„Órafmagnað stuð“

Poppkórinn Vocal Project heldur tónleika í Guðríðarkirkju annað kvöld.
Poppkórinn Vocal Project heldur tónleika í Guðríðarkirkju annað kvöld. Ljósmynd/Ólafur Már Svavarsson

Poppkórinn Vocal Project heldur vortónleika sína í Guðríðarkirkju á morgun, 23. maí, kl. 20 og segir á miðasöluvefnum tix.is að lögin sem flutt verða séu í fjölbreyttum, skemmtilegum og krefjandi útsetningum. Gunnar Ben, stjórnandi kórsins, segir kórinn njóta fulltingis þriggja hljóðfæraleikara sem verði þó allir „unplugged“, þ.e. leiki ekki á rafmagnshljóðfæri. „Það er stuð í kirkjunni. Þetta er órafmagnað stuð,“ segir Gunnar kíminn.

Blaðamaður ræddi líka við Gunnar í fyrra um vortónleikana þá sem voru með ákveðnu þema, „Goðsagnir“, en á tónleikunum nú verður önnur áhersla. „Þemað er í rauninni núna það sem okkur langar að syngja. Ég ætla ekki alveg að kalla þetta óskalög kórfélaga en nú ákváðum við bara að syngja svolítið hressilegt prógramm og hress popplög eru í miklum meirihluta,“ segir Gunnar. 

Sem dæmi nefnir hann að kórinn muni syngja lög úr kvikmyndum, m.a. The Greatest Showman og teiknimyndinni Sing!, A Star is Born og lög með Pink og Hosier.

Ekki þrúgað af hátíðleik

–En er eitt af markmiðum kórsins að tónleikarnir séu fjölskylduvænir? Nú er eitt lag úr teiknimynd á efnisskránni.

„Ég held að við séum alltaf með eitt teiknimyndalag, ég held að það sé samt óvart en langoftast laumast það með,“ svarar Gunnar. „Aðallega er þetta fjölskylduvænt af því það er svo mikið stuð og þetta er ekki þrúgað af hátíðleik. Við skemmtum okkur á tónleikum og þá á yngri kynslóðin auðvelt með að hrífast með því og auðvitað bara allir.“

Tvennir tónleikar

–Leggurðu mikið á fólkið í kórnum?

„Alltaf,“ svarar Gunnar og hlær við. „Aðalpressan núna á vorönninni hefur samt verið að við erum að undirbúa í raun tvenna tónleika í einu. Við erum með tónleika í september sem við höfum verið að vinna í meðfram þessum og erum að fara strax núna eftir tónleika út á land í upptökubúðir að taka upp þrjú lög.“

Gunnar er spurður að því hvaða lag eða lög hafi verið hvað erfiðust fyrir kórinn að æfa. Hann hugsar sig vel um og nefnir svo „brjálæðislega flókna“ a capella útsetningu af Queen-laginu „You Take My Breath Away“. Útsetningu fyrir sjö raddir þar sem raddirnar gegna m.a. hlutverkum hljóðfæra og bakradda. „Lagið er í rauninni fyrir hausttónleikana en við ætlum að lauma því að, gefa dálítinn forsmekk. Útsetningin er svakalega flókin en óhemjufalleg,“ segir Gunnar um Queen-slagarann. Raddirnar fari upp og niður og út um allt og útsetningin bjóði upp á skemmtileg og óvænt hljómasambönd sem reyni mjög á eyru gesta og raddbönd kórsöngvara.

Viðtalið við Gunnar Ben má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag. 

Frekari upplýsingar um kórinn má finna á Facebook-síðu hans. Miðasala á tónleikana fer fram á tix.is og við innganginn. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

86 mál skráð hjá lögreglunni

07:29 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt því alls skráði hún 86 mál á þessu tímabili. Í öllum hverfum þurftu lögreglumenn að sinna mörgum kvörtunum um hávaða í tónlist úr heimahúsum, hávaða vegna framkvæmda á vinnustöðum og frá skemmtistöðum. Meira »

Skýjað sunnan- og austanlands

07:09 Spáð er hægri breytilegri átt eða hafgolu og skýjuðu veðri eða úrkomulitlu sunnan- og austanlands.  Meira »

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu

00:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er viðtað um ferðir hennar síðastliðinn miðvikudag. Meira »

Blóð úr ófæddum tvíbura

Í gær, 22:15 Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóðprufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þessari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má Hamilton sjálfan. Meira »

Móttaka nýs Herjólfs: Myndasyrpa

Í gær, 21:22 Tekið var á móti nýjum Herjólfi við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson afhenti Vestmannaeyingum nýja ferju og Katrín Jakobsdóttir nefndi hana formlega. Meira »

Að öðlast heyrn og mannréttindi

Í gær, 20:47 Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira »

Þrír skiptu með sér lottópottinum

Í gær, 20:08 Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér sjöföldum lottópotti kvöldsins, sem hljóðaði upp á rúmar 100 milljónir, og fær hver þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna í vinning. Meira »

Fimm í bílveltu á Vesturlandi

Í gær, 19:55 Fimm manns voru í bíl sem valt á Snæfellsvegi skammt frá bænum Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi á sjöunda tímanum í kvöld.  Meira »

Gekk upp og niður Esjuna í sólarhring

Í gær, 19:07 „Ég ligg bara og tek því mjög rólega. Ég stend eiginlega ekki í lappirnar ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Svanberg Halldórsson í samtali við mbl.is. Hann náði því ótrúlega afreki að ganga upp og niður Esjuna tólf sinnum í einum rykk og er því líklega íslandsmethafi í Esjugöngu. Meira »

Hvaða hlutverki gegnir þjóðkirkjan?

Í gær, 18:15 Þjóðkirkjan er stærst trúfélag á Íslandi og kemur að lífi margra á hverjum degi. Hlutverk hennar hefur breyst í gegnum árin. Hér verður hlutverk hennar í íslensku samfélagi skoðað frá mismunandi sjónarhornum. Meira »

Fjölmennt á torfærukeppni Bíladaga

Í gær, 17:50 Torfærukeppni Bíladaga á Akureyri stendur nú yfir á þessari árlegu hátíð sem haldin er um helgina. Mikill fjöldi fólks er mættur til að horfa á ökumenn sýna listir sínar og er stemningin góð. Þór Þormar Pálsson var fljótastur í tímabraut og kom í mark á 46 sekúndum. Meira »

„Hér eru allir í skýjunum“

Í gær, 17:37 „Þetta var í alla staði frábær dagur. Við fengum hér stútfulla hafnarstétt af fólki, athöfnin sjálf var frábær og hér eru allir í skýjunum,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, um móttöku skipsins í samtali við mbl.is. Meira »

Ríkisvæðingarstefna dauðans

Í gær, 16:30 Bæklunarsérfræðingarnir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson, sem einnig er lögfræðingur, eru afar ósáttir við nýja heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðherra. Ekkert samráð var haft við sérfræðinga og segja þeir ógerlegt að færa allar aðgerðir inn á spítalana. Meira »

Fékk sér Billie Eilish-tattú

Í gær, 16:10 Allt bendir til þess að Birta Líf Bjarkadóttir sé helsti aðdáandi poppstjörnunnar bandarísku Billie Eilish hér á landi. Vitnisburður um það er nýja húðflúrið hennar Birtu, sem er mynd af Billie. Meira »

300 hlupu kvennahlaup á Akureyri

Í gær, 15:30 Kvennahlaupið fór fram í þrítugasta sinn í blíðskaparveðri um allt land, en frábær þátttaka var í hlaupinu og talið er að 10.000 konur hafi tekið þátt í því á yfir 80 stöðum um land allt og víða erlendis. Meira »

Fjárlaganefnd bara að „bora í nefið“

Í gær, 14:43 Á meðan þingið bíður eftir að fjármálaáætlun komi frá fjárlaganefnd bíður fjárlaganefnd eftir gögnum frá fjármálaráðuneytinu til að vinna úr. Nefndin er í „algerri biðstöðu,“ segir Björn Leví Pírati. Meira »

Rigningin stoppaði stutt við

Í gær, 14:17 Þau tíðindi urðu á öðrum tímanum í dag að regnskúr gerði á höfuðborgarsvæðinu. Rigningin stoppaði þó stutt við en ekki hefur rignt að ráði undanfarnar vikur. Meira »

Hefur verið á göngu síðan átta í gær

Í gær, 13:00 Einar Hansberg Árnason hefur gengið 50 kílómetra síðan klukkan átta í gærkvöldi. Hann á 50 kílómetra fram undan. Hann er í sérstöku þyngdarvesti og stoppar á tveggja tíma fresti og tekur æfingu. Meira »

Eðlilegt að E. coli greinist í kjöti

Í gær, 12:56 „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eðlilegt því E. coli er í þarmaflóru nautgripa og sauðfjár og hluti þeirra getur borið shigatoxín,“ segir Dóra Gunnardóttir, forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar, spurð hvort það hafi komið á óvart að shigatoxínmyndandi E.coli (STEC) hafi fundist í kjöti á markaði. Meira »
Borðfætur stál
Til sölu notaðir borðfætur frá Stáliðjunni, 6 stk undir tveggja manna borð og 3 ...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Passa undir t...