Formaður bæjarráðs á móti borgarlínu

Frá Seltjarnarnesi
Frá Seltjarnarnesi mbl.is/​Hari

„Ég vil draga strik í sandinn. Það hefur verið fjallað um þetta mál og því mjakað áfram hægt og rólega. Það var skýrt í síðustu kosningum að við ætluðum ekki að taka þátt í þessu verkefni nema allt væri uppi á borðinu. Því miður er enn ekki allt komið upp á borðið.“

Þetta segir Magnús Örn Guðmundsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi og formaður bæjarráðs. Hann lét bóka andstöðu sína gegn undirritun samninga um borgarlínu sem kynntir voru á fundi bæjarráðs í gærmorgun.

Guðmundur Ari Sigurjónsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði, lét bóka að Samfylkinginn vildi að Seltjarnarnesbær lokaði engum dyrum og yrði áfram virkur þátttakandi í samstarfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag á samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki var tekin afstaða til samninga um borgarlínuna og tengd mál í bæjarráði en málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar sem fundar 12. júní.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru um þessar mundir að funda um það hvort þau fylgi fordæmi Reykjavíkurborgar og samþykki fjárframlög til fyrsta áfanga borgarlínu, að því er fram kemur íumfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »