Sumarið er komið því malbikun er hafin

Framkvæmdir við mislæg gatnamót yfir Miklubraut standa yfir í dag.
Framkvæmdir við mislæg gatnamót yfir Miklubraut standa yfir í dag. mbl.is/Hallur Már

Vorboðar sumarsins eru ekki eingöngu syngjandi smáfuglar heldur einnig stórar malbikunarvélar á götum landsins. Sumarið er komið því viðhald vega landsins er hafið á björtustu mánuðum ársins.  

„Þegar sólin fer að skína og hlýnar í veðri þá fer þetta af stað. Allt mjög hefðbundið,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur og verkefnastjóri viðhalds hjá Vegagerðinni, spurður um malbikunarvinnu sumarsins.

Í dag má búast við töfum á umferð á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna viðhaldsvinnu á vegum. Annars vegar á hringtorgi á Vífilsstaðavegi við Vífilsstaði og því verður lokað að hluta. Áætlað er að sú vinna standi yfir milli kl. 11 til 15 í dag. 

Hins vegar er það frárein af Skeiðavogi niður á Miklubraut til austurs. Fráreininni verður lokað og áætlað er að vinna standi yfir til kl. 18 í dag.

Verktakar þurf að spila eftir eyranu

Verkefnin eru fjölmörg í sumar og eru hingað og þangað á götum höfuðborgarsvæðisins og einnig á landsbyggðinni. Þrjú verk voru boðin út sem innihalda marga vegkafla víðs vegar. Stærsta viðhaldsverkefnið í sumar er áframhaldandi malbikun á Hellisheiði einnig verður farið í að laga Reykjanesbrautina auk stofnvega í Reykjavík t.d. Sæbraut, Miklubraut, Kringlumýrarbraut og Reykjanesbrautina. „Þetta tekur alltaf mikið til sín,“ segir Birkir.  

Veðrið spilar stórt hlutverk í malbikunarframkvæmdum og því þarf að fylgjast vel með veðurspá. Þar af leiðandi er ekki unnt að skipuleggja framkvæmdir langt fram í tímann því skjótt skipast veður á lofti hér á landi. „Þeir sem sjá um framkvæmdir verða að spila þetta eftir eyranu,“ segir Birkir. Daginn fyrir framkvæmdir liggja fyrir upplýsingar um smærri verkefni en vegfarendur fá þó vitneskju um stærri verkefni með lengri fyrirvara. Verktakinn er oftast með tvo vinnuflokka á daginn og einn sem vinnur á nóttunni.

Þar af leiðandi eru vegfarendur hvattir til að fylgjast með upplýsingum um framkvæmdir meðal annars á vef Vegagerðarinnar, á Facebook og twitter, á vef Samgöngustofu og fylgjast með tilkynningum í fjölmiðlum og einnig í útvarpi.

Lokið fyrir skólabyrjun

Samkvæmt verkáætlun á öllum framkvæmdum að vera lokið 15. ágúst en köflum innan höfuðborgarsvæðisins fyrir 1. ágúst. „Við viljum ná að klára hér áður en skólarnir byrja. Ef veðrið leikur okkur grátt gætum við þurft að teygja úr þessu,“ segir Birkir.

Þrátt fyrir rigningasumarið mikla í fyrra náðist að klára allt á réttum tíma. „Menn voru orðnir stressaðir. Ég viðurkenni það. Verktakinn stóð sig mjög vel og fór að vinna meira á nóttinni til að ná að klára,“ segir Birkir.

Í fyrra teygðist hins vegar úr framkvæmdum við viðbótarvegkafla fram í september. Ástæðan er sú að viðbótarfjármagn fékkst í þær framkvæmdir í maí. Spurður hvort það sami verði upp á teningnum núna í maí segist hann ekki reikna með því.   

„Þokkalegt. Við vildum geta gert meira. Við erum enn með halann eftir hrunið,“ segir hann spurður um viðhald á vegum landsins.

Þarf bara einn ökumann til að valda stórslysi  

„Almennt eru ökumenn tillitssamir. Þetta er stórhættulegt vinnuumhverfi þar sem er mikill hraði. Það þarf ekki nema einn til að valda stórslysi,“ segir Birkir og brýnir fyrir ökumönnum að virða hraðatakmarkanir á vinnusvæði.

Hann segir stefnuna alltaf vera að sinna framkvæmdum svo umferð raskist sem minnst. Það græða allir á því. Á umferðaþyngstu vegunum er unnið á nóttinni. „Óhjákvæmilega taka framkvæmdir oft meira en sólarhring og þá teygjast þær fram á morguninn,” segir hann og nefnir sem dæmi að framkvæmdir á Ártúnsbrekkunni í fyrra. Það hafi hins vegar gengið vel og ökumenn almennt sýnt biðlund.

mbl.is

Innlent »

86 mál skráð hjá lögreglunni

07:29 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt því alls skráði hún 86 mál á þessu tímabili. Í öllum hverfum þurftu lögreglumenn að sinna mörgum kvörtunum um hávaða í tónlist úr heimahúsum, hávaða vegna framkvæmda á vinnustöðum og frá skemmtistöðum. Meira »

Skýjað sunnan- og austanlands

07:09 Spáð er hægri breytilegri átt eða hafgolu og skýjuðu veðri eða úrkomulitlu sunnan- og austanlands.  Meira »

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu

00:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er viðtað um ferðir hennar síðastliðinn miðvikudag. Meira »

Blóð úr ófæddum tvíbura

Í gær, 22:15 Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóðprufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þessari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má Hamilton sjálfan. Meira »

Móttaka nýs Herjólfs: Myndasyrpa

Í gær, 21:22 Tekið var á móti nýjum Herjólfi við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson afhenti Vestmannaeyingum nýja ferju og Katrín Jakobsdóttir nefndi hana formlega. Meira »

Að öðlast heyrn og mannréttindi

Í gær, 20:47 Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira »

Þrír skiptu með sér lottópottinum

Í gær, 20:08 Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér sjöföldum lottópotti kvöldsins, sem hljóðaði upp á rúmar 100 milljónir, og fær hver þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna í vinning. Meira »

Fimm í bílveltu á Vesturlandi

Í gær, 19:55 Fimm manns voru í bíl sem valt á Snæfellsvegi skammt frá bænum Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi á sjöunda tímanum í kvöld.  Meira »

Gekk upp og niður Esjuna í sólarhring

Í gær, 19:07 „Ég ligg bara og tek því mjög rólega. Ég stend eiginlega ekki í lappirnar ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Svanberg Halldórsson í samtali við mbl.is. Hann náði því ótrúlega afreki að ganga upp og niður Esjuna tólf sinnum í einum rykk og er því líklega íslandsmethafi í Esjugöngu. Meira »

Hvaða hlutverki gegnir þjóðkirkjan?

Í gær, 18:15 Þjóðkirkjan er stærst trúfélag á Íslandi og kemur að lífi margra á hverjum degi. Hlutverk hennar hefur breyst í gegnum árin. Hér verður hlutverk hennar í íslensku samfélagi skoðað frá mismunandi sjónarhornum. Meira »

Fjölmennt á torfærukeppni Bíladaga

Í gær, 17:50 Torfærukeppni Bíladaga á Akureyri stendur nú yfir á þessari árlegu hátíð sem haldin er um helgina. Mikill fjöldi fólks er mættur til að horfa á ökumenn sýna listir sínar og er stemningin góð. Þór Þormar Pálsson var fljótastur í tímabraut og kom í mark á 46 sekúndum. Meira »

„Hér eru allir í skýjunum“

Í gær, 17:37 „Þetta var í alla staði frábær dagur. Við fengum hér stútfulla hafnarstétt af fólki, athöfnin sjálf var frábær og hér eru allir í skýjunum,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, um móttöku skipsins í samtali við mbl.is. Meira »

Ríkisvæðingarstefna dauðans

Í gær, 16:30 Bæklunarsérfræðingarnir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson, sem einnig er lögfræðingur, eru afar ósáttir við nýja heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðherra. Ekkert samráð var haft við sérfræðinga og segja þeir ógerlegt að færa allar aðgerðir inn á spítalana. Meira »

Fékk sér Billie Eilish-tattú

Í gær, 16:10 Allt bendir til þess að Birta Líf Bjarkadóttir sé helsti aðdáandi poppstjörnunnar bandarísku Billie Eilish hér á landi. Vitnisburður um það er nýja húðflúrið hennar Birtu, sem er mynd af Billie. Meira »

300 hlupu kvennahlaup á Akureyri

Í gær, 15:30 Kvennahlaupið fór fram í þrítugasta sinn í blíðskaparveðri um allt land, en frábær þátttaka var í hlaupinu og talið er að 10.000 konur hafi tekið þátt í því á yfir 80 stöðum um land allt og víða erlendis. Meira »

Fjárlaganefnd bara að „bora í nefið“

Í gær, 14:43 Á meðan þingið bíður eftir að fjármálaáætlun komi frá fjárlaganefnd bíður fjárlaganefnd eftir gögnum frá fjármálaráðuneytinu til að vinna úr. Nefndin er í „algerri biðstöðu,“ segir Björn Leví Pírati. Meira »

Rigningin stoppaði stutt við

Í gær, 14:17 Þau tíðindi urðu á öðrum tímanum í dag að regnskúr gerði á höfuðborgarsvæðinu. Rigningin stoppaði þó stutt við en ekki hefur rignt að ráði undanfarnar vikur. Meira »

Hefur verið á göngu síðan átta í gær

Í gær, 13:00 Einar Hansberg Árnason hefur gengið 50 kílómetra síðan klukkan átta í gærkvöldi. Hann á 50 kílómetra fram undan. Hann er í sérstöku þyngdarvesti og stoppar á tveggja tíma fresti og tekur æfingu. Meira »

Eðlilegt að E. coli greinist í kjöti

Í gær, 12:56 „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eðlilegt því E. coli er í þarmaflóru nautgripa og sauðfjár og hluti þeirra getur borið shigatoxín,“ segir Dóra Gunnardóttir, forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar, spurð hvort það hafi komið á óvart að shigatoxínmyndandi E.coli (STEC) hafi fundist í kjöti á markaði. Meira »
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...