Slökkvilið í útkall vegna lyktar frá kökugerð

Þjónustuhúsið er gjörónýtt eftir brunann og húsið við hliðina á …
Þjónustuhúsið er gjörónýtt eftir brunann og húsið við hliðina á er mikið skemmt. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Brunavörnum Árnessýslu bárust tvö útköll í nótt og var í öðru tilfelli um að ræða þjónustuhús á tjaldstæði sem var í ljósum logum. Tildrög hins útkallsins eru öllu óljósari.

Brunvarnirnar greina frá því á Facebook-síðu sinni að það hafi verið um tvöleytið í nótt sem

Neyðarlínunni barst tilkynning um brunalykt á Selfossi. Sá sem tilkynnti um lyktina áttaði sig hins vegar ekki á því hvaðan brunalyktin kæmi. „Slökkvilið og lögregla leituðu af sér allan grun með akstri um bæinn en ekkert fannst. Talið er líklegast að þarna hafi veri um lykt frá HP kökugerð að ræða,“ segir í færslunni.

Seinna útkallið barst  svo rétt fyrir klukkan sex í morgun. Þá var tilkynnt um þjónustuhús í ljósum logum á tjaldstæði í Þorlákshöfn. Voru slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Þorlákshöfn fljótir á staðinn og tókst að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma. Húsið er hins vegar gjörónýtt og næsta hús við hliðina mikið skemmt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert