kósý í fallegu umhverfi á suðurlandi. Gisting 2 nætur eða meir...