Fleiri Þristar til sýnis

Fjölmargir lögðu leið sína á Reykjavíkurflugvöll á þriðjudagskvöld til að …
Fjölmargir lögðu leið sína á Reykjavíkurflugvöll á þriðjudagskvöld til að skoða Þristana. Fleiri hafa nú bæst í hópinn og hægt verður að skoða þá í kvöld milli klukkan 19 og 21. mbl.is/Árni Sæberg

Þær hafa líklega ekki farið framhjá mörgum, svokallaðar þrista­vél­ar, DC-3- og C-47-flug­vél­ar, frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa lent á Reykjavíkurflugvelli síðustu daga. Fimm Þristar til viðbótar á leið frá Ameríku til Bretlands lenda í Reykjavík síðdegis og í kvöld.

Fjórir Þristanna eru þegar lentir og von er á þeim fimmta um klukkan 18. Vélarnar verða til sýnis á Reykjavíkurflugvelli í kvöld milli klukkan 19 og 21. 

Þá er ráðgert að Þristurinn Páll Sveinsson komi til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið og verður hann einnig á stæðinu norðan við Hótel Loftleiðir með bandarísku vélunum.

Fjölmargir lögðu leið sína á Reykjavíkurflugvöll á þriðjudagskvöld til að skoða Þristana sem þá voru lentir og búast má við að áhuginn verði ekki síðri í kvöld. 

Flugvélarnar í þessum hópi bera gælunöfnin Betsy's Biscuit Bomber, Virginia Ann, Pan Am, Flabob Express og D-Day Doll.

Vél­arn­ar eru í leiðangr­in­um D-Day Squa­dron og koma til Reykja­vík­ur á leið sinni frá Banda­ríkj­un­um til Frakk­lands til að taka þátt í at­höfn í Normandí 6. júní. Þann dag verða 75 ár liðin frá inn­rás­inni í Norm­andí sem fjöldi DC-3-véla tók þátt í.

Þrjár vélar, svokallaðir Þristar, lentu á Reykjavíkurflugvelli á þriðjudag. Fimm …
Þrjár vélar, svokallaðir Þristar, lentu á Reykjavíkurflugvelli á þriðjudag. Fimm til viðbótar eru væntanlegir í dag og k völd. mbl.is/Árni Sæberg
Þristarnir eru hverjum öðrum glæsilegri.
Þristarnir eru hverjum öðrum glæsilegri. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is