Ganga skrúðgöngu í tilefni Dýradagsins

Þema göngunnar þetta árið er málefni hafsins, svo sem plastmengun …
Þema göngunnar þetta árið er málefni hafsins, svo sem plastmengun í hafi, hnignun lífbreytileika, súrnun sjávar og dýr á válista. mbl.is/Alfons Finnsson

Dýradagurinn er viðburður þar sem ungu fólki gefst tækifæri á að vekja athygli á umhverfismálum með kröftugri og litríkri skrúðgöngu. Dýradagurinn er haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti á Íslandi í dag, 22. maí, á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni. Skrúðgangan verður gengin frá Laugarnesskóla kl. 14:30 og gengið verður yfir í Grasagarðinn þar sem skipulögð dagskrá tekur við.

Viðburðurinn er settur upp sem blanda af umhverfisfræðslu og skapandi vinnu með börnum og ungu fólki, en þátttakendur skapa búninga úr endurnýttum efnivið og ganga svo í skrúðgöngu.

Þema göngunnar þetta árið er málefni hafsins, svo sem plastmengun í hafi, hnignun lífbreytileika, súrnun sjávar og dýr á válista. 

Landvernd kemur að skipulagningu Dýradagsins og verður hann í ár meðal annars tileinkaður 50 ára afmæli samtakanna, að því er segir í viðburðarlýsingunni á Facebook. 

Dagskrá Dýradagsins er eftirfarandi:

14:00-14:30 Nemendur klæða sig í búninga og safnast saman á skólalóð Laugarnesskóla
14:30-15:00 Gengið í skrúðgöngu inn í Grasagarðinn (Reykjavegi verður lokað tímabundið)
15:00-15:30 Dagskrá í Grasagarðinum, stutt ávörp, hugvekja frá nemendum og skemmtun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert