Mikið um dýrðir á opnun Monki

Verslanir Monki eru þekktar fyrir sérstakan stíl og mikið glingur.
Verslanir Monki eru þekktar fyrir sérstakan stíl og mikið glingur. mbl.is/​Hari

Múgur og margmenni var í Smáralind í morgun þegar opnun fataverslunarinnar Monki var fagnað. Mikið var um dýrðir, en verslanirnar sem eiga rætur sínar að rekja til Svíþjóðar eru þekktar fyrir sérstakan stíl og mikið glingur.

Verslanir Monki eru í eigu verslunarrisans Hannes & Mauritz (H&M) og eru staðsettar víða í Evrópu og víðar, svo sem í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Rússlandi, Malasíu, Hong Kong, Japan og Kína.

Ljósmyndari mbl.is mætti á svæðið klukkan ellefu þegar verslunin var formlega opnuð og var þar fyrir löng röð spenntra viðskiptavina. 20% afsláttur er af öllu í versluninni í dag, auk þess sem plötusnúðar munu halda uppi fjörinu fram eftir degi.

Uppfært: Verslunin Weekday, sem einnig heyrir undir fatarisann H&M, var einnig opnuð í Smáralind í dag.

Mikið var um dýrðir á opnuninni.
Mikið var um dýrðir á opnuninni. mbl.is/​Hari
Löng röð hafði myndast fyrir utan verslunina.
Löng röð hafði myndast fyrir utan verslunina. mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is