80% félagsmanna ASÍ samþykktu

Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði er eina félagið sem felldi lífskjarasamningana.
Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði er eina félagið sem felldi lífskjarasamningana. mbl.is/Valgarður Gíslason

Nýgerðir kjarasamningar voru samþykktir í öllum aðildarfélögum Samiðnar nema Félagi járniðnaðarmanna á Ísafirði. Tæplega 73% þeirra sem þátt tóku samþykktu samningana.

Nú liggja fyrir niðurstöður úr atkvæðagreiðslu hjá öllum aðildarfélögum ASÍ sem gerðu lífskjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Þeir voru samþykktir í öllum félögum nema einu og sögðu um 80% þeirra sem þátt tóku já. 98% vinnuveitenda samþykktu samningana.

Samiðn var síðasta sambandið til að tilkynna niðurstöður atkvæðagreiðslu um samninga við Samtök atvinnulífsins, Bílgreinasambandið, Samband garðyrkjubænda og Félag pípulagningameistara. Atkvæði greiddu 1.624 félagsmenn sem er liðlega 23% þeirra sem á kjörskrá voru. Já sögðu 1.183, eða tæplega 73%, nei sögðu 357 sem er 22% og 84 tóku ekki afstöðu.

„Þetta sýnir meiri jákvæðni í garð samninganna en við áttum von á,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »