Samstillts átaks er þörf

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller landlæknir á fundinum í ...
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller landlæknir á fundinum í morgun. Morgunblaðið/Hari

Biðtími eftir liðskiptaaðgerðum verður ekki styttur með því einu að fjölga slíkum aðgerðum. Til að ná árangri þarf samstillt átak heilbrigðisyfirvalda, Embættis landlæknis og heilsugæslunnar. Þriggja ára átak, sem átti að stytta bið eftir þessum aðgerðum, bar ekki tilætlaðan árangur. Landlæknir leggur m.a. til að þessum aðgerðum verði útvistað tímabundið. 

Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun þar sem kynntar voru niðurstöður skýrslu Embættis landlæknis um árangur af biðlistaátakinu.  „Biðtíminn hefur vissulega styst,“  sagði Alma Möller landlæknir á fundinum. „En ekki eins og vonir stóðu til.“

Þetta var þrátt fyrir að aðgerðatíðni hefði aukist á þessu tímabili og að nú væru gerðar, að sögn Ölmu, 230 aðgerðir á hnjám og mjöðmum á hverja 100.000 íbúa hér á landi. Samið var um 911 „átaksaðgerðir“ á þessu tiltekna tímabili, framkvæmdar voru 827 aðgerðir og því voru 84 aðgerðir, eða 9% fyrirhugaðra aðgerða sem ekki tókst að gera.

Fráflæðisvandinn ein ástæðan

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði að þessar tölur endurspegluðu þann vanda sem Landspítali hefur lengi glímt við; sem er skortur á legurýmum sem má að stórum hluta rekja til fráflæðisvandans sem myndast þegar aldrað fólk, sem bíður úrræða á borð við hjúkrunarheimili, dvelur langtímum á sjúkrahúsinu þar sem mikill skortur er á hjúkrunarrýmum. Alma sagði að önnur ástæða fyrir því að ekki tókst betur til með átakið væri að eftirspurn eftir liðskiptaaðgerðum hefði vaxið hraðar en reiknað hefði verið með.

Landlæknir fór í hnjáskiptaaðgerð

„Þegar biðlistaátakið var hannað voru gefnar ákveðnar forsendur, en þær hafa breyst,“ sagði Alma. „Skýringarnar eru margar, m.a. fjölgun í eldri aldurshópum, sífellt yngra fólk fer í aðgerðirnar og aukin krafa um hreyfigetu,“ sagði Alma og bætti við orðum sínum til áréttingar að sjálf væri hún ekki orðin sextug en hefði þegar farið í hnjáskiptaaðgerð.

„Þá er önnur ástæða að offita eykst og slit í mjöðmum virðist algengara hér en í öðrum löndum,“ sagði Alma.

Heildarverkefni heilbrigðisþjónustunnar

Í kjölfar birtingar skýrslunnar tekur við vinna þar sem heilbrigðiskerfið verður skoðað í heild sinni til að finna leiðir til að stytta bið eftir liðskiptaaðgerðum. Til dæmis mun heilbrigðisráðherra funda síðar í dag með forstjórum heilbrigðisstofnana um málið. „Þetta er heildarverkefni heilbrigðisþjónustunnar allrar og við munum setja saman aðgerðaáætlun þar sem fundnar verða lausnir til skemmri og lengri tíma. Mér finnst t.d. mikilvægt að leggja meiri áherslu á heilsugæsluna, sem gæti t.d. undirbúið fólk betur undir þessar aðgerðir þannig að það þurfi að liggja skemur á sjúkrahúsum og verði fljótara að ná sér. Við höfum talað um forhæfingu í þessu sambandi,“ segir Svandís.

Skoða tímabundna útvistun

Í skýrslunni leggur landlæknir til að ef ekki takist að fjölga liðskiptaaðgerðum á þeim sjúkrahúsum þar sem þær eru nú framkvæmdar verði þeim útvistað tímabundið til einkaaðila í heilbrigðisrekstri.

Spurð hvort hluti lausnarinnar gæti m.a. falist í þessu segir Svandís að það sé eitt af því sem sé til skoðunar. „Mér finnst þó skjóta skökku við að útvista þessum aðgerðum á meðan Landspítali er að sinna umönnun langlegusjúklinga og aldraðra sem færi betur um á hjúkrunarheimilum. Þannig að við myndum líklega fyrst skoða hvort hægt væri að útvista slíkri þjónustu í meiri mæli, áður en við færum að bjóða út flóknari þjónustu. Þetta er eitt af því sem þarf að fara yfir, en það er ljóst að það verður ekki farið í neitt slíkt á þessu ári. Það eru einfaldlega ekki til peningar til þess.“

mbl.is

Innlent »

86 mál skráð hjá lögreglunni

07:29 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt því alls skráði hún 86 mál á þessu tímabili. Í öllum hverfum þurftu lögreglumenn að sinna mörgum kvörtunum um hávaða í tónlist úr heimahúsum, hávaða vegna framkvæmda á vinnustöðum og frá skemmtistöðum. Meira »

Skýjað sunnan- og austanlands

07:09 Spáð er hægri breytilegri átt eða hafgolu og skýjuðu veðri eða úrkomulitlu sunnan- og austanlands.  Meira »

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu

00:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er viðtað um ferðir hennar síðastliðinn miðvikudag. Meira »

Blóð úr ófæddum tvíbura

Í gær, 22:15 Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóðprufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þessari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má Hamilton sjálfan. Meira »

Móttaka nýs Herjólfs: Myndasyrpa

Í gær, 21:22 Tekið var á móti nýjum Herjólfi við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson afhenti Vestmannaeyingum nýja ferju og Katrín Jakobsdóttir nefndi hana formlega. Meira »

Að öðlast heyrn og mannréttindi

Í gær, 20:47 Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira »

Þrír skiptu með sér lottópottinum

Í gær, 20:08 Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér sjöföldum lottópotti kvöldsins, sem hljóðaði upp á rúmar 100 milljónir, og fær hver þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna í vinning. Meira »

Fimm í bílveltu á Vesturlandi

Í gær, 19:55 Fimm manns voru í bíl sem valt á Snæfellsvegi skammt frá bænum Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi á sjöunda tímanum í kvöld.  Meira »

Gekk upp og niður Esjuna í sólarhring

Í gær, 19:07 „Ég ligg bara og tek því mjög rólega. Ég stend eiginlega ekki í lappirnar ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Svanberg Halldórsson í samtali við mbl.is. Hann náði því ótrúlega afreki að ganga upp og niður Esjuna tólf sinnum í einum rykk og er því líklega íslandsmethafi í Esjugöngu. Meira »

Hvaða hlutverki gegnir þjóðkirkjan?

Í gær, 18:15 Þjóðkirkjan er stærst trúfélag á Íslandi og kemur að lífi margra á hverjum degi. Hlutverk hennar hefur breyst í gegnum árin. Hér verður hlutverk hennar í íslensku samfélagi skoðað frá mismunandi sjónarhornum. Meira »

Fjölmennt á torfærukeppni Bíladaga

Í gær, 17:50 Torfærukeppni Bíladaga á Akureyri stendur nú yfir á þessari árlegu hátíð sem haldin er um helgina. Mikill fjöldi fólks er mættur til að horfa á ökumenn sýna listir sínar og er stemningin góð. Þór Þormar Pálsson var fljótastur í tímabraut og kom í mark á 46 sekúndum. Meira »

„Hér eru allir í skýjunum“

Í gær, 17:37 „Þetta var í alla staði frábær dagur. Við fengum hér stútfulla hafnarstétt af fólki, athöfnin sjálf var frábær og hér eru allir í skýjunum,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, um móttöku skipsins í samtali við mbl.is. Meira »

Ríkisvæðingarstefna dauðans

Í gær, 16:30 Bæklunarsérfræðingarnir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson, sem einnig er lögfræðingur, eru afar ósáttir við nýja heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðherra. Ekkert samráð var haft við sérfræðinga og segja þeir ógerlegt að færa allar aðgerðir inn á spítalana. Meira »

Fékk sér Billie Eilish-tattú

Í gær, 16:10 Allt bendir til þess að Birta Líf Bjarkadóttir sé helsti aðdáandi poppstjörnunnar bandarísku Billie Eilish hér á landi. Vitnisburður um það er nýja húðflúrið hennar Birtu, sem er mynd af Billie. Meira »

300 hlupu kvennahlaup á Akureyri

Í gær, 15:30 Kvennahlaupið fór fram í þrítugasta sinn í blíðskaparveðri um allt land, en frábær þátttaka var í hlaupinu og talið er að 10.000 konur hafi tekið þátt í því á yfir 80 stöðum um land allt og víða erlendis. Meira »

Fjárlaganefnd bara að „bora í nefið“

Í gær, 14:43 Á meðan þingið bíður eftir að fjármálaáætlun komi frá fjárlaganefnd bíður fjárlaganefnd eftir gögnum frá fjármálaráðuneytinu til að vinna úr. Nefndin er í „algerri biðstöðu,“ segir Björn Leví Pírati. Meira »

Rigningin stoppaði stutt við

Í gær, 14:17 Þau tíðindi urðu á öðrum tímanum í dag að regnskúr gerði á höfuðborgarsvæðinu. Rigningin stoppaði þó stutt við en ekki hefur rignt að ráði undanfarnar vikur. Meira »

Hefur verið á göngu síðan átta í gær

Í gær, 13:00 Einar Hansberg Árnason hefur gengið 50 kílómetra síðan klukkan átta í gærkvöldi. Hann á 50 kílómetra fram undan. Hann er í sérstöku þyngdarvesti og stoppar á tveggja tíma fresti og tekur æfingu. Meira »

Eðlilegt að E. coli greinist í kjöti

Í gær, 12:56 „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eðlilegt því E. coli er í þarmaflóru nautgripa og sauðfjár og hluti þeirra getur borið shigatoxín,“ segir Dóra Gunnardóttir, forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar, spurð hvort það hafi komið á óvart að shigatoxínmyndandi E.coli (STEC) hafi fundist í kjöti á markaði. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR 'UTSALA er að byrja
Glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals glösum og ska...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Fleiri myndir af stiganum á meðfylgjandi mynd eru í möppu 110 á Fésinu okkar, (...
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...