Vil hjálpa öðrum

Árný Oddbjörg Oddsdóttir með reiðkennurum sínum í Háskólanum á Hólum, …
Árný Oddbjörg Oddsdóttir með reiðkennurum sínum í Háskólanum á Hólum, Antoni Páli Níelssyni og Mette Moe Manseth.

„Þetta var mjög ljúft. Ég er yfirleitt metnaðarfull og legg mikið á mig til að ná markmiðum mínum. Það var því gaman að geta klárað almennilega,“ segir Árný Oddbjörg Oddsdóttir, hestakona frá Selfossi, sem sópaði að sér verðlaunum á reiðsýningu Hólanema sem fram fór um helgina.

Hún vann verðlaunagripinn Morgunblaðshnakkinn sem veittur er fyrir besta heildarárangur í öllum reiðmennskugreinum í BS-námi í reiðmennsku og reiðkennslu og verðlaun Félags tamningamanna fyrir besta árangur á lokaprófi í reiðmennsku.

Reiðsýningin var á reiðvelli Hólaskóla og var felld inn í dagskrá hestaíþróttamóts UMSS og hestamannafélagsins Skagfirðings. Í lok sýningar færði Súsanna Sand Ólafsdóttir, formaður Félags tamningamanna, nemana tólf sem nú hafa lokið þriggja ára námi í hina bláu einkennisjakkana með rauða kraganum.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir Árný að námið hafi verið skemmtilegt, fjölbreytt og krefjandi. Hún tekur fram að hún hafi verið heppin með hest, hafi fengið hryssu lánaða hjá Berglindi Ágústsdóttur í Efra-Langholti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »