Þrengt að korninu á Korngörðum

Ljósmynd/Faxaflóahafnir

Vegna lengingar Skarfabakka til austurs yfir í Kleppsbakka í Sundahöfn og landfyllingu í Vatnagörðum verður ekki hægt að landa korni til Fóðurblöndunnar og Kornax sem eru með starfsemi á Korngörðum. Faxaflóahafnir keyptu fyrir 12 árum eignir Líflands sem þar voru og viðræður eru hafnar við Fóðurblönduna um aðferðafræði við mat á ástandi eigna fyrirtækisins og verð, samkvæmt upplýsingum Faxaflóahafna.

Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að Kleppsbakki sé orðinn gamall og Korngarðabryggjan úr sér gengin. Ekki svari kostnaði að endurnýja þessi mannvirki. Þess vegna standi til að lengja Skarfabakka yfir í Kleppsbakka. Það verði næsta stórverkefni Faxaflóahafna í Sundahöfn. Landfylling verður gerð þar fyrir innan og verður kornbryggjan því óvirk.

Bíða niðurstöðu viðræðna

Eyjólfur Sigurðsson, forstjóri Fóðurblöndunnar, segir ekki komið á hreint hvenær fyrirtækið þurfi að flytja starfsemi sína annað. Málið hafi verið í umræðunni í áratug. Hann segir ekki hægt að huga að nýjum stað fyrr en vitað sé hvað verði um núverandi eignir í Sundahöfn. Faxaflóahafnir hafa boðið Fóðurblöndunni lóð á Grundartanga en þar byggði Lífland upp sína fóðurverksmiðju.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert