Bílvelta í Hörgárdal

Bílvelta varð á Staðarbakkavegi í Hörgárdal í kvöld, en vegurinn …
Bílvelta varð á Staðarbakkavegi í Hörgárdal í kvöld, en vegurinn er malarvegur. mbl.is/Þorgeir

Ung kona var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hafa velt bifreið sinni á Staðarbakkavegi, skammt við bæinn Staðartungu í Hörgárdal í kvöld.

Lögreglu barst tilkynning um bílveltuna um klukkan hálfátta í kvöld og fór á vettvang ásamt sjúkrabíl og tækjabíl slökkviliðs sem aðstoðaði við að ná konunni úr bílnum. Ökumaðurinn er ekki alvarlega slasaður og segir varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri að sannarlega hefði getað farið verr.

Bíllinn er hins vegar gjörónýtur.

Bíllinn er gjörónýtur en ökumaður hans slapp með minni háttar …
Bíllinn er gjörónýtur en ökumaður hans slapp með minni háttar meiðsli. mbl.is/Þorgeir
mbl.is