Heimild ráðherra til launahækkana skert

mbl.is/​Hari

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að nokkrar breytingar verði gerðar á frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð.

Leggur meirihlutinn til að í bráðabirgðaákvæði verði kveðið á um að laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna taki ekki breytingum fyrr en 1. janúar 2020 og þá í samræmi við þróun á meðaltali reglulegra launa ríkisstarfsmanna árið 2018. Frá og með 1. júlí 2021 taki laun þessara aðila breytingum 1. júlí ár hvert.

Þá leggur meirihlutinn til að heimild ráðherra til að ákveða að laun hækki hlutfallslega 1. janúar ár hvert til samræmis við áætlaða breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins falli brott. Skýrt verði að laun skuli aðeins taka breytingum 1. júlí ár hvert í samræmi við hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa ríkisstarfsmanna á næstliðnu ári samkvæmt birtum útreikningum Hagstofunnar.

Með þessu vilji meirihlutinn annars vegar koma í veg fyrir að laun ráðamanna og æðstu embættismanna hækki tvisvar á ári og hins vegar tryggja að hækkun launa miðist aðeins við staðfesta útreikninga Hagstofunnar en ekki áætlanir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert