Orkupakkinn ræddur aðra nóttina í röð

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, sleit þing­fundi klukk­an 5:42 í …
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, sleit þing­fundi klukk­an 5:42 í morg­un en þá hafði verið rætt um þriðja orkupakk­ann síðan um miðjan dag í gær. Umræðan hófst að nýju um klukkan 14 í dag og stendur enn. Það stefnir því í aðra langa nótt á Alþingi. mbl.is/Hari

Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi þar sem fram fer síðari umræða um þriðja orkupakkann svonefnda.

Þing­fund­ur hófst klukk­an 13.30. Störf þings­ins voru fyrst á dag­skrá, svo kosn­ing í stjórn Nátt­úru­ham­fara­trygg­inga Íslands og um 14.15 hófst umræða um orkupakk­ann.

Líkt og í gær er mælendaskráin nær eingöngu skipuð þingmönnum Miðflokksins. Í gærkvöldi og nótt stigu þingmenn alls 287 sinn­um í pontu til að flytja ræður og svör í tengsl­um við aðra umræðu um þriðja orkupakk­ann svo­nefnda. Umræða um orkupakk­ann hófst klukk­an 17.43 í gær­dag og var haldið áfram, með hálf­tíma hléi, þar til þing­fundi var slitið klukk­an 5.42 í morg­un. Þá hafði umræðan staðið í tólf tíma.

Útlit er fyrir að leikurinn verði endurtekinn í nótt. Rétt fyrir miðnætti voru sex þingmenn Miðflokksins á mælendaskrá, þar á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem er í þann mund að hefja sína tíundu ræðu um þriðja orkupakkann.

Atkvæðagreiðsla um þingsályktunartillöguna um innleiðingu þriðja orkupakkans verður möguleg þegar síðari umræðu lýkur. Hvenær það verður á hins vegar eftir að koma í ljós. 

mbl.is