Nýta rafræna þjónustu í auknum mæli

Heilsugæsla miðbæjarins við Vesturgötu er ein 15 opinberra heilsugæsla á …
Heilsugæsla miðbæjarins við Vesturgötu er ein 15 opinberra heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Upplýsingavefurinn Heilsuvera hefur haft merkjanleg áhrif á samskipti og heimsóknir á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu síðustu árin. Frá því vefurinn var tekinn í notkun árið 2014 hefur notkun hans farið sívaxandi og á árið 2018 voru liðlega 65 þúsund erindi afgreidd í gegnum Heilsuveru og rafrænum fyrirspurnum til heilsugæslunnar fjölgaði um hátt í 17 þúsund milli áranna 2017 og 2018.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Þar segir enn fremur að á sama tíma hafi hefðbundnum viðtölum á heilsugæslustöðvum fækkað um liðlega 3.500 milli áranna 2017 og 2018 og símtölum fækkað um hátt í 24 þúsund.

Vef­ur­inn heilsu­vera.is er sam­starfs­verk­efni Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins og Embætt­is land­lækn­is. Vefn­um er ætlað að koma á fram­færi til al­menn­ings áreiðan­leg­um upp­lýs­ing­um um heilsu, þroska og áhrifaþætti heil­brigðis, ásamt því að opna aðgengi ein­stak­linga inn á eig­in sjúkra­skrá og gera fólki mögu­legt að vera í sam­bandi við heilsu­gæsl­una sína í gegn­um netið.

Í tilkynningu segir að þjónusta heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafi verið í stöðugri þróun undanfarin ár og vefurinn, heilsuvera.is, sé meðal annars afrakstur þeirrar vinnu.

mbl.is