Fjórir unnu 60 milljónir króna

AFP

Fjórir heppnir lottóspilarar eru sem nemur 60 milljónum króna ríkari hver eftir að dregið var í Eurojackpot-lottóinu í kvöld. Deila þeir með sér öðrum vinningi kvöldsins.

Tveir af vinningsmiðunum voru keyptir í Þýskalandi, einn í Finnlandi og einn í Ungverjalandi. Fyrsti vinningur kvöldisns, upp á rúma 3 milljarða króna gekk hins vegar ekki út.

Þá hlutu átta lottóspilarar þriðja vinninginn og fá hver um sig rúmar 10,6 milljónir króna.

Tölur kvöldsins eru: 8, 26, 38, 47 og 50 og stjörnutölurnar eru 3 og 7.

mbl.is