Vill skýrara regluverk um skattakóngalista

Unnið er að því að fara yfir hvaða upplýsingar birtast ...
Unnið er að því að fara yfir hvaða upplýsingar birtast í álagningaskrá. mbl.is/Ófeigur

„Listinn mun ekki birtast. Það er ekki hlutverk ríkisskattstjóra að birta slíkar upplýsingar,“ segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri. Ekki verður sendur út listi til fjöl­miðla með upp­lýs­ing­um um hæstu greiðend­ur líkt og löng hefð hef­ur verið fyr­ir.

Ástæðan er sú að embættið telur slíka birtingu ekki samrýmast ákvæðum um per­sónu­vernd og friðhelgi einka­lífs. Unnið er að því núna að finna út hvaða upplýsingar verða nákvæmlega í álagningarskrá. Hún verður ekki lögð fram fyrr en 19. ág­úst til 2. sept­em­ber. 

Snorri vísar í úrskurð Persónuverndar frá nóvember síðastliðnum um að fyr­ir­tæk­ið Visku­brunnur ehf. sem geymdi skatt­skrárupp­lýs­ing­ar og nefnd­ist Tekj­ur.is skyldi eyða gagnagrunni sínum. Úrskurðurinn vísaði meðal annars til þess að lögin miði við að þessar upplýsingar séu á pappír en ekki á netinu. 

„Þegar við rýndum í úrskurð stjórnar Persónuverndar, skoðuðum lagaheimildir okkar og framkvæmdina sáum við að við þyrftum að eyða ákveðinni óvissu svo við getum endanlega ákveðið hvaða upplýsingar verða í álagningarskránni. Hvað við megum setja í hana,“ segir Snorri. Sú vinna stendur yfir.

Í því samhengi nefnir hann að meðal annars er verið að skoða hvort öll kennitala einstaklinga verði gefin upp í stað eingöngu fæðingardags og árs, það er að segja fyrstu sex tölustafirnir eins og hefur verið undanfarið.   

„Ætlum að fara varlega“

Í nýju persónuverndarlögunum er gerð krafa um að þegar unnið er með persónuupplýsingar verði að vera hægt að benda á vinnsluheimildir, það er að segja af hverju unnið er með þessar upplýsingar og af hverju þær eru birtar. „Við erum að reyna að tryggja að við séum ekki að brjóta löggjöf sem tryggir friðhelgi einkalífsins. Það er ástæðan fyrir því að við ætlum að fara varlega,“ segir Snorri.

Snorri Olsen tók við sem ríkisskattstjóri í október hann gegndi ...
Snorri Olsen tók við sem ríkisskattstjóri í október hann gegndi áður embætti tollstjóra ríkisins.Ríkisskattstjóri kallar eftir skýrara regluverki í þessum efnum til að taka af allan vafa. Enginn annar en löggjafinn getur gert það. „Það er eðlilegt að þetta sé skoðað heildstætt hvernig við viljum hafa þessar reglur,“ segir Snorri. Núverandi regluverk byggist að hluta á því samfélagi þegar netið var ekki komið til sögunnar. 

Í dag er fólk miklu uppteknara af mannréttindum en var fyrir nokkrum árum, eins er ríkari krafa um friðhelgi einkalífs, að sögn Snorra. Hann tekur fram að lögin verði að endurspegla það sem og þær breytingar sem hafa orðið á miðlun upplýsinga á neti.  

Erfiðara að vinna upplýsingar úr álagningarskrá

„Þeir gætu hugsanlega gert það,“ segir Snorri, spurður hvort fjölmiðlar gætu sjálfir fundið upplýsingar um tekjuhæstu einstaklingana og unnið lista út frá þeim upplýsingum. Snorri bendir á að þegar álagningarskráin kemur í ágúst þá verður mögulega erfiðara að finna út úr þeim skrám með hundruð þúsund kennitalna. „Yfirferðin þurfti að vera nákvæm til að geta fullyrt að þessir einstaklingar séu tekjuhæstir og listinn réttur,“ segir hann. 

mbl.is

Innlent »

Fara í Garðabæ eftir 80 ár í Borgartúni

18:25 Vegagerðin mun á næstu 14 mánuðum flytja höfuðstöðvar sínar frá Borgartúni í Reykjavík í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Reginn og framkvæmasýsla ríkisins hafa gert samning um uppbyggingu og leigu á nýjum höfuðstöðvum á þessum stað, en þangað verður einnig flutt þjónustustöð Vegagerðarinnar í Hafnarfirði. Meira »

Engin lending komin um þinglok

18:13 Enn þá virðist engin lending komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Viðræðurnar eru í gangi en hljóðið í mönnum er á þá leið að ekki sé mikill kraftur í viðræðunum. Meira »

Fjórir mjög hæfir í starf seðlabankastjóra

18:05 Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög hæfa, en það eru þeir Gylfi Magnússon, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands, Jón Dan­í­els­son, pró­fessor við LSE í London, og Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra. Meira »

„Besta vor sem ég hef upplifað“

17:40 „Þetta er nú bara besta vor sem ég hef upplifað,“ segir Anna Melén sem hefur um áratugaskeið ræktað garðinn sinn í Garðabæ af mikilli alúð. Þar ræktar hún grænmeti, ber og jurtir og er uppskeran oft svo mikil að hún fær um kíló af tómötum á hverjum degi á uppskerutímabilinu. Meira »

Forsetinn mætir á Packardinum á morgun

16:25 Á opnu húsi á Bessastöðum í dag voru gamlar forsetabifreiðar til sýnis. Gestir fengu líka að skoða sig um í vistarverum forsetans. Forsetinn verður á bíl frá 1942 á morgun, 17. júní. Meira »

Víkingar njóta lífsins í blíðunni

15:50 Víkingahátíð er enn í fullum gangi á Víðistaðatúni í Hafnarfirði, en þar hafa gestir, líkt og aðrir landsmenn, notið veðurblíðunnar um helgina. Meira »

Heiðrún komin í leitirnar

14:02 Heiðrún Kjartansdóttir, sem lýst var eftir seint í gærkvöld, er komin í leitirnar heil á húfi. Lögreglan þakkar fyrir veitta aðstoð. Meira »

Úr Sævarhöfða í Álfsnesvík

13:20 Björgun og Reykjavíkurborg hafa undirritað samkomulag um að fyrirtækið fái lóð undir starfsemi sína í Álfsnesvík á Álfsnesi, skammt frá urðunarsvæði Sorpu. Skipulagsferli er hafið og jafnframt er unnið að umhverfismati á svæðinu. Meira »

Varðeldur skapaði stórhættu

12:23 „Það er mjög alvarlegt að gera þetta og við erum að skoða málið. Þetta er inni í skógi og það er tilræði við almannahagsmuni að gera svona,“ segir Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, í samtali við mbl.is. Hann staðfestir að eldur hafi verið kveiktur á tjaldsvæði í Selskógi í nótt. Meira »

Segir húsmæðraorlof tímaskekkju

11:28 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir að orlof húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu sé „algjör tímaskekkja“ en bærinn greiddi um þrjú hundruð þúsund kr. fyrir orlof húsmæðra í fyrra. Meira »

Gekk 100 kílómetra á 36 klukkutímum

10:36 „Þetta var miklu erfiðara en ég átti von á. Ástandið á líkamanum er eiginlega skelfilegt og sársauki allstaðar en allt í góðu samt,“ segir Einar Hansberg Árnason í samtali við mbl.is eftir að hann lauk 100 kílómetra göngu nú fyrr í morgun. Meira »

Ekkert saknæmt talið hafa átt sér stað

10:15 Engar vísbendingar hafa borist lögreglunni vegna hvarfs Heiðrúnar Kjartansdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á miðvikudag. Ekki er talið að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. „Vonandi koma með morgninum eða deginum upplýsingar til okkar,“ segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Meira »

86 mál skráð hjá lögreglunni

07:29 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt því alls skráði hún 86 mál á þessu tímabili. Í öllum hverfum þurftu lögreglumenn að sinna mörgum kvörtunum um hávaða í tónlist úr heimahúsum, hávaða vegna framkvæmda á vinnustöðum og frá skemmtistöðum. Meira »

Skýjað sunnan- og austanlands

07:09 Spáð er hægri breytilegri átt eða hafgolu og skýjuðu veðri eða úrkomulitlu sunnan- og austanlands.  Meira »

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu

00:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er vitað um ferðir hennar síðastliðinn miðvikudag. Meira »

Blóð úr ófæddum tvíbura

Í gær, 22:15 Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóðprufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þessari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má Hamilton sjálfan. Meira »

Móttaka nýs Herjólfs: Myndasyrpa

Í gær, 21:22 Tekið var á móti nýjum Herjólfi við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson afhenti Vestmannaeyingum nýja ferju og Katrín Jakobsdóttir nefndi hana formlega. Meira »

Að öðlast heyrn og mannréttindi

Í gær, 20:47 Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira »

Þrír skiptu með sér lottópottinum

Í gær, 20:08 Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér sjöföldum lottópotti kvöldsins, sem hljóðaði upp á rúmar 100 milljónir, og fær hver þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna í vinning. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...