Tveir árekstrar þyngja morgunumferðina

Frá vettvangi á Kringlumýrarbraut í morgun.
Frá vettvangi á Kringlumýrarbraut í morgun. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson

Nokkrar tafir eru á morgunumferðinni í höfuðborginni vegna tveggja árekstra sem urðu fyrr í morgun. Fjögurra bíla árekstur varð á Kringlumýrarbraut. Tveir sjúkrabílar voru kallaðir á vettvang. Bætt við klukkan 9:45 - fjórir voru fluttir á slysadeild Landspítalans en að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var enginn þeirra alvarlega slasaður. 

Þá varð tveggja bíla árekstur á Sæbraut við Dugguvog. Ekki liggur fyrir hvert tjónið varð en að sögn vegfarenda var áreksturinn harður og talsverðar tafir á umferð í vesturátt.

mbl.is