Slyddu spáð fyrir norðan

Veðrið á mánudag.
Veðrið á mánudag. Kort/Veðurstofa Íslands

Litlar breytingar verða á veðurfari næstu daga en um helgina kólnar og er útlit fyrir slyddu um norðanvert landið þar sem hiti fer mjög nálægt frostmarki. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Í dag og á morgun stefnir í svipað veður og í gær, frekar hæga norðaustanátt, skýjað veður að mestu og víða einhver væta. Síðdegis má búast við skúrum og gæti sést til sólar á milli þeirra. Hiti helst fyrir ofan frostmark og jafnvel upp í 14 eða 15 stig þegar best lætur um vestanvert landið. 

Veðurspá fyrir næstu daga

Norðaustlæg átt 3-10 m/s. Skýjað og víða dálítil súld, en stöku síðdegisskúrir, einkum S- og V-til. Hiti frá 4 stigum á NA-horninu, upp í 14 stig á Vesturlandi.
Svipað veður á morgun, en kólnar heldur fyrir norðan.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað á landinu og víða svolítil væta. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast á SV-landi. 

Á föstudag:
Breytileg átt, skýjað að mestu og skúrir á víð og dreif, einkum S- og V-lands. Kólnar lítið eitt. 

Á laugardag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s. Víða dálítil rigning, jafnvel slydda í innsveitum N- og A-lands. Hiti frá 2 stigum fyrir norðan, upp í 9 stig á SV-landi. 

Á sunnudag:
Norðlæg átt 5-10 m/s og léttir til S-lands, en skýjað fyrir norðan og rigning eða slydda NA-til. Hiti 0 til 9 stig, svalast á NA-horninu. 

Á mánudag:
Útlit fyrir norðlæga átt og slyddu um landið N-vert, annars þurrt. Kólnar heldur.

mbl.is