Umsóknin svar við réttaróvissunni

Dómarar við Landsrétt í júní 2017. Ásmundur Helgason er efst ...
Dómarar við Landsrétt í júní 2017. Ásmundur Helgason er efst til hægri. Hann, ásamt Ragnheiði Bragadóttur landsréttardómara, eru meðal umsækjenda um lausa stöðu dómara við Landsrétt en þau hafa ekki dæmt við Landsrétt frá því að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu var kveðinn upp í mars vegna Landsréttarmálsins svokallaða. Ljósmynd/Dómsmálaráðuneytið

„Ástæðan er auðvitað niðurstaða Mannréttindadómstólsins, þó að ég sé ekki sammála henni. Þetta skapar réttaróvissu um mitt umboð til að gegna dómstörfum. Mér fannst rétt að freista þess að endurnýja það umboð.“

Þetta segir Ásmundur Helgason, dómari við Landsrétt, í samtali við mbl.is. Ásmundur er meðal umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt sem losnaði eftir að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson landsréttardómari ákvað að láta af störfum sökum aldurs.

Ásmundur er í hópi fjögurra dómara sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði við Landsrétt þegar dómstólnum var komið á laggirnar í upphafi árs 2018, en voru ekki meðal þeirra sem hæfnisnefnd hafði metið meðal 15 hæfustu. Ásmundur hefur ekki starfað við Landsrétt eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í mars sem komst að þeirri niðurstöðu að dómarar við Landsrétt hefðu verið ólöglega skipaðir.

Ásmundur segir að umsókn sín um laust embætti dómara við Landsrétt nú sé í raun ákveðið svar við þeirri réttaróvissu hvort umboð hans sé gilt. „Þó að ég sé sjálfur þeirrar skoðunar að svo sé.“

Fari svo að Ásmundur verði skipaður dómari við Landsrétt í það embætti sem Vilhjálmur skilur eftir sig segir Ásmundur að það leiði sjálfkrafa til þess að hann láti af embætti sem hann hlaut 2017. „Það er bundið í lög að það gerist,“ segir hann. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður metur stöðuna öðruvísi, en hann sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að sitjandi dómarar við dómstól gætu ekki sótt um laus embætti við sama dómstól. Því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi.

Réttast að bíða eftir svari yfirdeildar MDE

Ásmundur segir að ekki sjái  fyrir endann á þeirri réttaróvissu sem upp er komin vegna dóms MDE og hún muni í fyrsta lagi skýrast þegar svar berst frá yfirdeild MDE um endurupptökubeiðni stjórnvalda.

„Ég hallast að því að á þessum tímapunkti sé rétt að bíða eftir því hvert svar yf­ir­deildar  Mannréttindadómstólsins verður. Það er kannski á þeim tímapunkti sem við stöndum frammi fyrir þeirri spurningu hvort við eigum að óska eftir leyfi eða fara að dæma aftur,“ segir Ásmundur, en á sama tíma segir hann það alls ekki víst að staðan skýrist þegar yfirdeild MDE svari því hvort málið verði tekið aftur upp innan dómstólsins. „Ef þeir segja að þetta sé skýr niðurstaða sem féll í mars þá er boltinn hjá Hæstarétti,“ segir Ásmundur.

„Aðeins snúnara og flóknara“

Þá segir Ásmundur að dómur Hæstaréttar í skattamáli íslenska ríkisins gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, sem kveðinn var upp á mánudag, sé ekki beint fordæmisgefandi fyrir landsréttarmálið, líkt og fram kemur í aðsendri grein Jóns Steinars í Morgunblaðinu í dag.

Ásmundur Helgason er í hópi fjögurra dómara sem Sigríður Á. ...
Ásmundur Helgason er í hópi fjögurra dómara sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði við Landsrétt þegar dómstólnum var komið á laggirnar í upphafi árs 2018, en voru ekki meðal þeirra sem hæfnisnefnd hafði metið meðal 15 hæfustu.

Í niður­stöðu dóms­ins seg­ir að í ís­lensk­um lög­um sé ekki að finna heim­ild til end­urupp­töku máls í kjöl­far þess að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafi kom­ist að þeirri niður­stöðu að brotið hafi verið gegn mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu við meðferð máls fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um, við þær aðstæður sem uppi voru í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva.

Jón Steinar bendir á í grein sinni að niðurstaða Hæstaréttar staðfesti þá afstöðu sem hefur áður komið fram í dómum Hæstaréttar um réttaráhrif dóma MDE hér innanlands. „Þeir hafa einfaldlega ekki bein réttaráhrif,“ skrifar Jón Steinar. Viðbrögðin, að hans mati, ættu því að verða þau að setja nú þegar dómarana fjóra til starfa sinna í Landsrétti.

„Ég sé ekki beinlínis að dómurinn gefi tilefni til þessarar ályktunar. Þetta er aðeins snúnara og flóknara en þarna er gefið til kynna,“ segir Ásmundur hins vegar og segir hann rétt að bíða eftir ákvörðun yfirdeildar MDE.

Ekki tilgangur réttarkerfisins að valda óvissu

Ásmundur segir stöðuna sem uppi er núna ekki beinlínis valda óvissu í huga dómaranna, heldur skapi ástandið óvissu fyrir þá sem þurfa að leita til dómstigs Landsréttar og það þurfi að leysa. „Þátttaka okkar veldur ekki óvissu í okkar huga heldur skapar það réttaróvissu fyrir aðila málsins. Þeir geta ekki vegna stöðunnar sem uppi er verið í vissu með að úrlausn sem við komum nálægt, að hún sé endanleg. Tilgangurinn með réttarkerfinu er að leysa úr réttarágreiningi og leiða mál til lykta, en ekki valda réttaróvissu.“

mbl.is

Innlent »

86 mál skráð hjá lögreglunni

07:29 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt því alls skráði hún 86 mál á þessu tímabili. Í öllum hverfum þurftu lögreglumenn að sinna mörgum kvörtunum um hávaða í tónlist úr heimahúsum, hávaða vegna framkvæmda á vinnustöðum og frá skemmtistöðum. Meira »

Skýjað sunnan- og austanlands

07:09 Spáð er hægri breytilegri átt eða hafgolu og skýjuðu veðri eða úrkomulitlu sunnan- og austanlands.  Meira »

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu

00:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er viðtað um ferðir hennar síðastliðinn miðvikudag. Meira »

Blóð úr ófæddum tvíbura

Í gær, 22:15 Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóðprufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þessari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má Hamilton sjálfan. Meira »

Móttaka nýs Herjólfs: Myndasyrpa

Í gær, 21:22 Tekið var á móti nýjum Herjólfi við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson afhenti Vestmannaeyingum nýja ferju og Katrín Jakobsdóttir nefndi hana formlega. Meira »

Að öðlast heyrn og mannréttindi

Í gær, 20:47 Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira »

Þrír skiptu með sér lottópottinum

Í gær, 20:08 Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér sjöföldum lottópotti kvöldsins, sem hljóðaði upp á rúmar 100 milljónir, og fær hver þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna í vinning. Meira »

Fimm í bílveltu á Vesturlandi

Í gær, 19:55 Fimm manns voru í bíl sem valt á Snæfellsvegi skammt frá bænum Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi á sjöunda tímanum í kvöld.  Meira »

Gekk upp og niður Esjuna í sólarhring

Í gær, 19:07 „Ég ligg bara og tek því mjög rólega. Ég stend eiginlega ekki í lappirnar ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Svanberg Halldórsson í samtali við mbl.is. Hann náði því ótrúlega afreki að ganga upp og niður Esjuna tólf sinnum í einum rykk og er því líklega íslandsmethafi í Esjugöngu. Meira »

Hvaða hlutverki gegnir þjóðkirkjan?

Í gær, 18:15 Þjóðkirkjan er stærst trúfélag á Íslandi og kemur að lífi margra á hverjum degi. Hlutverk hennar hefur breyst í gegnum árin. Hér verður hlutverk hennar í íslensku samfélagi skoðað frá mismunandi sjónarhornum. Meira »

Fjölmennt á torfærukeppni Bíladaga

Í gær, 17:50 Torfærukeppni Bíladaga á Akureyri stendur nú yfir á þessari árlegu hátíð sem haldin er um helgina. Mikill fjöldi fólks er mættur til að horfa á ökumenn sýna listir sínar og er stemningin góð. Þór Þormar Pálsson var fljótastur í tímabraut og kom í mark á 46 sekúndum. Meira »

„Hér eru allir í skýjunum“

Í gær, 17:37 „Þetta var í alla staði frábær dagur. Við fengum hér stútfulla hafnarstétt af fólki, athöfnin sjálf var frábær og hér eru allir í skýjunum,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, um móttöku skipsins í samtali við mbl.is. Meira »

Ríkisvæðingarstefna dauðans

Í gær, 16:30 Bæklunarsérfræðingarnir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson, sem einnig er lögfræðingur, eru afar ósáttir við nýja heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðherra. Ekkert samráð var haft við sérfræðinga og segja þeir ógerlegt að færa allar aðgerðir inn á spítalana. Meira »

Fékk sér Billie Eilish-tattú

Í gær, 16:10 Allt bendir til þess að Birta Líf Bjarkadóttir sé helsti aðdáandi poppstjörnunnar bandarísku Billie Eilish hér á landi. Vitnisburður um það er nýja húðflúrið hennar Birtu, sem er mynd af Billie. Meira »

300 hlupu kvennahlaup á Akureyri

Í gær, 15:30 Kvennahlaupið fór fram í þrítugasta sinn í blíðskaparveðri um allt land, en frábær þátttaka var í hlaupinu og talið er að 10.000 konur hafi tekið þátt í því á yfir 80 stöðum um land allt og víða erlendis. Meira »

Fjárlaganefnd bara að „bora í nefið“

Í gær, 14:43 Á meðan þingið bíður eftir að fjármálaáætlun komi frá fjárlaganefnd bíður fjárlaganefnd eftir gögnum frá fjármálaráðuneytinu til að vinna úr. Nefndin er í „algerri biðstöðu,“ segir Björn Leví Pírati. Meira »

Rigningin stoppaði stutt við

Í gær, 14:17 Þau tíðindi urðu á öðrum tímanum í dag að regnskúr gerði á höfuðborgarsvæðinu. Rigningin stoppaði þó stutt við en ekki hefur rignt að ráði undanfarnar vikur. Meira »

Hefur verið á göngu síðan átta í gær

Í gær, 13:00 Einar Hansberg Árnason hefur gengið 50 kílómetra síðan klukkan átta í gærkvöldi. Hann á 50 kílómetra fram undan. Hann er í sérstöku þyngdarvesti og stoppar á tveggja tíma fresti og tekur æfingu. Meira »

Eðlilegt að E. coli greinist í kjöti

Í gær, 12:56 „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eðlilegt því E. coli er í þarmaflóru nautgripa og sauðfjár og hluti þeirra getur borið shigatoxín,“ segir Dóra Gunnardóttir, forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar, spurð hvort það hafi komið á óvart að shigatoxínmyndandi E.coli (STEC) hafi fundist í kjöti á markaði. Meira »