Ekki hagkvæm lausn á sorphirðu

Myndin af urðunarsvæðinu sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum.
Myndin af urðunarsvæðinu sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Skjáskot/Rakel Steinarsdóttir

„Mitt mat er það að staðan er ekki góð. Það er greinilegt að þarna erum við með opna hauga,“ segir Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, sem gerði sér í dag ferð að urðun­ar­stöðinni í Fífl­holti á Mýr­um til að kynna sér aðstæður í kjölfar mynda sem dreift var á samfélagsmiðlum í vikunni. Ljóst sé þó að vilji sé hjá stjórnendum til að bregðast við.

„Okkur var svolítið brugðið í gær þegar við sáum þessar myndir sem mbl.is sýndi og sem voru í dreifingu á samfélagsmiðlum,“ sagði Tryggvi í samtali við mbl.is og kvað ástæðuna ekki síst liggja í þeirri áherslu Landverndar að koma eigi í veg fyrir plastmengun í umhverfi. „Það er því náttúrulega slæmt ef fyrirtæki í opinberri eigu eiga ríkan þátt í því að koma plasti í umhverfið. Þess vegna fannst okkur fannst mikilvægt að bregðast við þessum fréttum.“

Tryggvi fékk fullt aðgengi að urðunarstöðinni, sem annars er lokuð almenningi. Hann segir virðingarvert að Kristinn Jónasson, stjórnarformaður og bæjarstjóri Snæfellsnesbæjar, Gunnlaugur Auðunn Júlíusson sveitastjóri Borgarbyggðar og Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri urðunarstöðvarinnar, hafi tekið þar á móti sér. „Það vantaði ekki að menn tóku þessu vel og hafa skilning á því að Landvernd sem stór umhverfisverndarsamtök þurfa að bregðast við.“

Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, segir að finna þurfi lausnir á ...
Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, segir að finna þurfi lausnir á sorphirðu og urðun til langs tíma.

Hægt að gera ýmislegt til að bæta ástandið

„Ég notaði líka tækifærið til að heimsækja einn nágranna urðunarstöðvarinnar sem lýsti því hvernig málið blasir við frá sjónarhóli nágranna,“ segir Tryggvi. „Mitt mat er það að staðan er ekki góð. Það er greinilegt að þarna erum við með opna hauga. Það er skilyrði sem við búum við og þetta er kerfislægur vandi, sem ekki er hægt að segja að sé sök þeirra sem reka þennan stað.“

Fram kom í sam­tali mbl.is við fram­kvæmda­stjóra urðun­ar­stöðvar­inn­ar í fyrradag að stöðin vinni í sam­ræmi við lög um meðhöndl­un úr­gangs nr. 55/​​2003 og segir Tryggvi, þetta vera löggjöfina og umbúnaðurinn sem þessum málum sé búið á Íslandi.

„Það er hins vegar alveg augljóst að það þarf að gera betur í því fyrir framtíðina, ekki síst ef við ætlum að ná markmiðum sem við höfum sett í samstarfi okkar við Evrópusambandið.“

Tryggvi kveðst engu að síður telja að ýmislegt sé hægt að gera til að bæta ástandið. „Ég var upplýstur um hvað er gert nú þegar og það er ýmislegt.“ Þannig hafi til að mynda flokkar verið á ferðinni í gær að tína upp rusl fyrir utan og því hafi ekkert rusl verið sýnilegt þar sem hann fór um. „Það er líka áhugi á að gera betrumbætur inni á svæðinu til að draga úr þessum óþægindum.“

Ekki hagkvæm lausn á sorphirðu almennt

Góður vilji og þekking virðist því vera til að bregðast við. Segir Tryggvi Landvernd líklega munu bæta nokkrum ábendingu við til fyrirtækisins sem rekur sorpmóttökuna. „Við munum ræða það betur á næstunni. Það eru nokkur atriði sem hafa komið upp í þessari skoðun sem þarf að koma á í framtíðinni,“ segir hann.

Tryggvi segir vissulega þurfa að leysa þessi aðkallandi vandamál, mikilvægast sé þó að horfa til langs tíma. Nefnir hann sem dæmi að ólíkar reglur gildi hjá sveitarfélögum og eins séu fyrirtækin sem sinni sorphirðu og urðun mörg. „Þetta er líklega ekki hagkvæm lausn sem við höfum fundið á sorphirðu almennt,“ segir hann og kveðst vita til þess að umhverfisráðuneytið sé með þessi mál til skoðunar.

„Slíkar breytingar taka tíma og við höfum skilning á því, en fyrsta skrefið er alla vegna að koma með hugmyndina á borðið. Til lengri tíma litið þá getum við hins vegar ekki verið að grafa svona stóran hluta af íslensku sorpi niður í jörðina. Þetta eru verðmæti og við eigum að vera með þetta í hringrás í miklu meira mæli.“

Stóra málið sé að finna lausn sem færi þessi mál í betri farveg til lengri tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Litla Grá og Litla Hvít komnar heim

23:14 Löngu og ströngu ferðalagi mjaldrasystranna Litlu Hvítrar og Litlu Grárrar lauk nú á ellefta tímanum þegar þær komu til Vestmannaeyja með Herjólfi. Ferðalagið tók alls um 19 klukkustundir og systurnar voru farnar að sýna þreytumerki við komuna til Eyja að sögn Sig­ur­jóns Inga Sig­urðsson­ar. Meira »

Allt gert fyrir Litlu Grá og Litlu Hvít

21:37 Áhöfn og farþegar í Herjólfi bíða nú þolinmóðir eftir flutningabílunum tveimur sem flytja mjaldrasysturnar sem komu til landsins í dag eftir langt og strangt flug frá Sjanghæ. Meira »

Smíðar eru ekki fjarlægar guðspjöllum

21:24 Sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju í Reykjavík undanfarin 13 ár, útskrifaðist úr húsasmíði í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti á dögunum. Meira »

Hvað er íslenskt og hvað ekki?

20:16 Framleiðendur lopapeysa á Íslandi eru ekki ánægðir með aukna framleiðslu lopapeysa í Kína sem seldar eru undir þeim formerkjum að vera íslenskar. Þó að notuð sé íslensk ull til framleiðslunnar þar eystra þykir handbragðið sjálft ekki vera það sama. Meira »

Reyna að ná Herjólfi fyrir níu

19:39 Ferð flutningabílanna tveggja með mjaldrasysturnar Litlu Grá og Litlu Hvít hefur gengið eins og í sögu frá því að lagt var af stað frá Keflavík laust eftir klukkan 18. Bílarnir eru að nálgast Þorlákshöfn. Meira »

Steypireyðarmæðgur sáust í Faxaflóa

19:11 Hvalaskoðunarskip hitti tvær steypireyðar í Faxaflóa á 17. júní. Það eru sannarlega tíðindi og leiðsögumaður um borð segir að farþegum hafi verið stórbrugðið. Hann komst í návígi við dýrin. Meira »

7 sekúndna grænt ljós „algjörlega ólíðandi“

18:59 Bæjarstjóri Seltjarnarness ætlar að óska eftir svörum frá starfsbróður sínum í Reykjavík, Degi B. Eggertssyni, vegna knapps græns beygjuljóss á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu sem margir Seltirningar nýta sér á leið heim úr vinnu og daglegum störfum. Meira »

Norsku eldisrisarnir lögsóttir fyrir meint verðsamráð

18:45 Tíu lögsóknir vofa nú yfir nokkrum af stærstu laxeldisfyrirtækjum Noregs og dótturfyrirtækjum þeirra, þar sem þau eru sökuð um verðsamráð. Meira »

Magnús fær Tesluna ekki aftur

18:21 Hæstiréttur hafnaði því í dag að mál Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi for­stjóra United Silicon, vegna hraðaksturs hans á Teslu-bifreið á Reykjanesbrautinni yrði tekið fyrir. Magnús var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti fyrir hraðakstur og að hafa valdið slysi. Meira »

Fjármálaeftirlitið hnýtir í VR

17:38 Fjármálaeftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum, í tilefni frétta um að VR skoði að afturkalla umboð stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Meira »

Vísa yfirlýsingum VR til föðurhúsanna

17:13 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ákvarðanir um vaxtabreytingar séu ætíð teknar með „hagsmuni sjóðfélaga og lántakenda að leiðarljósi, aldrei af græðgi, geðþótta, illkvittni eða til að ganga í berhögg við kjarasamninga.“ Meira »

Annar mjaldranna steinsofnaði í fluginu

17:13 Flugferð flutningavélarinnar Cargolux með mjaldrana tvo frá Sjanghæ til Íslands gekk vel og var vélin hálftíma á undan áætlun þegar hún lenti í Keflavík klukkan 13.41 í dag. Mjaldrarnir voru órólegir í byrjun flugferðarinnar en róuðust þegar leið á flugið að sögn Brynjars Arnar Sveinjónssonar, yfirflugstjóra Cargolux. Meira »

Endurskoða löggjöf um réttarstöðu brotaþola

16:54 Tillögur um bætta réttarstöðu brotaþola kynferðisofbeldis voru til umfjöllunar á ráðherranefndarfundi um jafnréttismál í dag, á kvenréttindadeginum. Dómsmálaráðherra mun hefja endurskoðun á löggjöf og lagaframkvæmd þegar í stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Meira »

Kröfu um ógildingu vísað frá

16:52 Héraðsdómur Vestfjarða hefur vísað frá dómi kröfu um að viðurkennt verði með dómi að framkvæmd og undirbúningur sveitarstjórnarkosninga í Árneshreppi í maí í fyrra hafi ekki uppfyllt kröfur laga um kosningar til sveitarstjórna. Meira »

Sameiginleg samþykkt í fyrsta sinn

16:49 Nýverið tók ný lögreglusamþykkt gildi fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Er samþykktin sú fyrsta í umdæminu sem nær yfir öll sveitarfélög á þessu svæði að því er fram kemur í frétt á vef Skagafjarðar, en þar segir einnig að fyrir gildistöku samþykktarinnar hafi ekki verið gildar lögreglusamþykktir í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra. Meira »

Greip fast um brjóst konu á dansleik

16:43 Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðislega áreitni. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða konu sem hann áreitti 317.187 krónur í bætur. Meira »

Skoða afnám skerðinga lífeyris

16:03 Velferðarnefnd hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem biður um að lagt verði mat á kostnaði við að afnema tekjuskerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Feli slíkt ekki í sér útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð er hvatt til þess að lagt verði frumvarp fyrir Alþingi um afnám skerðinganna. Meira »

Læknar veri vakandi fyrir einkennum

15:50 „Læknar þurfa að vera vakandi fyrir sjaldgæfum sjúkdómum sérstaklega hjá Íslendingum sem ferðast erlendis,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um þrjá íslenska ferðamenn sem greindust með chik­ung­unya-sótt eftir ferðalag á Spáni. Meira »

Bítast á um tillögur fjárlaganefndar

15:44 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að dökk tíðindi séu í breytingartillögum meirihluta nefndarinnar við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segir að gagnrýni og vinna minnihlutans og Öryrkjabandalagsins hafi aftur á móti skilað heilmiklum árangri og haft áhrif á breytingartillögurnar. Meira »
Biskupstungur- sól og sumar..
Eigum lausa daga í sumar. Gisting fyrir 5-6. Heitur pottur, leiksvæði í nágrenni...
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Vatnsaflstúrbínur -Rafalar-Lokar
Útvegum allar stærðir af túrbínum rafölum og lokum fyrir virkjanir. Holt Véla...