Verkfærum stolið úr nýbyggingu

Mörgum verkfærum (sjá dæmi á mynd) var stolið þegar brotist …
Mörgum verkfærum (sjá dæmi á mynd) var stolið þegar brotist var inn í nýbyggingu í Dalbrekku um helgina. h Ljósmynd/Lögreglan

Brotist var inn í nýbyggingu í Dalbrekku 2-14 í Kópavogi nýlega, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrotið í gær. 

Verkfærum og byggingarefni var stolið og hleypur tjónið á milljónum króna. Unnið var í húsinu fram til klukkan 17 á laugardag og því hefur innbrotið átti sér stað einhvern tímann á því bili og fram á mánudagsnóttina.

Lögreglan biður þá sem geta varpað ljósi á málið að senda upplýsingar til lögreglunnar í tölvupósti á netfangið adalsteinna@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu embættisins, auk þess sem tekið er við ábendingum í síma 444 1000.

mbl.is