Óljóst um arftaka Álfsness

Á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi.
Á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Það stefnir í alvarlegt ástand hjá Sorpu á höfuðborgarsvæðinu ef ekki finnst lausn á því hvaða förgunarúrræði tekur við af urðunarstaðnum í Álfsnesi, verði hann tekinn úr notkun í lok árs 2020 eins og samkomulag eigenda Sorpu kveður á um.

„Það fer að liggja á því að tekin sé ákvörðun um framhaldið,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. Fáist land á Kjalarnesi fyrir nýja urðunarstaði tekur að hans sögn fimm til sjö ár að undirbúa það til urðunar. Í minnisblaði sem Björn hefur lagt fyrir stjórn Sorpu er farið yfir nokkra aðra kosti. Niðurstaðan er að urðunarstaðir á Vesturlandi og Suðurlandi komi ekki til greina, ekki séu tæknilegir möguleikar á að flytja úrgang til förgunar í útlöndum þótt það kunni að breytast með nýrri gas- og jarðgerðarstöð og ný brennslustöð sé mjög dýr kostur. Augljósa leiðin sé að óska eftir því við eigendur Sorpu að lokun Álfsness verði frestað þar til viðunandi lausn til framtíðar verði fundin. Núverandi svæði gæti dugað fram til loka árs 2022.

Björn segir að verið sé að byggja gas- og jarðgerðarstöð sem muni taka við hluta af úrgangi sem áður fór í Álfsnes, t.d. heimilisúrganginum. „Það er samt sem áður fullt af efni sem á eftir að finna lausn fyrir,“ segir Björn.

Urðunarstaðurinn í Álfsnesi var tekinn í notkun árið 1991 og í mars sl. höfðu 2,8 milljónir tonna af rusli verið urðaðar þar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »