FÁ brautskráði 118 nemendur

Útskriftarhópurinn skartaði sínu fínasta pússi við athöfnina í Fjölbrautaskólanum við …
Útskriftarhópurinn skartaði sínu fínasta pússi við athöfnina í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í dag. Ljósmynd/FÁ

Fjölbrautaskólinn við Ármúla brautskráði 118 nemendur við hátíðlega athöfn í skólanum í dag, en þar af brautskráðust 9 af tveimur brautum. Magnús Ingvason skólameistari FÁ stýrði athöfninni og færði nemendum innblásin skilaboð í útskriftarræðu sinni.

Hann hvatti nemendur til þess að „fókusera“ á styrkleika sína og vinna í veikleiknum og til þess að lifa lífi veitti þeim vellíðan og gleði, en ekki lífi sem liti einungis vel út. Hann sagði að lífið þyrfti ekki að vera fullkomið til þess að vera gott og minnti á að lífinu fylgdi engin fjarstýring, heldur þyrfti maður sjálfur að standa upp og gera hlutina.

Dúx Fjölbrautaskólans við Ármúla er Ástrós Ögn Ágústsdóttir, en hún útskrifaðist af náttúrufræðibraut skólans með 9,1 í meðaleinkunn.

Ástrós Ögn Ágústsdóttir var dúx skólans á þessari önn. Hér …
Ástrós Ögn Ágústsdóttir var dúx skólans á þessari önn. Hér er hún ásamt Magnúsi Ingvasyni skólameistara og Kristrúnu Birgisdóttur, aðstoðarskólameistara. Ljósmynd/Aðsend

Alls 38 nemendur útskrifuðust af heilbrigðissviði skólans, fjórir heilsunuddarar, þrír læknaritarar, tveir lyfjatæknar, tíu tanntæknar og 19 sjúkraliðar. Þá útskrifuðust fjórir nemendur frá nýsköpunar- og listabraut skólans.

Stúdentar frá FÁ þetta vorið eru 75 talsins, 28 brautskráðut af félagsfræðibraut, 13 af náttúrufræðibraut, níu af hugvísinda- og málabraut, sex af viðskipta- og hagfræðibraut og 19 manns útskrifuðust úr viðbótarnámi til stúdentsprófs að loknu starfsnámi. Til viðbótar útskrifuðust svo 9 nemendur af sérnámsbraut skólans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert