Miðflokksþingmenn enn í pontu

Mun færri eru í þingsal á þessari stundu en á …
Mun færri eru í þingsal á þessari stundu en á þessari mynd. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingmenn Miðflokksins hafa skipst á að flytja ræður á Alþingi í alla nótt og eru enn að. Ekki liggur fyrir hvenær þingfundi lýkur en umræðuefnið er þriðji orkupakkinn líkt og undanfarnar nætur.

Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með

Forsætisnefnd ákvað í vikunni að gera þá breytingu á starfsáætlun Alþingis að þingfundir verði að afloknum nefndafundum fimmtudaginn 23. maí og föstudaginn 24. maí, en báðir þessir dagar voru ætlaðir til nefndafunda samkvæmt starfsáætlun. Miðað er við að þingfundur geti hafist síðdegis báða dagana.

mbl.is

Bloggað um fréttina