Klaustursmálið í höndum siðanefndar

Þingmennirnir sex sem komu við sögu í Klausturmálinu.
Þingmennirnir sex sem komu við sögu í Klausturmálinu. Samsett mynd

Forsætisnefnd Alþingis á eftir að funda vegna úrskurðar Persónuverndar sem var kveðinn upp í Klaustursmálinu.

Nefndin vísaði málinu til siðanefndar til efnislegrar umfjöllunar og er það í höndum hennar eins og staðan er núna, að sögn Steinunnar Þóru Árnadóttur, annars af sérstökum varaforsetum Alþingis vegna Klaustursmálsins.

Spurð um hvaða atriði siðanefnd er að taka fyrir segist Steinunn Þóra ekki ætla að tjá sig um það núna en nefnir að siðanefnd eigi eftir að svara forsætisnefnd.

Steinunn Þóra Árnadóttir.
Steinunn Þóra Árnadóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hún og Haraldur Benediktsson, hinn varaforsetinn, óskuðu á sínum tíma eftir áliti siðanefndar um hvort gildissvið siðareglna ætti við um það sem gerðist á barnum Klaustri.

Það var mat meirihluta ráðgefandi siðanefndar að samtal þingmannanna sex sem var tekið upp geti ekki talist einkasamtal. Einnig kom fram að ummælin og hegðun þingmannanna sem náðist á upptöku falli undir gildissvið siðareglna þingsins.

Þingmennirnir höfðu frest þangað til 2. apríl til að bregðast við áliti siðanefndarinnar og þann sama dag höfðu tvær athugasemdir borist sérstökum varaforsetum Alþingis við álitinu.

Siðareglur fyrir alþingismenn

mbl.is