Viðurkenning fyrir veðurathuganir

Norska húsið F.v.: Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri, Hjördís Pálsdóttir safnstjóri, Jakob …
Norska húsið F.v.: Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri, Hjördís Pálsdóttir safnstjóri, Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri, Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur og Wioletta Maszota veðurathugunarmaður.

Viðurkenningarskjöldur frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni var afhjúpaður í Stykkishólmi á föstudaginn var. Hann var veittur fyrir meira en 100 ára samfelldar veðurmælingar í bænum.

Veðurathuganir hafa verið skráðar samviskusamlega í Stykkishólmi í samfleytt 173 ár en Árni Thorlacius hóf að skrá veðurathuganir þar í nóvember 1845, að því er fram kemur í Morgunlbaðinu í dag.

Í tilefni af viðurkenningunni var haldið erindi á vegum Veðurstofu Íslands í Eldfjallasetrinu í Stykkishólmi í samstarfi við Norska húsið. Árni lét einmitt reisa Norska húsið fyrir fjölskyldu sína en hann var kaupmaður, útgerðarmaður og bóndi í Stykkishólmi. Kristín Björg Þorláksdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna á Veðurstofu Íslands, sagði þar frá starfi Árna og sögu veðurathugana í Stykkishólmi. Hún sagði að upphaf veðurathugana hans hefði markað þáttaskil í veðurathugunum hér á landi. Þá hófust reglulegar hitamælingar og hafa þær staðið nánast óslitið síðan. Aðeins sex aðrar stöðvar í Evrópu geta státað af lengri samfelldri mælasögu en Stykkishólmur, að sögn Kristínar, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »