Eldvatnsbrú sett á stöpla

Svona var umhorfs á verkstað í gærdag. Brúin er á …
Svona var umhorfs á verkstað í gærdag. Brúin er á syðri bakkanum og verður nú dregin út á gulu stöplana mbl.is/Sigurður Bogi

Brúarvinnuflokkur Munck á Íslandi ætlaði nú með morgninum að hefjast handa við að koma nýju brúnni yfir Eldvatn í Skaftártungu fyrir á stöplum sínum.

Það var í febrúar síðastliðnum sem brúin kom tilsniðin á staðinn og undanfarna mánuði hafa pólskir járniðnaðarmenn verið að setja bitana saman. Því verki er nú lokið og næst er að draga stykkið út yfir ána og til þess verða notaðir stórir vökvatjakkar. Frágengin mun brúin sem er 80 metra löng, hvíla á landstöplum á sínum hvorum enda. Í tilfæringum dagsins verður hún lögð á tvo bráðabirgðastólpa sem eru úti í miðju fljótinu en verða fjarlægðir að framkvæmdum loknum.

Hægt verður að fylgjast með framvindu mála við Eldvatn um helgina. Vegagerðin hefur sett upp myndavél á verkstað þar sem hægt verður að fylgjast með hvernig miðar, og nýjar myndir fara í loftið á 5-10 mínútna fresti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »