Sigldi í einum rykk til Patreksfjarðar

Skúta Andrews Bedwell á Patreksfirði. Gera þurfti við mastrið.
Skúta Andrews Bedwell á Patreksfirði. Gera þurfti við mastrið.

Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Leið hans lá nokkuð langt norður fyrir landið og síðan suður með Vestfjörðum.

Hann þurfti að snarvenda framhjá fiskiskipum í sterkum vindi og við það brotnuðu slár við stög mastursins. Unnið er að viðgerð á Patreksfirði.

Andrew lætur mjög vel af ferðinni en vildi hafa haft betra skyggni fyrir Norðurlandi því hann sá lítið til lands. Hann vonast til að geta haldið siglingunni áfram á laugardag ef veður leyfir.

Íslendingar hafa reynst Andrew mjög hjálplegir og hann segir viðtökurnar á Patreksfirði hafa verið mjög góðar. Konan hans sagði frá siglingunni í grunnskóla dóttur þeirra í gær, en Andrew safnar áheitum til skólans. Búið er að kaupa leiktæki á skólalóðina fyrir söfnunarfé.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert