Sigurboginn hættir

Verslunin Sigurboginn á horni Laugavegs og Barónstígs er að hætta.
Verslunin Sigurboginn á horni Laugavegs og Barónstígs er að hætta. mbl.is/​Hari

Verslunin Sigurboginn á horni Laugavegar og Barónsstígs heyrir senn sögunni til, en eftir er að taka ákvörðun um framtíð netverslunar fyrirtækisins.

Sigurboginn hefur í rúm 27 ár boðið upp á snyrtivörur, kvenfatnað og skartgripi, „allt fyrir konuna“, eins og Hafdís Stefánsdóttir, eigandi fyrirtækisins undanfarin sex ár, orðar það.

Verslunin hefur alltaf verið á sama stað. Hafdís segir að verslunarhættir hafi breyst mikið og Laugavegurinn laði ekki lengur að viðskiptavini í sama mæli og áður. Hún vilji samt ekki tala götuna niður og 95% viðskiptavina séu traustir og góðir Íslendingar, sem séu miður sín vegna ákvörðunarinnar, en meira þurfi til. „Laugavegurinn var aðalstaðurinn og er enn,“ segir hún.

Hafdís segir að framtíð verslunar í landinu sé umhugsunarefni, því ljóst sé að Íslendingar kaupi mikið erlendis. „Verslun hérna skapar atvinnu og er góð fyrir hagkerfið, en landinn þarf að gera upp við sig hvað hann vill,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »