„Það þarf sterka vöðva til að stjórna þessu!“

Jeff Coffman flugstjóri í flugstjórnarklefa The Spirit of Benovia.
Jeff Coffman flugstjóri í flugstjórnarklefa The Spirit of Benovia. Ljósmynd/Vala Hafstað

Langar biðraðir mynduðust á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi þegar fimm DC-3 vélar voru sýndar almenningi. Gestum var boðið að fara um borð í tvær þeirra. Vélarnar eru hluti af leiðangri 15 slíkra véla, D-Day Squadron, sem farinn er frá Oxford, Connecticut, til Normandí í Frakklandi til þess að minnast þess að 6. júní verða liðin 75 ár frá innrás bandamanna í Normandí, innrás sem markaði upphafið að lokum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Joe Anderson, eigandi The Spirit of Benovia, býður gesti velkomna ...
Joe Anderson, eigandi The Spirit of Benovia, býður gesti velkomna á Reykjavíkurflugvelli. Ljósmynd/Vala Hafstað

Blaðamaður mbl.is var á staðnum og fékk tækifæri til þess að fara um borð í The Spirit of Benovia, DC-3/C-53 Skytrooper flutningavél í eigu Joe Anderson, formanns og stofnanda Benovia víngerðarinnar í Santa Rosa, Kaliforníu. Hann og kona hans, Mary Dwane, festu kaup á flugvélinni haustið 2008 og breyttu þá nafni hennar í Spirit of Benovia, eða Andi Benoviu, í höfuðið á víngerð sinni  og vínanda í Sonoma sýslu.

Löng biðröð myndaðist við The Spirit of Benovia á Reykjavíkurflugvelli.
Löng biðröð myndaðist við The Spirit of Benovia á Reykjavíkurflugvelli. Ljósmynd/Vala Hafstað

Þegar blaðamann ber að garði eru Anderson og áhöfnin nýlent á vellinum. Hann stendur stoltur við vélina og hleypir gestum inn með vingjarnlegu brosi. Inni í vélinni, sem einu sinni var flutningavél, eru nú 13 þægileg leðursæti. Í flugstjórnarklefanum er flugstjórinn Jeff Coffman. Hann segir flugið frá Grænlandi hafa gengið vel. „Veðrið setti strik í reikninginn, því við gátum ekki flogið í meira en 12.000 feta hæð, en annars gekk þetta vel.“

Frá Oxford, Connecticut, flugu vélarnar til Goose Bay í Kanada. Sumar vélanna voru enn veðurtepptar í Goose Bay í gær, að sögn Coffmans, en hann reiknar með að þær komist til Íslands í dag.

Tvær DC-3/C-47 vélanna á Reykjavíkurflugvelli.
Tvær DC-3/C-47 vélanna á Reykjavíkurflugvelli. Ljósmynd/Vala Hafstað

„Hinar fjórar tóku eldsneyti í Narsarsuaq, en ég ákvað í staðinn að fljúga norður til Søndre Strømfjord. Flugið þaðan tók fimm klukkustundir og fimm mínútur.“

En hvað skyldi vera erfiðast við að fljúga þessari vél? „Þú þarft að skilja þessi gömlu kerfi og kunna að halda vélinni við,“ svarar Coffman.

Ein DC-3/C-47 vélanna á Reykjavíkurflugvelli.
Ein DC-3/C-47 vélanna á Reykjavíkurflugvelli. Ljósmynd/Vala Hafstað

Vélin á sér langa sögu. Samþykkt fyrir henni var fengin í maí, 1942, og hún afhent mánuði síðar. Fyrsta flugið fór hún 1. júlí sama ár. Samkvæmt vefsíðunni benovia.com flaug hún yfir Himalajafjöllin til stuðnings bandamönnum gegn Japan í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir stríðið var hún seld Civil Air Transport í Taiwan og tók þátt í flutningi kínverskra þjóðernissinna frá Kína til Taiwan eftir a kommúnistar tóku völd í Kína. Vélin hélt áfram leynilegum leiðöngrum gegn kommúnistum í Suðaustur Asíu, sem hluti af Air America flugfélagi bandarísku leyniþjónustunnar, CIA.

Einn þristanna á Reykjavíkurflugvelli.
Einn þristanna á Reykjavíkurflugvelli. Ljósmynd/Vala Hafstað

Aðspurður hvað honum þyki mest spennandi við að fljúga vélinni svarar Coffman: „Ævintýrið og útsýnið. Það var stórkostlegt á köflum – við flugum meðfram jökulbreiðunni – og auðvitað móttökurnar, þetta yndislega fólk.“

Það er greinilega ekki létt verk að fljúga slíkri vél. Coffman bendir á stjórntækin og segir: „Það þarf sterka vöðva til að stjórna þessu!“ Þessi flugstjórnarklefi er ólíkur þeim sem hann situr vanalega í, sem er ýmist í Cessna Citation eða Gulfstream þotum.

Héðan liggur leiðn til Dyflinnar á Írlandi á morgun og þaðan til Duxford, sem er þorp norðan við Lundúnir. Fimmtán þristar frá Evrópu munu þar bætast í hóp þeirra 15 sem héðan koma og í sameiningu munu þeir fljúga yfir Ermarsundið til Normandí í tíma fyrir hátíðahöldin 6. júní.

Coffman brosir út að eyrum allan tímann sem á viðtalinu stendur. Hann er himinlifandi yfir að fá að taka þátt í þessari merku för.

 Fimm vélanna sem koma munu til Reykjavíkur af þessu tilefni tóku þátt í innrásinní í Normandí 1944.

Faðir Andersons, eiganda The Spirit of Benovia, og tveir frændur hans voru hermenn í síðari heimsstyrjöldinni. Á vefsíðu sinni segir Anderson: „Það er okkur mikilvægt að heiðra alla sem börðust fyrir frelsi okkar. Þetta mun verða áhrifamikil hátíð, því enn eru sumir hermannanna á lífi, og þeir verða okkar á meðal.“

mbl.is

Innlent »

86 mál skráð hjá lögreglunni

07:29 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt því alls skráði hún 86 mál á þessu tímabili. Í öllum hverfum þurftu lögreglumenn að sinna mörgum kvörtunum um hávaða í tónlist úr heimahúsum, hávaða vegna framkvæmda á vinnustöðum og frá skemmtistöðum. Meira »

Skýjað sunnan- og austanlands

07:09 Spáð er hægri breytilegri átt eða hafgolu og skýjuðu veðri eða úrkomulitlu sunnan- og austanlands.  Meira »

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu

00:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er viðtað um ferðir hennar síðastliðinn miðvikudag. Meira »

Blóð úr ófæddum tvíbura

Í gær, 22:15 Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóðprufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þessari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má Hamilton sjálfan. Meira »

Móttaka nýs Herjólfs: Myndasyrpa

Í gær, 21:22 Tekið var á móti nýjum Herjólfi við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson afhenti Vestmannaeyingum nýja ferju og Katrín Jakobsdóttir nefndi hana formlega. Meira »

Að öðlast heyrn og mannréttindi

Í gær, 20:47 Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira »

Þrír skiptu með sér lottópottinum

Í gær, 20:08 Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér sjöföldum lottópotti kvöldsins, sem hljóðaði upp á rúmar 100 milljónir, og fær hver þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna í vinning. Meira »

Fimm í bílveltu á Vesturlandi

Í gær, 19:55 Fimm manns voru í bíl sem valt á Snæfellsvegi skammt frá bænum Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi á sjöunda tímanum í kvöld.  Meira »

Gekk upp og niður Esjuna í sólarhring

Í gær, 19:07 „Ég ligg bara og tek því mjög rólega. Ég stend eiginlega ekki í lappirnar ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Svanberg Halldórsson í samtali við mbl.is. Hann náði því ótrúlega afreki að ganga upp og niður Esjuna tólf sinnum í einum rykk og er því líklega íslandsmethafi í Esjugöngu. Meira »

Hvaða hlutverki gegnir þjóðkirkjan?

Í gær, 18:15 Þjóðkirkjan er stærst trúfélag á Íslandi og kemur að lífi margra á hverjum degi. Hlutverk hennar hefur breyst í gegnum árin. Hér verður hlutverk hennar í íslensku samfélagi skoðað frá mismunandi sjónarhornum. Meira »

Fjölmennt á torfærukeppni Bíladaga

Í gær, 17:50 Torfærukeppni Bíladaga á Akureyri stendur nú yfir á þessari árlegu hátíð sem haldin er um helgina. Mikill fjöldi fólks er mættur til að horfa á ökumenn sýna listir sínar og er stemningin góð. Þór Þormar Pálsson var fljótastur í tímabraut og kom í mark á 46 sekúndum. Meira »

„Hér eru allir í skýjunum“

Í gær, 17:37 „Þetta var í alla staði frábær dagur. Við fengum hér stútfulla hafnarstétt af fólki, athöfnin sjálf var frábær og hér eru allir í skýjunum,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, um móttöku skipsins í samtali við mbl.is. Meira »

Ríkisvæðingarstefna dauðans

Í gær, 16:30 Bæklunarsérfræðingarnir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson, sem einnig er lögfræðingur, eru afar ósáttir við nýja heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðherra. Ekkert samráð var haft við sérfræðinga og segja þeir ógerlegt að færa allar aðgerðir inn á spítalana. Meira »

Fékk sér Billie Eilish-tattú

Í gær, 16:10 Allt bendir til þess að Birta Líf Bjarkadóttir sé helsti aðdáandi poppstjörnunnar bandarísku Billie Eilish hér á landi. Vitnisburður um það er nýja húðflúrið hennar Birtu, sem er mynd af Billie. Meira »

300 hlupu kvennahlaup á Akureyri

Í gær, 15:30 Kvennahlaupið fór fram í þrítugasta sinn í blíðskaparveðri um allt land, en frábær þátttaka var í hlaupinu og talið er að 10.000 konur hafi tekið þátt í því á yfir 80 stöðum um land allt og víða erlendis. Meira »

Fjárlaganefnd bara að „bora í nefið“

Í gær, 14:43 Á meðan þingið bíður eftir að fjármálaáætlun komi frá fjárlaganefnd bíður fjárlaganefnd eftir gögnum frá fjármálaráðuneytinu til að vinna úr. Nefndin er í „algerri biðstöðu,“ segir Björn Leví Pírati. Meira »

Rigningin stoppaði stutt við

Í gær, 14:17 Þau tíðindi urðu á öðrum tímanum í dag að regnskúr gerði á höfuðborgarsvæðinu. Rigningin stoppaði þó stutt við en ekki hefur rignt að ráði undanfarnar vikur. Meira »

Hefur verið á göngu síðan átta í gær

Í gær, 13:00 Einar Hansberg Árnason hefur gengið 50 kílómetra síðan klukkan átta í gærkvöldi. Hann á 50 kílómetra fram undan. Hann er í sérstöku þyngdarvesti og stoppar á tveggja tíma fresti og tekur æfingu. Meira »

Eðlilegt að E. coli greinist í kjöti

Í gær, 12:56 „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eðlilegt því E. coli er í þarmaflóru nautgripa og sauðfjár og hluti þeirra getur borið shigatoxín,“ segir Dóra Gunnardóttir, forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar, spurð hvort það hafi komið á óvart að shigatoxínmyndandi E.coli (STEC) hafi fundist í kjöti á markaði. Meira »
35 " Toyota LandC árg. sept. 2002
Dísel 164 hestöf sjálfskiptur. Akstur 256 þús: gott viðhald. Búið að sjóða í s...
Bókalind - antikbókabúð
Erum með fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matreiðslubæku...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR 'UTSALA er að byrja
Glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals glösum og ska...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Fleiri myndir af stiganum á meðfylgjandi mynd eru í möppu 110 á Fésinu okkar, (...